Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.06.2016, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 11.06.2016, Blaðsíða 37
Unnið í samstarfi við Landsmót hestamanna Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Hólum í Hjaltadal að undan-förnu, enda styttist í Landsmót hestamanna sem hefst 27. júní næstkomandi og stend- ur til 3. júlí. Svæðið hefur tekið miklum stakkaskiptum og mun verða gríðarleg lyftistöng fyrir hestatengt nám við Háskólann á Hólum. Landsmót hestamanna var haldið á Hólum fyrir fimmtíu árum. Mikið hefur breyst síðan, ekki síst kröfur gesta og kepp- enda til svæðis, valla, upplýs- ingaflæðis og annarar aðstöðu bæði fyrir menn og hesta. Það er auðvitað af hinu góða enda er mikil vinna lögð í fagmennsku og þjálfun bæði hesta og knapa í dag, til að ná fram því allra besta í hverjum einstaklingi. Allir munu geta sótt sér smá- forrit í símana sína til þar sem finna má allar upplýsingar um dagskrá, keppnina, stöðu og úrslit. Einnig verður streymi frá mótinu í gegnum OZ smáforritin og einnig á vefnum www.oz.is. Síðan mun RÚV sýna beint frá mótinu á föstudegi og laugardeg- inum. Það eru margir sem leggja hönd á plóg við að halda þennan stóra viðburð sem Landsmótið er og hefur undirbúningur og skipulag gengið gríðarvel. Stærsta mark- miðið er að öllum líði vel á mótinu, njóti þess að koma saman og horfa á íslenska gæðinginn í fal- legri náttúru Hjaltadalsins. Gera má ráð fyrir 700-800 hest- um á svæðinu þegar mest verður og vonir standa til að allt að tíu þúsund gestir sæki Hóla heim þessa viku sem Landsmótið stend- ur. Stemningin verður fjölskyldu- miðuð þar sem gott leiksvæði verður fyrir börn og tjaldsvæðin næg. Að auki verður íslensk tón- list í hávegum höfð og mun Magni Ásgeirsson, kenndur við hljóm- sveitina Á móti sól, sjá um að stilla upp spennandi skemmtikröftum alla vikuna. Þar má nefna leikhóp- inn Lottu, Línu langsokk, karlakór- inn Heimi, Geirmund Valtýsson og Kristján Jóhannsson. Það munu því allir finna eitthvað við sitt hæfi og svo er auðvitað stemningin á tjaldsvæðunum ómissandi, með grillveislum, fótbolta og badmint- oni á milli atriða. Forsala aðgöngumiða er til 15. júní og miðasala er á www. landsmot.is þar sem einnig er að finna allar helstu upplýsingar um mótið. …ferðir kynningar 13 | amk… laugardagur 11. júní 2016 sumarið saman ...með kryddblöndunum á K jarnafæði K jarnafæði · Sími 460 7400 · www.kjarnafaedi.is Landsmót á Hólum í Hjaltadal Búist við allt að 10.000 gestum á Landsmót hestamanna sem hefst 27. júní Búist er við allt að tíu þús- und gestum á Landsmóti hestamanna á Hólum síðar í mánuðinum.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.