Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.06.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 11.06.2016, Blaðsíða 36
Unnið í samstarfi við Heiðarbæ Heiðarbær hefur allt til að bera sem einkennir frið-sælt og fallegt, íslenskt tjaldstæði. Kyrrðin og náttúran eru alltumlykandi og skammt undan er hægt að verða sér úti um brakandi ferskt græn- meti á Hveravöllum, kíkja á Ysta- hver, sem er stærsti hver Norður- lands, og fara á hestbak í Saltvík. Heiðarbær er rekinn af hjónunum Þorgrími J. Sigurðssyni og Sigríði Hjálmarsdóttur frá Skógum 2 í Reykjahverfi. Heimabakaðar vöfflur í boði Hvað er það sem fólk sækist helst eftir þegar það kemur til ykkar? „Heiðarbær hefur upp á heilmargt að bjóða fyrir ferða- langa, hvort sem þeir leita að einstakri sveitarkyrrð, eða líflegri dægradvöl. Veitingasalan er vin- sæl hjá þeim sem eiga leið um og á matseðlinum er að finna ljúf- fenga rétti eins og lambafile og lambakótilettur en líka svokallaða Hverabáta sem bera nöfn eins og Lambabátur og Hreindýrabátur.“ Hvað er vinsælast á matseðl- inum? „Beikonbáturinn er vinsælastur af hverabátunum, en margir telja að hamborgarinn í Heiðarbæ sé sá besti sem þeir fá. Hverabátarn- ir eru allir með sama grunninn, þ.e. brauð, ost, sósu og kál en eru síðan með þeirri kjöttegund sem óskað er eftir. Fátt jafnast á við heimabakaðar vöfflur með rjóma og sultu eða rúgbrauð með hangikjöti, en hvorutveggja er að sjálfsögðu að finna á matseðli Heiðarbæjar.“ Fullkomin afslöppun og leikur Enginn er svikinn af dvöl í Heiðar- bæ. Tjaldsvæðið, sem er afar skjól- gott, er tvískipt og það er ódýrt að gista þar yfir nótt, hvort heldur í tjaldi eða húsbíl. Aðstaða er afar góð fyrir húsbíla þar sem er að finna raftengla og skólplosun og á svæðinu er uppþvottahús með heitu og köldu vatni. Í Heiðarbæ er jafnframt að finna sparkvöll, minigolf og leiksvæði, sundlaug og heita potta, ásamt veitingasölu og því auðvelt að láta dagana líða í fullkominni afslöppun og leik. Þetta er kjörinn áfangastaður fyrir þá sem eru að ferðast um Norðurland og má finna þekktar náttúruperlur í innan við 100 kíló- metra fjarlægð frá Heiðarbæ. Má til dæmis nefna Mývatn, Detti- foss, Jökulsárgljúfur, og Ásbyrgi. Jafnframt er þetta góður áfanga- staður fyrir fjölskyldufólk, þar sem nóg er við að vera en á sama tíma njóta friðar frá erilsömum hversdagleikanum. Íslensk sveitasæla Heiðarbær er áfangastaður á Norðurlandi sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Þar er hægt að tjalda til nokkra nátta eða koma þar við og gæða sér á hverabáti eða ljúffengum rjómavöfflum Veitingasalan í Heiðarbæ er vinsæl hjá ferðafólki en matseðillinn er fjölbreyttur og maturinn góður. Í Heiðarbæ er skjólgott tjaldstæði sem hentar bæði fyrir þá sem gista í tjaldi eða eru með húsbíl. …ferðir kynningar 12 | amk… laugardagur 11. júní 2016 Unnið í samstarfi við Sögur útgáfu Þetta er algert grund-vallarrit með yfir þúsund göngu- og reiðleiðir. Hún var löngu uppseld en það var alltaf verið að hringja og biðja um að hún yrði prentuð að nýju. Við ákváðum því að gefa hana út í kiljuformi svo fólk geti tekið bók- ina með í bílinn,“ segir Tómas Hermannsson, bóka- útgefandi í Sögum. Á dögunum gáfu Sögur út bókina Þús- und og ein þjóðleið eftir Jónas Kristjáns- son en fimm ár eru liðin síðan bókin kom fyrst út. Nýja útgáf- an er afar handhæg og hentar vel til ferðalaga. Þjóðleið kallast sú leið sem fólk hefur frá fornu fari fylgt milli tveggja staða. Fornar þjóð- leiðir geta verið bæði göngu- og reiðleiðir. Þær eru mótaðar af færð, veðurfari, lands- lagi, þekkingu, út- sjónarsemi, þreki, öryggi, þjóðtrú og ótal fleiri þáttum. Þessi einstaka bók sló rækilega í gegn þegar hún kom fyrst út árið 2011. Hún fékk hvarvetna lof og viðurkenningar, enda er um að ræða sannkallað brautryðjandaverk sem gerir fólki kleift að njóta landsins á auðugri og dýpri máta en áður. Meira en þúsund þjóðleiðum er lýst í máli og myndum og sýndar á kortum. Kortin eru með 20 metra