Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.07.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 01.07.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016 Gi ld ir út 3 . jú ní 2 01 6 www.heimkaup.is | Smáratorgi 3 | 201 Kóp. | S: 550-2700 Allt á suðupunkti! Hovertech battle fx 2.998 kr. 11.990 kr. 75% afsláttur Ótrúlega spennandi Manneskja án hunds 490 kr. 990 kr. 51% afsláttur Í bústaðinn, eða ferðalagið Under Armour M SpeedForm® Apollo Vent hlaupaskór 12.990 kr. 23.990 kr. 46% afsláttur Hleypur hraðar, kanski? Lego Wear Tanisha 207 langermabolur 2.396 kr. 5.990 kr. 60% afsláttur Fyrir litlar pæjur Sony heyrnartól tappar 1.490 kr. 2.990 kr. 50% afsláttur Rétta græjan, hvar sem er Cross W Brass Jakki 6.196 kr. 15.490 k r. 60% afsláttur Geggjaður þessi Biskup Íslands segist vera slegin yfir óvirðingu í garð kirkjunnar og víglubiskup grét yfir aðförunum Kirkjan hlýtur alltaf að taka afstöðu með fólki í neyð „Ég er slegin yfir því hvað kirkjunni var sýnd gríðarleg óvirðing með þessum aðförum,“ segir Agnes M. Sigurðar- dóttir, biskup Íslands, um handtöku tveggja hælisleitenda í Laugarneskirkju aðfaranótt þriðjudags. Hún staðfestir að ákvörðun Kristínar Þórunnar Tómasdóttur, prests í Laugarneskirkju, og Toshiki Toma, prests innflytjenda, um að láta reyna á kirkjugrið í máli tveggja hælisleitenda sem átti að flytja úr landi á þriðjudag, hafi verið tekin í samráði við Biskupsstofu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Mennirnir tveir koma frá Írak en Útlendingastofnun hefur vísað hæl- isumsóknum þeirra frá. Þeir hafa verið sendir til Noregs þar sem þeirra bíður að öllum líkindum að verða fluttir aftur til Suður-Íraks þar sem Noregur hefur tekið þá afstöðu að það sé öruggt land. Sjónarvottar segja að lögreglu- bíll og svartur jeppi hafi komið að kirkjunni rétt fyrir klukkan fimm um nóttina. Mennirnir í bílunum hafi komið inn í kirkjuna og rætt við sóknarprestinn uppi við altar- ið sem hafi reynt að útskýra stöðu mála. Svo hafi flóttamennirnir verið dregnir út. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, segir að það hafi verið henni mikið persónulegt áfall að sjá myndbandið og verða vitni að aðferðum Útlendingastofn- unar og lögreglu um nóttina. „Mér finnst þetta hræðilegt, ég grét þegar ég sá myndbandið af þessum atburði,“ segir Solveig Lára vígslubiskup. „Þetta var svo hrottalegt og ómannúðlegt, að ég get ekki lýst því hvað þetta er mikill hryllingur. Öll þjóðin er að fagna á mánudegi, yfir afrekum Íslands á al- þjóðavettvangi og við erum að rifna úr þjóðarstolti, svo vaknar maður upp á þriðjudegi og skammast sín fyrir að tilheyra þessu samfélagi,“ segir Solveig Lára. Kirkjan er ekki að fara í stríð Agnes M. Sigurðardóttir segir að kirkjan sé ekki að fara í stríð við yf- irvöldin. „Mér finnst þetta óásætt- anlegt. Það er ekki eins og kirkjan sé að halda hlífiskildi yfir glæpa- mönnum eða berjast gegn lögum og reglum í landinu. En ef reglurnar eru ómannúðlegar verður að vekja athygli því og hvetja til meiri mann- úðar.“ Er kirkjan að boða meiri róttækni? „Kirkjan hlýtur alltaf að taka af- stöðu með fólki í neyð. Þannig er kristin trú í verki og sá kærleikur sem Kristur boðar. Kirkjan hagar sér í samræmi við þann kærleiks- boðskap sem hún flytur. Við gerum það ekki einungis með því að stíga í prédikunarstólinn á sunnudög- um, heldur standa vörð um mann- réttindi fólks hvar svo sem það fæð- ist.“ Solveig Lára bendir á að þetta hafi ekki verið einu slæmu frétt- irnar sem bárust af málefnum flóttamanna, því þennan sama dag hafi verið greint frá því að innan- ríkisráðuneytið styddi ákvörðun Útlendingastofnunar um að banna heimsóknir til flóttafólks sem hér dvelur á vegum hennar. „Við höf- um verið að ræða á vettvangi kirkj- unnar hvernig hægt sé að aðstoða hælisleitendur við að rjúfa ein- „Það er ofbeldi að ryðjast inn í kirkju og draga fólk þaðan út. Það er ekki hægt að þegja yfir því,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Agnes M. Sigurðar- dóttir, biskup Ís- lands, segir að kirkj- an sé ekki að fara í stríð við yfirvöldin. En ef reglurnar séu ómannúðlegar verði að hvetja til meiri mannúðar. Solveig Lára Guðmundsdóttir segir aðfarirnar í Laugarneskirkju svo hrottalegar og ómannúðlegar að hún hafi brostið í grát þegar hún sá myndband sem var tekið upp um nóttina. Hælisleitendurnir hafa nú verið sendir til Noregs, þar sem þeim var stungið í fangelsi. Þeir verða að öllum líkindum sendir aftur til suður-Íraks sem norsk stjórnvöld hafa flokkað sem öruggt svæði. Mynd | Benjamin Julian.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.