Fréttatíminn - 11.06.2016, Blaðsíða 6
árið 2020, en til að ná sama hlut-
falli yrði Íslendingar að vera komnir
í 24.000 bíla eftir fjögur ár. Fjöldi
rafbíla í dag er 710 en var 315 í lok
árs 2014.
Á Íslandi hafa ýmis gjöld og skatt-
ar verið lögð niður tímabundið og
má leggja í stæði einn og hálfan
tíma endurgjaldslaust. Píratar hafa
ályktað í eigin hóp um rafbílavæð-
ingu og telja að helstu tálmanir séu
skortur á hleðslustöðvum. Í þingsá-
lyktunartillögu til aðgerðaráætlun-
ar um orkuskipti, sem lögð hefur
verið fram af ríkisstjórnarflokkun-
um, er gert ráð fyrir að rafhleðslu-
stöðvar verði nægjanlegar til að
mæta fjölda rafbifreiða árið 2020,
en ekki er sagt hve margar þær
skuli vera. Á að veita 67 milljónum
króna úr ríkissjóði næstu þrjú árin
til uppbyggingar innviða fyrir raf-
bíla hérlendis Í Noregi er reiknað
með að þar þurfi að byggja 5000
nýjar hleðslustöðvar á hverju ári.
12 hraðhleðslustöðvar eru á Íslandi,
þar af helmingurinn á höfuðborgar-
svæðinu og tvær á Akureyri. Þá eiga
að vera raftenglar í öllum höfnum
árið 2025 og að 10 prósent skipa
gangi fyrir rafmagni árið 2030.
Húsvíkingar hafa nú tekið ann-
að rafdrifna hvalaskoðunarskipið
í notkun, en hvert rafskip sparar
eldsneyti á við 30 fólksbíla.
Henta vel á Íslandi
Þingsályktunartillagan var lögð
fram af ríkisstjórnarflokkunum í
vor, en ekki tókst að afgreiða hana
fyrir sumarfrí. Katrín Jakobsdótt-
ir, formaður Vinstri grænna segir:
„Það eru mörg jákvæð skref í þessari
áætlun, en ég tel að ekki sé gengið
nógu langt, Ísland ætti að vera orðið
kolefnishlutlaust árið 2050. Rafbíl-
arnir eru mjög mikilvægur hluti af
þessu, við erum búin að setja okkur
sama markmið um samdrátt í losun
og Norðmenn og ættum að fylgjast
vel með þeirra aðgerðaáætlun.“
Noregur og Ísland hafa bæði
skuldbundið sig til að minnka los-
un gróðurhúsalofttegunda um 40
prósent fyrir árið 2040. Sáttmálinn
hefur ekki enn öðlast lagalegt gildi á
Íslandi, en stefnt er að því að Alþingi
taki málið fyrir í haust.
Olíuverð fer nú hækkandi í fyrsta
sinn í meira en ár, sem aftur bein-
ir sjónum að nauðsyn þess að finna
nýjar lausnir á orkuþörfum heims-
ins. Norðmenn hafa sett sér það
markmið að árið 2025 muni all-
ir seldir bílar í landinu ganga fyrir
endurnýjanlegri orku og þeir gerð-
ir hagkvæmari fyrir notendur en
bensínbílar. Hérlendis tvöfaldaðist
fjöldi rafbíla í fyrra, en er raunhæft
að skipta alfarið yfir?
Orka Náttúrunnar, dótturfyrir-
tæki Orkuveitu Reykjavíkur, hefur
borið saman rekstarkostnað á bens-
ínbílnum Toyota Yaris við Nissan
Leaf, sem er vinsælasti rafmagns-
bíllinn hérlendis. Var komist að því
að eigandi síðarnefnda bílsins spar-
ar 133.200 krónur í bensínkostn-
að á ári. Á Íslandi eru um 234.000
skráðar bifreiðar, og ef allar yrðu
rafvæddar myndu um 31 milljarð-
ur sparast á ári. Þetta jafngildir allri
leiðréttingu fasteignaveðlána sem
ríkistjórnin bauð upp á árið 2014 á
þriggja ára fresti.
Fjórðungur rafbílar eftir 25 ár
Koltvísýringsútblástur fólksbíla á Ís-
landi í fyrra var samanlagt 586 þús-
und tonn. Rafbílavæðing hérlend-
is myndi því minnka mengunina
sem því nemur, eða um 13 prósent
af heildarútblæstri þjóðarinnar. Þá
eru rafbílar mun hljóðlátari.
