Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.06.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 11.06.2016, Blaðsíða 22
„Amman var alltaf að búa til „crepes“ og mér fannst það aga- lega gott,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir sem fluttist heim frá Frakklandi í haust og hóf nýverið eigin crepes-rekstur, AMO Crepes. Anna var au-pair í Frakklandi fyrir þremur árum og bjó hjá ömmu fjölskyldunnar sem hún passaði hjá en þau voru frá Bret- aníu þaðan sem „crepes“ kemur. „Fjölskyldan mín í Frakklandi var alltaf að spyrja mig í gríni af hverju ég færi ekki bara heim og seldi „crepes“ á Íslandi. Ég sagði bara já einmitt en eftir að ég kom heim síðasta haust þótti mér þetta ekki svo galin hugmynd,“ segir hún. Anna sló til og selur nú „crepes“ sem hún býr til sjálf hér á landi. Hún segir Íslendinga vera hrifna af réttinum en hann minni óneitanlega á íslensku pönnu- kökuna. ,,Hráefnin eru í raun þau sömu en hlutföllinn önnur. „Crepes“ er stærri en íslenska pönnukakan og þykkari.“ Um tvennskonar „crepes“ sé auk- inheldur að ræða: matarcrepes sem ber nafnið Galette og síðan eftirréttar-crepes sem heitir ein- faldlega Crepes. „Í Frakklandi eru heilu veitingastaðirnir sem heita bara Creperie og þar er hægt að fá hvort tveggja. Það er alltaf borið fram með áfengum síder.“ „Galette er fyllt með eggi, skin- ku og osti eða frönskum geitaosti, hunangi, valhnetum og salati. Síðan er líka hægt að setja gráð- ost, perur, hunang eða heimalag- að tómatamauk með lauk sem er steiktur upp úr koníaki og kældur með hvítvíni. Í eftirrétta-crepesi er hægt að setja sykur og sítrónu, nutella og banana eða heimalag- aða saltkaramellusósu.“ Í matar- boðum steikir Anna líka epli upp úr karamellusósu og setur ís með. Anna Margrét býður ekki einungis upp á þjónustu sína í matarboðum heldur líka veisl- um og viðburðum fyrirtækja. Þá verður Anna með Crepes-bar á Lunga-hátíðinni á Seyðisfirði í sumar. Hún horfir björtum augum til sumarmánaðanna sem hún segir verða yfirfulla af Crepesi en hægt er að fylgjast með Önnu á Facebook-síðu fyrirtækisins, AMO Crepes. KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI BARNA- GLERAUGU til 18 ára aldurs frá 0 kr. Miðast við endurgreiðslu frá Sjónstöð Íslands. Stærri og þykkari en íslenska pönnukakan Steikir epli upp úr karamellusósu og ís með Anna Margrét Ólafsdóttir fluttist heim frá Frakklandi í haust og hóf nýverið eigin crepes-rekstur. Vinnudagur Svavars Skúla í Grasagarðinum hefst yfirleitt með vökvun plantnanna í Grasagarðinum með kaffibolla í hendi. „Mér finnst frábært að vinna á stað þar sem feg- urð er merki um framför. Ef ykkur finnst fallegt í garðinum erum við að vinna vinnuna okkar,“ segir Svavar Skúli Jónsson, garðyrkjufræðingur í Grasagarði Reykjavíkur. Morgnarnir hjá starfsmönnum Grasagarðsins byrja yfirleitt á að vökva plönturnar eftir þörf- um. Á meðan á morgunverkunum stendur, og raunar allan daginn, víkur græni ferðakaffiboll- inn ekki úr hendi hans. Svavar vinnur úti alla daga og er með þarfir hverrar plöntu á hreinu. „Fyrst springa skógarbotnsplönturnar út,“ seg- ir Svavar og bendir á viðeigandi plöntur. „Þær þróuðust til að ná að vaxa og springa út áður en trén verða í fullum laufskrúða. Þær þurfa að drífa sig að vaxa og springa út áður en trén verða í fullum laufskrúða og halda birtunni þannig úti.