hæðarlínum og endurspegla hið einstæða ís- lenska landslag frábærlega vel. Þegar Þúsund og ein þjóðleið kom út hlaut bókin bókmennta- verðlaun starfsfólks bókaversl- ana, menningarverðlaun DV og fimm stjörnu dóm hjá Páli Baldvini Baldvinssyni hér í Frétta- tímanum. „Jónas hefur með 1001 þjóðleið lagt okkur til merkilegan og mikilvægan veg- vísi sem mun gagn- ast kynslóðum næstu áratuga,“ sagði meðal annars í umfjöllun Páls Baldvins. Sannkallað brautryðjendaverk Þúsund og ein þjóðleið eftir Jónas Kristjánsson endurútgefin í kiljuformi Grundvallarrit Þúsund og ein þjóðleið eftir Jónas Kristjáns- son hefur verið endurútgefin í kiljuformi. Menningarveislan í Svarfaðardal „Ég held að það sé aldrei sungið nema eitthvað frumsamið eftir Svarfdælinga í réttum,“ segir Atli Rúnar Halldórsson blaðamað- ur sem fæddur er og uppalinn á bænum Jarðbrú í Svarfaðardal. Hann flutti að norðan til Reykja- víkur rúmlega tvítugur, eftir stúdentspróf, hóf nám og fór að vinna. „Ég reyni nú að vera fastur gestur í réttum í sveitinni, Fiskideginum á Dalvík og þorrablótinu í Svarfaðardal. Maður reynir líka auðvitað að heilsa upp á frændfólk sitt og vini en ég hef alltaf áhuga á að vita hvernig lífið gengur þarna og vera með á nótunum,“ segir Atli Rúnar. Aðspurður um hvers hann sakni mest í sveitinni segir hann einfaldlega að sér þyki afskap- lega vænt um sína sveit og sitt fólk sem minnki ekki með aldr- inum. „Maður hefur sterkar taugar til Svarfaðardalsins.“ Atli segir margt hægt að gera fyrir aðkomufólk í sveitinni. „Það er óhjákvæmilegt að líta inn í menningar- og kaffihúsið Gísli, Eiríkur og Helgi á Dalvík. Bæði til að skoða listir og fá góð- an mat. Síðan ráðlegg ég mönn- um að fara á Húsabakka þar sem er ferðaþjónusta og hægt að rölta um náttúru, skoða tjörn og fuglalíf. Ekki má gleyma því að á svæðinu eru gönguleiðir fyrir alla: bæði klifrara og fótafúna. Svo myndi ég fara í Tunguréttir í Svarfaðardal en þar er mann- líf sem ekki sést víða og mikið sungið. Ég held að það sé aldrei sungið neitt nema það sem er frumsamið eftir Svarfdælinga. Það er menningarveisla að fara í réttir í Svarfaðardal.“ - bg Svarfaðardalur og nágrenni Menningar- og kaffihúsið Gísli, Eiríkur og Helgi. Húsabakki. Gönguleiðir um Svarfaðardal og nágrenni. Tunguréttir. Menning og hugarfar undir áhrifum frá síldarárunum „Mér finnst einstök siglfirska frásagnarhefðin,“ segir Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglu- stjóri á höfuðborgarsvæðinu, sem er frá Siglufirði og ólst þar upp á sumrin til 12 ára aldurs, hjá ömmu sinni og afa. Jón á hús á Siglufirði, sem áður var í eigu ömmu hans og afa, og er hundrað ára gamalt. „Ég reyni að fara þangað eins oft og ég get að hitta skyldmenni mín en það sem maður sakn- ar mest þaðan eru menning og hugarfar Siglfirðinga sem mér finnst enn undir áhrifum frá lífinu sem þar var á síldarárun- um. Fólkið er opið og gestrisið fyrir þeim sem þangað koma og engin heimótt gagnvart aðkomu- fólki. Síðan eru Siglfirðingar auðvitað svo skemmtilegir og mér finnst einstök siglfirska frá- sagnarhefðin. Menn segja frá þessu fjölbreytta lífi þarna sögur og skemmtisögur sem er ákveðin list sem fólk er alið upp í og er einkennandi.“ Þá segist Jón helst mæla með því að fólk skoði Síldar- minjasafnið á Siglufirði en líka að ganga um bæinn með það í huga að hann er einstaklega vel skipulagður. Miðbærinn sé reit- aður til að mynda stræti með háhýsum sem þar séu. „Ef fólk hefur í huga hvað hefur verið mikil fyrirhyggja í skipulagi og stórhuga hugmyndum um vel skipulagðan bæ þá held ég að það komi því á óvart. Síðan er bryggjulífið þarna mikið en þar voru gömlu síldarplönin sem voru gríðarleg mannvirki. Þó plönin séu horfin þá er mikið líf þarna. Ekki má heldur gleyma einstöku útivistarsvæðinu þar sem til dæmis er hægt að fara á skíði,“ segir Jón. - bg Siglufjörður Síldarminjasafnið. Ganga um vel skipulagðan bæinn. Bryggjulífið. Útivistarsvæði.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.