Fréttatíminn - 11.06.2016, Blaðsíða 29
Fjölskylduhátíð
Nánari upplýsingar er að finna á heimsíðu okkar www.fjorukrain.is
Víkingahátíð við Fjörukrána
16.- 19. júní 2016
Nú líður að því að 21. hátíðin verði sett og að
vanda verður hún fjölbreytt. Víkingarnir eru
sögumenn, götulistamenn, handverksmenn sem
bæði höggva í steina og tré og berja glóandi járn,
bardagamenn og bogamenn svo eitthvað sé nefnt.
Að vanda verður einnig hinn margrómaði
Víkingamarkaður þar sem má sjá og kaupa ýmsan
varning sem minnir á víkingatímann. Boðið verður
upp á víkingaskóla fyrir börnin, víkingatónlist,
eldsteikt lamb, víkingaveislur, kvöldvaka að hætti
víkinga, dansleikir og margt fleira.
Ekki láta þig vanta
…tíska5 | amk… laugardagur 11. júní 2016
1. Skoðaðu sjálfa/n þig og kann-
aðu hvort einhversstaðar séu sár
á húðinni sem þurfa að gróa eða
aumir blettir sem nauðsynlegt er
að sneiða hjá í vaxmeðferðinni.
2. Hafðu hárið í réttri lengd. Ef
hárið er of stutt er ekkert að grípa
í og ef það er of sítt þá loðið vaxið
verr við það sem gerir meðferðina
sársaukafyllri. Hárið ætti að vera
í kringum hálfan sentimetra að
lengd.
3. Skrúbbaðu húðina 2 til 3 dög-
um áður með mjúkum skrúbb. Ef
húðin hefur verið skrúbbuð grípur
vaxið hárin en ekki húðina.
Berðu vel af rakakremi á húðina
en ekki sama dag og þú mæt-
ir í vax. Það dregur úr sársauka
ef húðin hefur góðan raka og er
mjúk. Til þess að rakakrem þeki
ekki hárin er best að
sleppa því að nota
það sama dag og
farið er í vax.
4. Fyrir
brasilískt
vax eða
bikinívax
er nauðsyn-
legt að
halda húð-
inni hreinni.
Vax gerir húð-
ina viðkvæmari
fyrir sýkingu og
bakteríum líður best
þar sem er heitt og rakt.
5. Farðu í sund áður en þú ferð í
vax. Góð sundferð getur undirbú-
ið húðina vel fyrir vaxið þannig að
betri árangur náist.
Vatnið getur þurrkað upp
fitulag á hárunum og húðflögur
losna þegar húðin eru þurrk-
uð með handklæði sem gefur
vaxinu betra grip og dregur úr
sársauka.
Allt á hreinu fyrir vaxið
Á sumrin drífa margir sig í vax til að skarta hárlausri og mjúkri húð þegar sprangað er um á
stuttbuxum eða sundfötum. Til að ná sem bestum árangri er gott að vinna smá undirbúning
Betra vax Sundferð nokkrum klukkustundum fyrir vaxmeðferð undirbýr húðina vel sem getur gefið betri árangur.
Rakakrem Gott að
er mýkja húðina vel í
nokkra daga með því að
nota rakakrem en sleppa
því sama dag og farið er í vax
svo feitt krem loði ekki við hárin.
Kænskubragð
á ljós augnhár
Maskari kallar fram ljós augnhár
sem eru nánast ósýnileg. Með
því að beita því einfalda bragði
að fylla upp í bilið á milli augn-
háranna við rótina með eyeliner
geturðu búið til fyllingu og gert
augnhárin þykkari.
Gott er að nudda þunn-
um förðunarbursta í dökkan
eyeliner og nota hann til að lita
augnhárin upp við rótina og búa
til skarpa og þykka línu. Eyrnap-
inna má nota til að þurrka burt
allan lit sem situr eftir á húðinni
svo hann sitji bara eftir á augn-
hárunum. Að því loknu er útlit
augnháranna fullkomnað með
því að krulla þau með augnhára-
krullara og setja á þau maskara.
Best er að bera maskarann á
með því að leggja burstann upp
við augnhárarótina og nudda
honum aðeins til hliðanna en
ljúka á því að strjúka honum upp
eftir augnhárunum. Aldrei má
gleyma að fjarlægja maskarann
áður en farið er að sofa til að
viðhalda fallegum augnhárum
og koma í veg fyrir háræðarnar
stíflist eða maskari fari í augun.
Þykkari augnhár Eyeliner er nuddað með
bursta við hárrótina sem gerir augnhárin
þykkari og dekkri.