Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.06.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 11.06.2016, Blaðsíða 28
…viðtal 4 | amk… laugardagur 11. júní 2016 Þegar nær dregur svona lokakeppni þá hugsa ég alveg að það væri geggjað að geta sinnt fótboltanum 100 prósent. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is „Þetta var eiginlega of auðvelt fyrir okkur,“ segir Hallbera Guð- ný Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, þegar blaðamaður hitti hana daginn eftir 8-0 sigur- inn á Makedóníu á Laugardals- velli. Með sigrinum er liðið komið með annan fótinn á EM á næsta ári – þriðja skiptið í röð, en Hallbera talar eins og það sé í höfn, alveg án þess að hika. „Við erum nokkrum prósentum frá því og ég efast ekki um að við munum klára þetta. Ég lít á það þannig að við séum komn- ar á EM,“ segir hún afar sannfær- andi, en stelpurnar eiga eftir tvo heimaleiki í haust. Í fullri vinnu og námi Hallbera spilar með Breiðabliki og er búin að vera í landsliðinu síðan 2008. Síðustu tvö árin hefur hún verið í fullri vinnu og fjarnámi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri með fótboltanum og viðurkennir að það geti verið ansi strembið á köflum. „Það er reyndar mjög þægilegt með fjarnámið að ég get lært þegar ég vil, en það hafa komið álagspunktar þar sem ég hef lent á vegg. Ég reyni samt að púsla þessu saman og ætla að reyna að þrauka, það er bara ár eftir af nám- inu,“ segir hún og brosir. Skrýtið að fá mikla athygli Þetta er svolítið öðruvísi í spila- mennskunni hér heima heldur en úti í atvinnumennsku, þar sem leikmenn geta einbeitt sér alveg að fótboltanum. Hallbera hefur sam- anburðinn, en hún spilaði bæði í Svíþjóð og á Ítalíu um tveggja og hálfs árs skeið. „Ég kom heim því ég var komin með smá heimþrá og langaði að fara í nám. En núna þegar nær dregur svona lokakeppni þá hugsa ég alveg að það væri geggjað að geta sinnt fótboltanum 100 pró- sent,“ segir Hallbera sem útilokar ekki að fara aftur út, þó hún sé mjög sátt í Breiðabliki. Hún var fyrst í tvö ár hjá sænska liðinu Pitea í Norður-Svíþjóð og segir það hafa verið mikil viðbrigði að koma út því athyglin á kvenna- liðinu var svo mikil, þrátt fyrir að karlalið væri líka í bænum. „Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið fyrst. Það voru jafnvel fleiri að mæta á leiki hjá kvennaliðinu, en svo fór ég að hugsa af hverju ekki?“ Sprautuð í rassinn Svo var Hallbera í hálft ár hjá liðinu Torres á Sardiníu á Ítal- íu. Upplifun hennar af atvinnu- mennskunni þar var aðeins öðruvísi en í Svíþjóð og hún leit aðallega á dvölina á Sardiníu sem ævintýri frekar en annað. „Ég var komin með hugann heim en langaði að prófa eitthvað aðeins meira og bauðst að fara þangað. Það var ótrúlega gam- an að prófa þó þetta hafi verið minni fótboltaleg gæði, og ég lenti í ýmsu. Ég var til dæmis sprautuð með verkjalyfjum í rassinn fyrir hvern leik því ég var meidd. Ég átti auðvitað ekkert að vera að spila en það skipti engu máli. Ég var bara sprautuð og mér sagt að spila. Svo fór liðið í verkfall og ég elti bara,“ segir Hallbera og hlær. „Þetta var mjög gott lið en það var í fjárhagsörðugleikum. Svo fór það á hausinn árið eftir að ég var þar. Ég fékk sem betur fer greitt en það voru margar stelpur sem höfðu ekki fengið greitt í marga mánuði. Þær fóru því í verkfall og ég nýtti bara tímann í ferðast, „Ég er í stöðu til að geta breytt einhverju“ Hallbera Guðný, landsliðskona í knattspyrnu, hefur látið í sér heyra varðandi muninn á kvenna- og karlaboltanum. Hún upplifði mikið ævintýri í atvinnumennsku á Sardiníu þar sem hún var sprautuð í rassinn með verkjalyfjum fyrir leiki og svo fór liðið í verkfall fór til Pompei og Rómar og naut lífsins.