“ Svavar talar um safndeildir en ekki plöntur í garðinum enda er Grasagarðurinn safn en ekki almenningsgarður. „Hugmyndin á bak við grasagarða er að garð- yrkjufræðingar geti ræktað plöntur við sín skil- yrði og sent á milli sín fræ. Fallegast við það er að samstarf grasagarða hefur alltaf haldið áfram í gegnum borgarastríð og heimsstyrjaldir. Í seinni heimsstyrjöldinni sendu til dæmis breskir og þýskir garðyrkjufræðingar milli sín fræ þrátt fyrir að þjóðir þeirra væru í stríði.“ | sgþ Morgunstundin Fegurð er merki um framför Mynd | Rut Finnst gott að hún kynnist foreldrum mínum svona vel Mynd | Hari Kolbrún Sara og Ásgeir búa saman á neðri hæðinni heima hjá foreldrum Ásgeirs. Með hækkandi leiguverði og minnkandi framboði á hús- næði fyrir ungt fólk fjölgar þeim sem dvelja í hreiðrinu fram eftir aldri. Í fyrsta sinn í 130 ár er líklegra að Banda- ríkjamenn á aldrinum 18-34 ára búi á heimili foreldra sinna en í eigin húsnæði með maka. Eru þetta ósjálfstæðir eilífðarunglingar eða er þetta það sem koma skal ef leigu- markaðurinn breytist ekki? Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is Þau Kolbrún Sara og Ás-geir búa saman á neðri hæðinni heima hjá for-eldrum Ásgeirs. Þar hafa þau gott rými sem þau nota sem svefnherbergi og stofu, auk eldhúss, en borða þau yfirleitt uppi með foreldrum Ás- geirs. „Við eldum með þeim eins og við getum en það er samt kannski eitt skipti í viku í mesta lagi,“ segir Ás- geir. Þau finna ekki fyrir pressu að flytja út frá foreldrum sínum eða frá fólki í kringum sig: „Fólk undrar sig aðallega á að ég meiki að búa hjá tengdaforeldrum, en held samt ekki að fólki finnist það neitt asnalegt,“- segir Kolbrún. Ásgeir er útskrifaður úr fjármála- verkfræði og vinnur í Íslandsbanka, en Kolbrún er að klára lögfræði í HÍ og ætlar áfram í masterinn strax í haust. Ásgeir og Kolbrún Sara hafa verið saman í fimm ár, en eftir reisu um Suður-Ameríku og Suðaustur-Asíu saman kom ekki annað til greina en að búa saman. Flutti Kolbrún þá inn til Ásgeirs og foreldra hans. „Við hefðum kannski getað keypt íbúð þegar ég byrjaði að vinna en þá væri ég einn að borga afborganirn- ar, svo mér finnst fínt að vera aðeins lengur áfram heima og spara fyrir útborgun í íbúð,“ segir Ásgeir. „Já, við erum heppin að hafa þessa að- stöðu,“ segir Kolbrún. „Ef við byggj- um á stúdentagörðum værum við með svipað rými og við höfum hér, eini munurinn væri að við værum ein þar.“ Kolbrún segir fæsta vini þeirra á „alvöru“ leigumarkaði, flestir séu á stúdentagörðum eða með einhverskonar fyrirkomulag hjá foreldrum. Ásgeir og Kolbrún segja tvennt ólíkt að búa hjá foreldrum sem fullorðin manneskja eða sem barn. Þar sem þau séu par líti foreldrarnir kannski síður á Ásgeir sem barn í foreldrahúsum en ef hann væri einn. Parið segir fáa galla á fyrirkomu- laginu utan þess að þeim finnist þau ekki jafn sjálfstæð og ef þau byggju ein. Stórir kostir séu á sambúð- inni við foreldrana: „Maður þarf til dæmis ekki að pæla mikið í hvort sé til matur og svoleiðis, sem er mjög þægilegt,“ segir Ásgeir. „Mér finnst líka gott að hún kynnist foreldrum mínum svona vel, svo förum við í mat til mömmu hennar á hverjum sunnudegi,“ segir Ásgeir. Kolbrún segir líka stóran kost að samskiptin séu góð: „Við værum kannski meira að drífa okkur að flytja út ef öllum kæmi ekki vel saman á heimilinu.“ Fullorðin í foreldrahúsum 22 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.