Fréttatíminn - 01.07.2016, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016
Fyrir fullorðna og börn, 4 ára og eldri.
Fyrirbyggir og
meðhöndlar einkenni
ofnæmisbólgu í nefi:
9 Hnerri
9 Nefrennsli
9 Kláði í nefi
9 Nefstífla
án
lyfseðils
á góðu
verði
Notkunarsvið: Glinor nefúði inniheldur natríumcromoglicat og er ætlaður við ofnæmisbólgu í nefi. Frábendingar: Ofnæmi
fyrir natríumcromoglicati, benzalkonklóríði eða einhverju hjálparefnanna. Varúð: Innihaldsefnið benzalkonklóríð getur valdið
ertingu í húð. Meðganga og brjóstagjöf: Engin skaðleg áhrif á fóstur hafa komið fram við notkun natríumcromoglicats.
Engu að síður skal forðast notkun á fyrsta þriðjungi meðgöngu og einungis skal nota lyfið á seinni stigum meðgöngu ef þörf
er á. Natríumcromoglicat skilst í litlu magni út í brjóstamjólk. Þessi útskilnaður er sennilega skaðlaus en einungis skal nota
lyfið hjá mæðrum með barn á brjósti ef þörf er á. Skömmtun: Fullorðnir og börn, 4 ára og eldri: Einn úðaskammtur í hvora
nös tvisvar til fjórum sinnum á dag. Algengustu aukaverkanir: Erting í nefslímhúð getur komið fram i upphafi meðferðar
en þessi áhrif eru skaðlaus og tímabundin. Lesið vandlega fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. SmPC: Desember 2015.
Nefúði við ofnæmi
Stjórnmál Öryrkinn Hans
Jónsson gæti orðið fyrsti
transmaðurinn til þess að ná
kjöri á Íslandi
Hans Jónsson lenti í þriðja sæti
í prófkjöri Pírata í Norðaustur-
kjördæmi. Miðað við spár þá nær
hann kjöri inn á Alþingi næsta
haust. Hann yrði þá fyrsta trans-
manneskjan á Íslandi til þess að ná
kjöri, og önnur transmanneskjan í
Evrópu til þess að komast á þing.
„Ég er pínulítið búinn að gantast
með það að ég yrði önnur trans-
manneskjan í gjörvallri Evrópu til
þess að komast inn á þing, nái ég
kjöri,“ segir Hans Jónsson sem lenti
í þriðja sæti í prófkjöri Pírata í Norð-
austurkjördæmi sem fram fór í vik-
unni. Alls voru 14 í framboði og 78
greiddu atkvæði í prófkjörinu sem
var lokað. Samkvæmt því fylgi sem
Píratar hafa núna nær Hans kjöri
í næstu þingkosningum sem fram
fara í haust. Það er þó ekkert öruggt
í stjórnmálum, frekar en öðru.
Hans titlar sig sem öryrkja og
segir að sá veruleiki, að hafa lítið
á milli handanna, hafi í raun vegið
þyngra þegar kom að því að kjósa í
prófkjörinu.
„Mín upplifun af prófkjörinu er
sú að það hafi ekki skipt máli að ég
væri transmanneskja. Frekar að ég
væri öryrki,“ útskýrir Hans.
Hann yrði þá önnur transmann-
eskjan til þess að vera kjörin á al-
þingi í Evrópu, nái Píratar þeim ár-
angri sem þeim er spáð, en á undan
honum var Anna Grodzka kjörin í
neðri deild pólska þingsins árið
2011.
„Líklega eru þetta ekki nema um
tíu manneskjur allt í allt sem sitja á
þingum út um allan heim,“ útskýr-
ir Hans, enda óhætt að fullyrða
að transfólk hafi mætt töluverðu
skilningsleysi af hálfu samfélagsins
í gegnum áratugina.
Spurður út í þá gagnrýni sem
hefur heyrst um prófkjör Pírata,
segir Hans að hann sé algjörlega
ósammála þeirri gagnrýni sem hef-
ur birst. „Þetta fyrirkomulag hef-
ur legið lengi fyrir, og það eru fáar
manneskjur í flokknum þrátt fyrir
að Píratar njóti mikils fylgis þessa
dagana.“ | vg
„Mín upplifun af próf-
kjörinu er sú að það hafi
ekki skipt máli að ég væri
transmanneskja. Frekar
að ég væri öryrki.“
Hans Jónsson er transmaður og öryrki.