“ Enginn talaði ensku Hallbera segist vel hafa tekið eftir því að starfsemin í kring- um liðið hafi verið ansi vafasöm, en hún bjóst ekki við öðru og lét það ekki á sig fá. „Svo var mjög sérstakt að fara til lands þar sem enginn talar ensku. Ég talaði auðvitað enga ítölsku og liðs- félagarnir og þjálfarinn töluðu bara ítölsku. Það var reyndar ein bandarísk með mér í liðinu sem kunni smá í ítölsku og þýddi aðeins fyrir mig. Þjálfarinn var reyndar svo orðljótur að hún sleppti því að þýða mikið af því sem sagt var. Ég sé samt alls ekki eftir að hafa farið út.“ Strákarnir fyrr á grasið Hallbera er fædd og uppalin á Skaganum og byrjaði að sparka í bolta með ÍA þegar hún var sex ára. En þrátt fyrir að Akra- neskaupstaður sé mikill fótbolta- bær þá hefur kvennaboltinn aldrei verið sterkur. Kvennaliðið var lagt niður árið 2005, meðal annars vegna skorts á leikmönnum, og Hallbera fór yfir í Val. Kvennaboltinn hefur í gegnum tíðina alltaf fengið minni athygli en karlaboltinn og stundum er látið eins og strákarnir í fótboltanum skipti meira máli en stelpurnar. Jafnvel strax hjá yngstu flokkunum. „Ég er alin upp við það að þetta sé bara svona, sem er ótrúlega leiðinlegt. Mér fannst til dæmis eðlilegt að strákarnir fengju að fara fyrr út á gras að æfa. En eftir því sem árin hafa liðið þá hef ég fattað hvað þetta er gjörsamlega fáránlegt. Sérstaklega eftir að ég fór út að spila.“ Varð að segja eitthvað Það kom að því að Hallbera gat ekki lengur setið á sér og fannst hún verða að segja eitthvað. Hún hefur til að mynda skrifað pistla á facebook sem hafa vakið mikla athygli, þar sem hún ber saman kvenna- og karlaboltann. „Ég er í stöðu til að geta breytt einhverju. Það er betra að svona gagnrýni komi frá einhverjum sem þekkir til. Þetta er sem betur fer alltaf að batna. Kvennaboltinn er vissulega yngri en karlaboltinn en hann er á þvílíkri uppleið. Það er synd að allir séu ekki að sinna þessu jafn vel og ætti að gera.“ Hallbera segir áhugann alltaf að aukast á kvennaboltanum hér á landi og því komist fjölmiðlar síður upp með að sinna konunum verr en körlunum, enda virðist samfélagið ekki sætta sig við það lengur. Margir láti í sér heyra finnist þeim jafnræðis ekki gætt. Verða að mennta sig líka Aðspurð hvort það sé algengara að stelpurnar í kvennaboltanum séu að mennta sig meðfram því að spila, heldur en strákarnir, segir Hallbera svo vera. „Það er miklu meira hark í kvenna- boltanum, sem er kannski alveg eðlilegt því þetta er miklu yngri íþrótt,“ útskýrir hún. „Við þurfum að hugsa út í að ef við ætlum að vera í atvinnu- mennsku í fótbolta, þá erum við ekki að koma heim með vasana fulla af peningum. Maður hef- ur auðvitað afnot af íbúð og bíl og fær einhver laun, en fæstar ná að leggja eitthvað fyrir af ráði. Ef það væri meiri pen- ingur í fótboltanum þá hefði ég klárlega verið lengur úti og kannski reynt að sinna einhverju námi meðfram. Ég var orðin 28 ára göm- ul og ekki búin að klára háskóla, sem var eitthvað sem mig langaði að gera. Ef ég hefði verið að koma heim 31 árs þá hefði verið erfiðara að byrja í námi. Ég var á þannig stað að ég gat ekki verið í staðar- námi úti, en það hefði auðvitað verið frábært. Ég held að flestar stelpurnar séu í einhverju námi með boltanum,“ segir Hallbera. Ekkert á leiðinni að hætta Hún verður þrítug á þessu ári, og er ekkert á leiðinni að hætta í boltanum. „Hérna áður fyrr voru flestar stelpur að hætta að spila 27, 28 ára, sem er fáránlegt. Líkam- inn minn er í góðu standi og ég get alveg haldið áfram nokkur ár í viðbót. Á meðan mér finnst þetta gaman og það gengur vel þá mun ég halda áfram. Ein vinkona mín og liðsfélagi er orðin þriggja barna móðir og spilaði landsleik í vik- unni. Þetta hefur breyst svo mikið. Mér finnst allavega engin ástæða til að slaka á meðan þetta er svona gaman.“

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.