Fréttatíminn - 11.06.2016, Blaðsíða 47
„Ég er að horfa á Rick and Morty og
á meðan ég bíð eftir nýju seríunni af
Rick and Morty þá horfi ég á fyrstu
og aðra seríuna. Inn á milli horfi ég
á Futurama því þeir þættir minna
mig á Rick and Morty. En besta nýja
efnið sem ég hef séð, fyrir utan Rick
and Morty, er BoJack Horseman.
Það er best skrifaða sjónvarpsefni
sem hefur komið fram síðan Break
ing Bad kláraðist, en Breaking Bad
braut blað í sjónvarpssögunni og
markaði ný spor í sjónvarps/kvik
myndagerð. BoJack Horseman eru
teiknimyndir og geta verið svolítið
fráhrindandi fyrst, en þegar maður
gefur þessu séns þá fara þættirn
ir með mann upp í hæstu hæðir og
lægðir. Teiknimyndaformið gefur
ákveðið frelsi sem „live action“ hefur
ekki. Það sem er svo frábært við
BoJack er að þrátt fyrir að það séu
absúrd teiknimyndir, þá hafa þær
svo mikla fótfestu í raunveruleik
anum. Maður gleymir því eiginlega
hversu absúrd þættirnir eru.
Svo hafa teiknimyndirnar The
Critic alltaf verið í uppáhaldi hjá mér,
en þær hafa svolítið gleymst. Ég
hef reyndar alltaf haldið því fram að
þættirnir séu betri en The Simp
sons. Simpson aðdáendur geta bara
tekið það í pípuna sína og reykt það.
Það eru reyndar nokkrir þættir
sem Íslendingar hafa horft framhjá,
eins og þættirnir Spaced, sem eru
alveg stórkostlegir. Svo finnst mér
ótrúlegt hvað fáir sem vinna við
fréttamennsku á Íslandi hafa séð
þættina Brass eye sem Chris Morris
gerði. Þar er fréttaskýringaþáttum
snúið upp í absúrd grín með mjög
grófum húmor. Stórkostlegir þættir.“
Sófakartaflan
Atli Viðar Þorsteinsson,
plötusnúður, samfélags
miðlagúrú og kvikmynda
gerðarmaður
Breaking Bad braut blað í sögunni
…sjónvarp23 | amk… laugardagur 11. júní 2016
Englendingar
mæta til leiks
England – Rússland Síminn
sport laugardag klukkan 19
Þeir ensku eru í uppáhaldi hjá
mörgum fótboltaáhugamönnum
og fyrsti leikur þeirra á EM er gegn
Rússum. Venju samkvæmt er mik-
il bjartsýni hjá Englendingum en
aldrei þessu vant gæti verið ein-
hver innistæða fyrir því.
Lokatónleikar
Listahátíðar
Terri Lyne Carrington á
Listahátíð í Reykjavík 2016 Rás 1
sunnudag klukkan 16.05
Hljóðritun frá lokaviðburði Listahá-
tíðar, tónleikum trommuleikarans
Terri Lyne Carrington og sjö manna
djasshljómsveitar, sem fram fóru
í Eldborgarsal Hörpu, síðastliðinn
sunnudag.
Ísland mætir
Portúgal á EM
Portúgal – Ísland Síminn
sport þriðjudag klukkan 19
Fyrsti leikur Íslands á EM í
knattspyrnu í Frakklandi hefst
klukkan 19. Upphitun hefst í
EM-svítunni klukkutíma fyrr og
eftir leik verður farið yfir helstu
atriðin. Það hafa margir beðið
þessa augnabliks
með mikilli eftir-
væntingu og nú
er biðin á enda.
Hvernig geng-
ur okkar
mönnum að
tjónka við
Cristiano
Ronaldo?
Getur Gylfi
töfrað fram
eitt eða tvö
mörk?
EM um helgina
Í dag, laugardag 11. júní
13.00 Albanía - Sviss A-riðill
16.00 Wales - Slóvakía B-riðill
19.00 England - Rússland
B-riðill
Á morgun, sunnudag 12. júní
13.00 Tyrkland - Króatía D-riðill
16.00 Pólland - Norður Írland
C-riðill
19.00 Þýskaland - Úkraína
C-riðill
522 4600
www.krokur.net
Krókur er sérhæft fyrirtæki í flutningum og björgun ökutækja.
Ef bíllinn þinn bilar er mikilvægt að fá fagmenn til að flytja bílinn á réttan og öruggan hátt.
Krókur býður m.a. uppá:
• Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum
• 24 stunda þjónustu allt árið um kring
• Björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þarf þá á verkstæði
Taktu Krók á leiðarenda
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
á þinni leið