Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.06.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 11.06.2016, Blaðsíða 18
GOTT UM HELGINA Austurvallarjóga Boðið verður upp á jóga á Austur- velli um helgina, dans og hug- leiðslu til að fagna sumrinu og líf- inu sjálfu. Tómas Oddur Eiríksson jógakennari leiðir stundina ásamt DJ föruneytinu VIBES. Hvar? Austurvelli Hvenær? Laugardaginn kl. 14 - 16 Egilsstaðadjamm Í kvöld munu Dimmusöngvarinn Stebbi Jak og gítarleikarinn Andri Ívarsson, sem margir þekkja sem dúettinn „Föstudagslögin“ halda tónleika í Valaskjálf. Dúettinn mun spila marga slagara í „acoustic“ útsetningum: þungarokk, hugljúf- ar ballöður, popptónlist og allt þar á milli. Hvar? Valaskjálf, Egilsstöðum Hvenær? Í kvöld kl. 22 Hvað kostar? 2.900 kr Einblínt á lausnir Umhverfið er að breytast og það hratt. Mikið hefur verið talað um þau skaðlegu áhrif sem mannskepnan hefur á jörðina, en hugmyndin að baki heimildamyndinni Demain er að einblína frekar á þá sem eru að vinna að lausnum á umhverfismálum. „Það er kominn tími til að við hættum að bíða eftir því að leiðtogar komi með lausnirnar færandi hendi,“ segir leik- stjóri Demain, Cyril Dion. Hvenær? Í dag klukkan 18 og á morgun á sama tíma Hvar? Bíó Paradís Dilla sér við reggae-stuð Mánaðarlegt „reggae, dub og dancehall“ kvöld RVK Soundsy- stem er í kvöld. Á kvöldinu mun reggae-sveitin Barr jafnframt frumsýna nýtt myndband við lag sitt, Allt Haf. Ekki missa af því nýjasta í íslensku reggae og dúndurdansi fram eftir nóttu. Hvar? Paloma Hvenær? Húsið opnar klukkan 23, myndbandið verður frum- sýnt á miðnætti og svo tekur við „reggae, dub og dancehall“ alla nóttina. Eyðibýlin fá nýtt líf í myndum Ljósmyndasýning Kristínar Jónsdóttur verður opnuð undir beru lofti í Skorradalnum í dag. Myndirnar á sýningunni eru allar teknar í Skorradal og er áhersla lögð á eyðibýlin í daln- um. Staðsetning sýningarinn- ar er óvenjuleg en viðeigandi, en sýningin verður haldin á bæjarhólnum við Stálpastaði í Skorradal. Hvenær? Sýningin opnar í dag, laugardag, klukkan 17 Hvar? Við Stálpastaði í Skorra- dal. GPS hnit sýningarinnar: 64°31.280 N 21°26.567 W Svífandi flugdrekar Fjöldi flugdreka mun svífa um loft- in blá á Skýjarölti á Laugarnestanga um helgina. Allir geta komið með eigin flugdreka, keypt eða gert eigin í vinnubúð Skýjarölts. Um að gera að nýja vindinn í borginni og hafa gaman. Hvar? Laugarnestangi Hvenær? Kl. 14 Sólstafaslamm Hljómsveitin Sólstafir mun spila á Húrra um helgina. Búast má við háklassaþungarokki fram á rauða nótt. Gott tækifæri til að öskra úr sér raddböndin og slamma. Hvar? Húrra Hvenær? Laugardaginn kl. 21 Hvað kostar? 2500 kr Gengið og notið með börnunum SÍBS og Ferðafélag barnanna standa fyrir fjölskyldugöngu í dag. Lagt verður stað frá veitingastaðn- um Nauthól í Öskjuhlíð, og svo lagt upp í göngu um Öskjuhlíðina. Mælt er með góðum göngufatnaði og að taka með sér nesti í bakpoka. Geng- ið verður á forsendum barnanna, það er rólega og snýst gangan fyrst og fremst um að njóta náttúrunn- ar. Þátttaka er ókeypis og allir vel- komnir. Hvar? Hist verður hjá veitinga- staðnum Nauthól Hvenær? Klukkan 11 Kveikt í Reykjavík Aðrir tónleikar í tónleikaröðinni Kveikjum í Reykjavík fer fram á Lucky Records í dag. Dauða- pönksveitirnar Dauðyflin, Kvöl, Antimony og Roht koma fram á tónleikunum, og er frítt inn á þá. Hægt er að kaupa útgáfur frá sveitunum á staðnum. Hvar? Lucky Records, Rauðarár- stíg Hvenær? Klukkan 20 18 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016 Dýnudagar SKETCH Síðumúla 30 . Reykjavík Hofsbót 4 . Akureyri www.vogue.is 20-40% afsláttur AIRWEIGHT TITANIUM UMGJÖRÐ og létt harðplast gler með glampa-, rispu- og móðuvörn. KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI Nær eða fjær styrkleiki 19.950 kr. Fullt verð: 53.700 kr Margskipt gler og umgjörð 59.900 kr. Fullt verð: 109.100 kr Öll glerin koma með rispu-, glampa- og móðuvörn. Evolis frönsku verðlauna- glerin frá BBGR eru með tvöfalda yfirborðsslípun sem færir þau í nýja vídd.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.