Hann gæti orðið annar transmaðurinn
í Evrópu til þess að komast inn á þing.
Gæti orðið fyrsta transmanneskjan á Alþingi
Ferðaskrifstofan Olivia hefur verið að í 26 ár og ferðast með yfir 200 þúsund
konur út um allan heim.
Olivia Newton John með í för
200 lesbíur sigla
í kringum Ísland
Ferðalög Fjölmenn
skemmtisigling um Ísland
verður einn fjölmennasti
viðburður hinsegin fólks í
sumar.
Rúmlega tvö hundruð lesbí-
ur munu sigla í kringum Ísland í
lok júlí með skemmtiferðaskipinu
Ms. Star Legend, samkvæmt frétt
GayIceland.is. Þar er rætt við Judy
Dlugacz, stofnanda ferðaskrifstof-
unnar Oliviu, sem sérhæfir sig í
skemmtisiglingum fyrir lesbíur.
Uppselt er í skemmtisiglinguna.
Fyrirtækið hefur skipulagt
skemmtisiglingar fyrir konur frá ár-
inu 1990 og siglt með yfir tvö hund-
ruð þúsund konur út um allan heim
– og nú er komið að Íslandi.
Með í för verður Grease-stjarn-
an Olivia Newton-John sem mun
skemmta um borð ásamt kanadísku
söngstjörnunni Sarah McLachlan.
Judy segir í viðtali við Gay-
iceland.is að enn sé verið að leita
að skemmtikröftum, og þá er helst
litið til þeirra íslensku.
Karlmönnum er ekki bannað að
koma með í siglingar á vegum ferða-
skrifstofunnar, en Judy segir að dag-
skráin sé svo kvenlæg að hún efist
um að karlar hafi sérstaka ánægju
af slíku ferðalagi. Þá er gagnkyn-
hneigðum konum velkomið að
koma með, að sögn Judy.
„Það eru ekki margar ferðaskrif-
stofur sem bjóða upp á samskonar
þjónustu þar sem konur geta verið
frjálsar í sínu,“ útskýrir Judy í við-
tali við Gayiceland, en þess vegna
leggja þær heilt skip undir sig til
þess að skapa öruggt umhverfi, eins
og Judy orðar það.
Ferðalagið mun taka átta daga og
verður lagt af stað hringinn í kring-
um landið 28. júlí næstkomandi.
Skipið mun stoppa í allnokkrum
höfnum hér á landi, meðal annars í
Vestmannaeyjum, á Seyðisfirði, Ak-
ureyri, Ísafirði og Grundarfirði.
Skipið, Ms. Star Legend, rúmar
212 farþega. Þá eru ótaldir starfs-
menn og áhöfn og því ætti heildar-
fjöldinn að vera nær þrjú hundruð
manns. Þetta er því líklega einn fjöl-
mennasti viðburður hinsegin fólks
hér á landi í sumar, sé Gleðigangan
undanskilin. | vg
Samanlagðar vaxta- og barnabætur hafa farið minnkandi í tíð núverandi
ríkisstjórnar. Þær eru nú að upphæð aðeins helmingur af því sem þær voru
2011 og rúmur þriðjungur sem hlutfall af skattgreiðslum einstaklinga.
30
25
20
15
10
5
0
12%
11%
10%
9%
8%
7%
6%
5%
4%
3%
2%
1%
0%
20162008
Skattamál Frá árinu 2011
nemur lækkun barna- og
vaxtabóta rúmum 57 millj-
örðum króna samanlagt.
Gunnar Smári Egilsson
gse@frettatiminn.is
Samanlagðar barna- og vaxtabætur
vegna tekna síðasta árs, sem koma
til útborgunar núna, eru 14,5 millj-
arðar króna. Það er um 2,8 milljörð-
um króna lægri upphæð en í fyrra
á verðlagi dagsins í dag og 3,6 millj-
örðum króna lægri upphæð en fyrir
tveimur árum.
Barna- og vaxtabætur hafa stór-
lækkað í tíð þessarar ríkisstjórnar.
Árið áður en hún tók við völdum
voru vaxta- og barnabætur um 24,2
milljarðar króna að núvirði. Það er
um 9,7 milljörðum hærri fjárhæð
á núvirði en greidd verður út í ár.
