Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.06.2016, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 11.06.2016, Blaðsíða 20
„Markmiðið er að sameina ungar kon- ur og karla undir sumarsólinni í krafti líkamshreyfingar,“ segir Heiða Vigdís Sigfúsdóttir sem er einn stofnenda íþróttafélagsins Gæðahryssunnar. Félagið var starfrækt síðasta sumar og eru meðlimir þess hátt í 140 tals- ins. „Ekkert er skemmtilegra en að hreyfa sig á sumrin á Íslandi þegar vel viðrar. Þess vegna datt okkur í hug að stofna félag fyrir ungar konur til að hittast og hreyfa sig en það er allt of lítið um að konur hittist og fari í körfu- bolta úti á velli með græjurnar í botni eða spili brennó.“ Hins vegar sé Gæðahryssan ekki bara fyrir konur heldur líka karla. Gæðahryssan var stofnuð síðasta sumar en æfingar eru á þriðjudögum klukkan átta á Klambratúni. Félags- menn skiptast á því stjórna æfingum en á döfinni eru körfubolti, hjólatúr og sjósund. Hægt er að gerast meðlimur á Face- book-síðu hópsins. „Bannað að vera feiminn,“ segir Heiða og segir alla vera velkomna. Vélin er með drifi og B&S 148cc úrvalsmótor. Sláttubreidd vélar er 46 cm. Collector 46 B vélin er með legum í öllum hjólum Vélin er með B&S 190cc úrvalsmótor með „Ready start“ búnaði (auðveld í gangsetningu). Sláttubreidd vélar er 48cm. Stiga Collector 46SB Sláttuvél með drifi Stiga TwinClip 50 SB Lúxus sláttuvél með drifi Sólarmegin í lífinu með Stiga sláttuvél w w w .h el iu m .is Askalind 4, Kópavogi Sími 564 1864 www.vetrarsol.is Útsölustaðir um allt land B&S úrvalsmótor og rafstarti. Traktórinn safnar grasinu upp í 240 ltr.graskassann eða slær það niður í blettinn án þess a Stiga Estate 3084 H Sjálfskiptur sláttutraktór Júníblómið Sólhnappur Júníblóm sumarsins er Sól- hnappur. Blómið á að vera úti þar sem það fær sól og passa þarf upp á að það fái nægan vökva. Gæðahryssan hreyfir sig undir sólinni Brennó og körfubolti með græjurnar í botni Markmið Gæðahryssunnar er að sameina ungt fólk í krafti líkamshreyfingar. „Við erum að vinna með eitt- hvað sem kallast mjólkurmýt- an: mjólk er nauðsynleg, þú þarft mjólk til að lifa af, Ís- lendingar drekka mjólk, alvöru íþróttamenn drekka mjólk,“ segir Nína Hjálmarsdóttir, einn meðlima sviðslistahópsins Mix- ed Feels, sem verður með sýn- inguna Blámjólk í Gerðarsafni á þjóðhátíðardaginn næstkom- andi. „Þegar við fórum að ræða um mjólk innan hópsins áttuð- um við okkur á því að mjólk er tákn fyrir vestræn gildi, neyslu og gott heimili,“ segir Nína og bætir við að fyndið sé að skoða auglýsingar frá tíunda áratugn- um í því samhengi. Verkið samanstendur af ara- grúa mjólkurferna sem mynda nokkra fleka. „Mjólkurfernan er eitthvað sem fólk þekkir og tengir við, vill ekki að breytist. Við vinnum með hana og breyt- um um formið á henni sem get- ur verið óþægilegt fyrir fólk að horfa á, vinnum með einingu sem verður að annari einingu, og gerum síðan leikrit í kring- um það. Þetta er rosalegt magn af mjólkurfernum,“ segir Nína. Mjólkurmýtan Tákn fyrir vestræn gildi Ýrúrarí: Vann textíl út frá draumum hundsins síns Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is Ýr Jóhannsdóttir hefur vakið athygli fyrir frum-leg prjónaföt sín. Prjón-aðar brjóstapeysur, buddur sem líta út eins og píkur og bringuhár á lopapeysunni. Peysurnar sem hún vinnur að kallar hún Krot og segir þær byggjast á hugmyndum sem hún hefur lengi viljað framkvæma. „Núna er ég að leita að stað til að halda sölusýningu í lok sumars til að safna fyrir skólanum,“ segir Ýr en hún sótti um við textíld- eild hins virta Glasgow School of Art og flaug beint inn á þriðja ár í skólanum. Hún fær því BA-gráðu í textíl á aðeins einu ári, gráðu sem ekki er í boði hér. Þar sem námslán sem í boði eru hjá LÍN duga ekki til fyrir árinu vinnur Ýr nú næturvaktir í allt sumar auk þess sem hún vonast til að geta selt prjónaföt úr eigin smiðju: „Ég ætla að reyna að klára garnlagerinn áður en ég fer út svo ég fylli ekki geymsluna hjá pabba og mömmu,“ segir Ýr. Ýr vinnur hörðum höndum á prjónavélina sína í sumar að prjónuðum peysum sem píkubuddum. Mynd | Hari „Fyrir tveimur árum grínaðist ég með að gera bókstaflegar buddur,“ segir Ýr, þar sem budda er orð sem notað er yfir kynfæri kvenna sem og peningaveski. „Svo varð grínið að veruleika þegar ég tók þátt í Kynfærasýningu með Siggu Dögg kynfræðingi í HönnunarMars.“ Ýr gerði nýlega textílefni sem byggt var á draumum hundsins hennar: „Skotta hatar flugelda og elskar pönnukökur svo ég notaði það tvennt í teppin.“ „Þessar peysur voru hugsaðar sem námsmannapeys- ur. Ef ég prjóna peysu frá grunni er það mikil vinna og því kosta peysurnar um 30 til 40 þúsund. Sem námsmaður sjálf hefði ég ekki efni á slíkri peysu, og byrjaði því að selja skreytingar á gamlar peysur.“ 20 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.