Bloomberg fréttaveitan spáir því
að árið 2040 verði 25 prósent bíla í
heiminum rafbílar. Þetta þýðir rúm-
lega tíu prósent minnkun á olíunotk-
un í heiminum miðað við í dag, en
einnig að þau ríki sem nú flytja inn
olíu verða óháðari olíuútflytjend-
um, sem gæti breytt heimsmyndinni
mjög.
Í Noregi eru rafbílar þegar 22 pró-
sent af seldum bílum í landinu og
eiga að ná hundraðinu næsta ára-
tuginn. Orkuspárnefnd reiknar með
að hérlendis verði talan orðin sex
prósent árið 2020, en stökkvi síð-
an upp í 68 prósent árið 2030. Við
náum 90 prósentunum ekki fyrr en
2050.
Skortur á hleðslustöðvum
Í Noregi er ýtt undir rafbílanotkun
með ýmsum hætti. Það er ókeyp-
is fyrir þá að leggja í stæði og
keyra um göng, leyfilegt að keyra
á strætóakreinum, sérstakt árgjald
á bíla er minnkað um 5/6, virðis-
aukaskattur felldur niður og boðið
upp á ókeypis áfyllingu á opinberum
hleðslustöðvum. Reiknað er með að
rafbílar þar verði orðnir 200.000
MARGSKIPT GLER
og SELESTE UMGJÖRÐ
49.900 kr!
Fullt verð: 95.800 kr
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI
SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
Helstu rafbíla
framleiðendurnir
Tesla S og Nissan Leaf eru
vinsælustu rafbílategundirnar
til þessa. Volkswagen stefnir
að því að verða helsti raf-
bílaframleiðandi heims, enda
vilja þeir ólmir bæta mann-
orð sitt eftir að hafa svindlað
á fyrri umhverfismælingum.
Þá hefur þýska ríkið ákveðið
að veita 141 milljarði króna í
að auka rafbílanotkun. Munu
500.000 krónur verða niður-
greiddar af hverjum rafbíl, en
restinni varið til uppbyggingu
innviða.
Í dag eru um 50.000 raf-
bílar í Þýskalandi, en stefnt
er að koma þeim upp í eina
milljón árið 2020. Orkustofn-
un Bandaríkjanna reiknar
með að bílarnir muni lækka í
verði um að meðaltali um 0.7
prósent á ári fram til 2040,
þökk sé bættri tækni og hag-
ræðingu sem hlýst af aukinni
framleiðslu.
2025
Árið sem Norðmenn ætla að
rafbílar sé komnir upp í 100
prósent af seldum bílum.
710
Fjöldi rafbíla á Íslandi í dag.
2050
Árið sem Íslendingar reikna með
að rafbílar séu komnir upp í 90
prósent af seldum bílum.
60.000
Fjöldi rafbíla í Noregi í dag.
31 milljarður
Það sem íslenskir neytendur
myndu spara á ári ef allir væru á
rafbíl.
Húsvíkingar. Verið er að breyta
gömlum hvalveiðiskipum í rafknúin
hvalskoðunarskip.
Norðmenn. Eru leiðandi í rafbílavæðingunni.
Drægni rafbíla
verður stöðugt meiri.
Rafbílar eru það sem koma skal
Norðmenn hætta að selja
bensínbíla árið 2025. Þjóð-
verjar niðurgreiða rafbíla
fyrir milljarð evra. Um-
hverfisvænir, hljóðlátir
og ódýrir í rekstri. Henta
sérstaklega vel á Íslandi, en
hvar eru þeir?
Valur Gunnarsson
valurgunnars@frettatiminn.is
Oddný G. Harðardóttir, nýkjör-
inn formaður Samfylkingarinnar,
sagði í blaðagrein í fyrra að rafbíla-
þróunin henti okkur mjög vel því
við eigum nóg af rafmagni. Ekkert
þyrfti að virkja til viðbótar þar sem
mestur hluti hleðslunnar færi fram á
nóttinni þegar almenn raforkunotk-
un er í lágmarki.
Hálendisrafbílar í framtíðinni
Hægt er að keyra rafbíl 100-150 kíló-
metra á milli hleðslna, sem dugar til
daglegra þarfa í borgum en hentar
síður í dreifbýli. Mun langdrægari
bílar verða þó komnir á markað und-
ir lok áratugarins, sem geta keyrt
upp í 450 kílómetra án hleðslu.
Kjartan T. Hjörvar, rafmagns-
verkfræðingur sem vann skýrslu
um rafbíla, segir: „Maður treystir
ekki hlutunum fyrr en maður hefur
reynt þá, en nú hefur komið í ljós að
rafbílar duga algerlega innan borga-
marka. Það þarf enn bensín- dísilbíla
til að komast upp á hálendið, en það
breytist líklega í framtíðinni.“
6 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016