Miðað við að um 50 þúsund fjöl-
skyldur fái annað hvort barna- eða
vaxtabætur eða hvorar tveggja,
gerir það rétt tæplega 200 þúsund
krónur á hverja fjölskyldu.
Ef hins vegar er miðað við hlut-
fall bótanna af skatttekjum þá var
hlutfallið 9,1 prósent 2012 en er
nú aðeins 4,7 prósent. Ef bæturn-
ar næmu sama hlutfalli í ár og 2012
hefði endurgreiðslan numið um 28
milljörðum króna eða næstum tvö-
faldri þeirri upphæð sem greidd
verður í barna- og vaxtabætur í ár.
Lægri vaxta- og barnabætur
hækkar skatta á almenning. Sé
miðað við álagningu 2008 vegna
tekna ársins 2007 þá lækkuðu skatt-
tekjur ríkisins vegna tekjuskatts
einstaklinga að frádregnum barna-
og vaxtabótum eftir Hrun og fóru
lægst niður árið 2011, voru þá um
17,6 prósent lægri en 2008.
Eftir það hækkaði tekjustofninn
og þegar ríkisstjórnin snarlækk-
aði bæturnar jukust skatttekjurnar
mikið. Í fyrra voru skatttekjurnar
orðnar 6,5 prósent hærri en 2008
og í ár verða þær 11,9 prósent hærri.
Ríkið tekur því meira til sín en deil-
ir út minna til barna og þeirra sem
eru að kaupa sér húsnæði.
Samanlögð skerðing barna- og
vaxtabóta frá 2011 nemur nú um
57,7 milljörðum króna á núvirði.
Með áframhaldandi skerðingu má
reikna með að almenningur hafi
sjálfur fjármagnað að fullu niður-
greiðslu húsnæðislána, kosninga-
loforð Framsóknarflokksins, með
skertum vaxta- og barnabótum á
þar næsta ári.
Vaxtabætur hafa stórlækkað
Kosningaloforðin
fjármögnuð með
skertum bótum
Vaxta- og barnabætur í milljörðum króna á verðlagi dagsins í dag
(súlur) og sem hlutfall af skattgreiðslum einstaklinga (lína, hægri ás)
Samgöngur Búið er að stofna
formlega eignarhaldsfélag í
kringum fyrirhugaðar lest-
arsamgöngur frá Keflavíkur-
flugvelli
Ljóst er að það þarf að skerpa á laga-
legum ramma í kringum fyrirhug-
aða fluglest sem áætlað er að þjóni
samgöngum á milli Keflavíkurflug-
vallar og Reykjavíkur ef áætlanir
ganga eftir.
„Við erum að hefja viðræður við
ráðuneytin þar sem orðið lest er ekki
til í íslenskum lögum,“ útskýrir Run-
ólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri
verkefnisins, en eignarhaldsfélagið
Fluglestin – þróunarfélag var form-
lega stofnað í byrjun júní.
Áætlað er að kostnaðurinn muni
verða rúmlega 100 milljarðar króna
þegar upp verður staðið, en nú
þegar hefur verið fjárfest fyrir 200
milljónir í verkefninu. Markmiðið
er að lestin verði orðin að veruleika
innan átta ára.
Stærsti hluthafi félagsins er
danska verkfræðifyrirtækið Per
Aarsleff sem er skráð fyrir 23 pró-
sent af hlutafénu. Kadeco, þróunar-
félag Keflavíkurflugvallar, á næst
mest í félaginu, eða um 20 prósent
hlut. Þá á Reykjavíkurborg 2,7 pró-
sent hlut í félaginu. Eins á Samband
sveitarfélaga á Suðurnesjum 1,5%
hlut.
Aðspurður út í gífurlegan vöxt
ferðamanna og hvort það séu ekki
kjörforsendur nú fyrir lestarsam-
göngum á milli Reykjaness og flug-
vallarins, svarar Runólfur því til að
þeir nálgist allar spár um aukinn
ferðamannastraum með varúð.
„Þessi árlega fjölgun upp á tugi
prósenta fær varla staðist til lengd-
ar. Við teljum að það muni draga úr
henni og þá mun það gerast hratt,“
segir Runólfur. | vg
Gangi áætlanir eftir munu ferðamenn
geta valið á milli lestar og rútu til að
komast í bæinn.
„Þessi árlega fjölgun upp
á tugi prósenta fær varla
staðist til lengdar.“
Vantar orðið lest í íslensk lög