Fréttatíminn - 11.06.2016, Blaðsíða 48
Miley giftir sig á ströndinni í Ástralíu
Aðdáendur Miley Cyrus glöddust
margir þegar í ljós kom að hún
er tekin saman aftur við Liam
Hemsworth. Þau hafa haldið sig
mikið til hlés eftir að ástarneistinn
kviknaði á ný. Einhver kynni að
giska á að þau væru bara að njóta
lífsins en nú er fullyrt að þau séu á
fullu í brúðkaupsundirbúningi.
„Þau ætla að gifta sig á
ströndinni,“ sagði heimildarmað-
ur bandaríska blaðsins US Weekly
sem staðhæfir að athöfn-
in verði utandyra
á heimaslóðum Liams í Ástralíu.
Sami heimildarmaður segir að
ekki hafi verið ákveðin dagsetn-
ing fyrir brúðkaup en þau horfi til
þess að það verði um sumar. Það
myndi þá þýða næsta vetur fyrir
okkur á norðurhveli jarðar.
Miley og Liam hafa ekki tilkynnt
að þau séu trúlofuð á ný en Miley
hefur gengið með gamla trúlof-
unarhringinn undanfarna mánuði.
12.000
manns munu hlaupa í The Color Run í Reykjavík
í dag, um tvö þúsund fleiri en í fyrra.
alla föstudaga
og laugardaga
Vantar fyrirtækið þitt gæða
prentefni? Við bjóðum fjöl-
breyttar lausnir hvort sem er í
offset eða stafrænt. Komdu við
í kaffisopa og við finnum leið
sem hentar best hverju sinni.
PRENTVERK
Andri til Portúgals
Andri Snær
Magnason lætur
ekki feril sinn sem
rithöfundur sitja á
hakanum þó hann
bjóði sig nú fram til
forseta Íslands. Á
dögunum sam-
þykkti hann tilboð í bók sína,
LoveStar, frá forlagi í Portúgal og
kemur hún út þar í landi á
næstunni. Ekki er langt síðan
LoveStar var seld til Kóreu og
hlaut stór verðlaun í Frakklandi.
Veisla á Nasa í sumar
Við greindum frá því á
þessum stað fyrir nokkrum vikum
að Inga á Nasa væri að undirbúa
tónleikaröð á Nasa í sumar. Þetta
var staðfest með tilkynningu í
gær. Þar kom jafnframt fram að
meðal listamanna sem troða upp á
Nasa í sumar eru Páll Óskar,
Quarashi, Úlfur Úlfur, Emmsjé
Gauti, Agent Fresco og Skálmöld.
FlickMyLife
vaknar á ný
Vefurinn
FlickMyLife hefur
vaknað til lífsins á
ný eftir að hafa legið
í dvala um nokkra hríð. FlickMyLi-
fe fór í loftið árið 2008 og naut
mikilla vinsælda árin á eftir en
eftir að stofnandinn, Óli Tjé, seldi
vefinn fór hratt að halla undan
fæti. Nú hafa þeir sem reka Menn.
is keypt Flickið og það er Jóhann
Kristófer, í 101 Boys, sem fer
mikinn í að dæla þar inn grínefni.
Nýr staður
á Laugavegi
Mikið líf er í
veitingabransanum í
miðborg Reykjavíkur
enda framundan
stærsta ferðamanna-
sumar frá upphafi og
hvergi sér fyrir endann á góðærinu.
Ofarlega á Laugavegi verður á
næstunni opnaður staður sem
kallast Mixed. Sagt er að hann
tilheyri fjölskylduveldi Tómasar
Boonchang sem fyrir rekur NaNa
Thai, Yummi Yummi og Ban Thai
sem hljóta að teljast góð meðmæli.
Miley og Liam Undirbúa brúðkaup í
Ástralíu. Mynd | NordicPhotos/Getty
einnig fáanlegar...
Designer Mints
Nýtt
bragð