Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.06.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 11.06.2016, Blaðsíða 12
Árneshreppur í Strandasýslu Árneshreppur er nyrsta sveitarfélag Strandasýslu og það fámennasta á landinu.  50 manns eiga þar lögheimili en 35 manns hafa þar vetur- setu.  Á svæðinu varð til vísir að þéttbýli snemma á 20. öld í Kúvíkum, Gjögri og Djúpu- vík í tengslum við hákarla- og síldveiðar en eftir það blóma- skeið hefur fólki fækkað jafnt og þétt.  Nú hafa íbúar lifibrauð sitt af búskap, fiskveiðum og ferða- þjónustu sem er vaxandi á svæðinu.  Í hreppnum er grunnskóli, hótel, sparisjóður, verslun, veitingahús og söfn. KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI Skráðu þig í netklúbbinn okkar á prooptik.is og þú færð 25% afslátt af linsum í öllum verslunum Prooptik www.prooptik.is 25% afsláttur af linsum í netklúbbnum okkar! Þegar hafnarstjórinn og þjóðmenningarbóndinn Elín Agla Breim heimsótti Árnes- hrepp í fyrsta sinn árið 2007 var það til að stoppa stutt í kirkjunni og gifta sig. Hún kolféll fyrir samfélaginu í þessari fámennustu sveit landsins og í dag vill hún hvergi annarsstaðar vera. Að öllu óbreyttu verður dóttir hennar, Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, eina barnið í Finnbogastaðaskóla næsta vetur. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Ég kom hingað fyrst árið 2007 þegar ég gifti mig í gömlu kirkj- unni í Trékyllisvík,“ segir Elín Agla Briem, hafnarstjóri og þjóðmenn- ingarbóndi í Norðurfirði á Strönd- um. „Við höfðum ætlað að gifta okk- ur ein, að engum viðstöddum nema svaramönnum, en fréttin spurðist út um sveitina og konurnar tóku það ekki í mál að við kæmum án þess að halda veislu. Á giftingar- daginn mætti svo allt sveitarfélagið í athöfnina og eftir hana gegnum við öll saman út í félagsheimili þar sem okkar beið veisla. Ég kynnt- ist því fólkinu hér í minni eigin giftingarveislu og það hafði mjög djúpstæð áhrif á mig. Það er ótrú- lega sjarmerandi fólk í þessari stór- brotnu náttúru og þetta velkomna viðmót er mjög einkennandi fyrir samfélagið.“ Ertu göldrótt? Á þessum tíma var Elín nýflutt heim frá Englandi þar sem hún hafði búið og starfað í nokkur ár en hún er heimspekingur að mennt. Eftir giftinguna og vikulangt ævin- týri á Ströndum tók reykvíski raun- veruleikinn við með tilheyrandi atvinnuleit. „Vinir mínir kepptu- st við að benda mér á að það væri svo mikil uppsveifla í gangi að ég, meira að segja ég með mína heim- spekimenntun, gæti fengið vinnu í banka. Ég bara skildi ekki þessa stemningu en rak svo aftur á móti augun í atvinnuauglýsingu sem fangaði athygli mína með yfirskrift- inni „Ertu göldrótt?“ Þá var verið að auglýsa eftir skólastjóra í Finn- bogastaðaskóla og ég var sú eina sem sótti um og fékk því starfið.“ Safnið er ekki lífið Nýgiftu hjónin fluttu norður um haustið og um leið fékk Elín óbif- andi áhuga á þeim straumhvörf- um sem eiga sér stað í afskekktum Menning verður til í hversdagsleikanum og fámennum samfélögum, hér á landi sem og annarsstaðar. „Ég fór að reyna að kryfja stöðuna og fann að eitthvað var ekki að stemma. Skilaboðin voru svo misvísandi því ég hitti mikið af bæði gestum og brottfluttum Strandamönnum sem töluðu af mikilli ástríðu um hversu mikilvægt væri að þessi byggð héldi velli, annað væri mikill missir fyrir þjóðfélagið allt. En þegar á reynir flytur fólk ekki hingað og efndir stjórnmálamanna ná ekki í gegnum kerfið. Mér sýnist að það sé eitthvað undirliggjandi í menningu okkar og gildismati sem er mjög andstætt hinu smáa, þrátt fyrir allar þessar sterku tilfinningar um að samfélagið megi ekki deyja út. Kannski það sé breytt gildis- mat sem veldur því. Það er auðvit- að stórt skref að flytja hingað en þegar kemur að kerfinu sjálfu er eins og það sé bara ekki hægt að setja hingað fjármagn. Það vantar kannski bara fjórar milljónir til að halda snjómokstrinum gangandi yfir veturinn en hér er fólk inni- lokað í allavega þrjá mánuði. Það eru ýmis góð verkefni í gangi inn á milli, til dæmis þar sem verið er að styrkja nýsköpun, en það er alltaf eitthvað sérstakt sem tengist ekki hversdagsleikanum sem kerfið vinnur út frá. Til að mynda eru settir gríðar- legir peningar í batterí eins og UNESCO til að vernda það sem er við það að deyja út. Slíkir listar hafa oft aðdráttarafl fyrir ferða- menn sem vilja upplifa síðustu andardrættina en sá ágangur getur verið lokahöggið. Því þar gerist ná- kvæmlega það sama og með þessi einstöku verkefni, þau ná ekki til hversdagsleikans, til samfélags- ins og menningarinnar heldur til safnamenningarinnar, sem er góð í sjálfu sér en hún er ekki lífið sjálft. Við getum öll verið sammála um að ferðamennskan sé góð og geti gefið af sér en það má ekki gleyma hvers- dagsleikanum. Og ferðamaðurinn vill sjá menningu, ekki bara fjöll, og menning verður ekki til inni á safni heldur í hversdagsleikanum.“ Elín Agla. Það er auðvitað stórt skref að flytja hingað en þegar kemur að kerfinu sjálfu þá er eins og það sé bara ekki hægt að setja hingað fjármagn, eins og til dæmis í snjómokstursþjónustu. Mynd | Davíð Már Bjarnason Eina barnið í skólanum Dóttir Elínar Öglu, Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, á leið í sund. Staðan í Árneshreppi er mjög viðkvæm. Eins og Agla bendir á þá eru það fyrst og fremst börnin sem halda áframhaldandi lífi í byggðinni en að öllu óbreyttu verður dóttir hennar eini nemandinn í Finnbogastaðaskóla næsta vetur. Það er því mjög mikilvægt að ráða fólk með börn í skólastjórastarfið og kaupfélagsstarfið, sem verið er að auglýsa þessa dagana. Elín Agla horfir yfir Trékyllisvík. 12 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.