Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 01.07.2016, Síða 30

Fréttatíminn - 01.07.2016, Síða 30
„Það var massa góð lykt þarna inni, rosa „frútí“ og góð. Veit ekki hvort að það sé staðnum að þakka eða einhverri stelpu sem notaði salernið á und- an mér sem lyktaði svona vel.“ „Ég held að í 90% tilfella hafi ég labbað þaðan út með kló- settpappír fastan á öðrum hvor- um hælnum á skónum mínum. Ég skil ekki af hverju það gerist alltaf bara á Tívolí þegar ég fer út að skemmta mér.“ Klósettpappír Hreinlæti Biðtími Tívolí 30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016 Álitsgjafar Fréttatímans Þórdís Nadía Semichat Sara Valgeirsdóttir Johnny Blaze Snorri Björnsson Ólafur Ásgeirs Olgalilja Bjarnadóttir Tumi Björnsson Prikið „Ég myndi ekki segja að ég sé almennt spennt fyrir því að notast við þvaglegg, en þegar ég lendi í langri klósettröð á Prikinu er ekkert sem ég þrái heitar. Eitt skiptið þegar ég fór á klósettið, ásamt vinkonu minni, tróð ókunn- ug kona sér með inn og pissaði í tómt bjórglas á meðan hún beið eftir að við kláruðum, svo mikil var neyðin (og ölvunin).“ „Einu skiptin sem ég hef sest á hlandblauta setu var á Prikinu.“ „Þeir fá ekki prik fyrir kló- settin. Karlaklósettið er stífl- að niðurfall fyrir menn undir 175 cm og það væri hægt að fletja út pítsudeig miðað við magn hveit- is sem liggur á vaskborðinu. Ef ég væri stelpa myndi ég kjósa kamrana á Hróarskeldu fremur en Prikið.“ „Elska Prikið, ekki fyrir feimn- ar blöðrur samt.“ „Ég óska ekki skæðasta óvini mínum að vera kona í spreng á Prikinu.“ Klósettpappír Hreinlæti Biðtími Hvar á djamminu er best að pissa? Þegar farið er út að skemmta sér í Reykjavík kemur óhjákvæmilega að því að gestir skemmtistaðanna þurfa að létta af sér. Þá er ekki sama hvar gestir eru staddir enda salerni skemmtistaða Reykjavíkur misgeðsleg. Fréttatíminn fékk nokkra reynda djammara til að dæma klósettin og voru speglar, hveiti á vaskinum og piss í bjórglösum allt þættir í mati þeirra. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is „Risastór spegill einkenn- ir svæðið og er klósettið er mjög rúmgott. Ég á eina eftir- minnilega sögu af klósettinu. Klukkan er rétt upp úr miðnætti þegar ég fer þangað að laga varalitinn. Ég var búin að vera fyrir framan spegilinn í hálfa mínútu þegar dama á klósettinu frussugubbar yfir allt gólfið. Í geðshræringu minni stökk ég í burtu en rétti henni samtímis pappír til að þurrka sér. Konan, sem var nýbúin að þekja gólfið í vessa, smellir ælublautum kossi á kinnina á mér í þakkarskyni. Ég hef sjaldan verið jafn skelfd.“ „Hef ekki mikla reynslu af kampavínsklúbbum en kló- settið á Austur er eins og ég ímynda mér klósett á kampavíns- klúbbi. Ekki langar raðir, aðal bið- tími við að komast út af kló- settinu. Margar stelpur sem hafa áhuga á að „fix your makeup“ sem þarf alls ekki að vera slæmt.“ Klósettpappír Hreinlæti Biðtími Austur „Húrra er einn af fáum stöð- um í Reykjavík með jafn mörg ef ekki fleiri klósett fyrir kon- ur en karla. Ég man bara eft- ir einu skipti þar sem ég beið í röð og þá var einhver stelpa að segja mér hvað ég væri leiðinleg á Snapchat. Röðin færðist hratt þannig ég komst mjög fljótlega undan mjög niðrandi samræðum. Það mætti alveg fara að laga kló- settdyrnar á salerninu niðri svo maður þurfi ekki að pissa með aðra löppina á hurðinni í einhverri fáránlegri ninja-stellingu.“ „Samstaða kvenna einkenn- ir þetta baðherbergi, en ég hef þónokkuð oft þurft að kalla á kynsystur mínar á næstu bás- um hvort þær séu með klósett- pappír ef hann vantar á mínum bás. Í flestum tilfellum birtist hjálparhönd undir veggnum milli básanna, full af pappír.“ Klósettpappír Hreinlæti Biðtími Húrra „Hvernig væri að búa til sér klósettbás fyrir karlmenn sem nota kókaín svo það þurfi ekki að bitna á kvenkynsgest- um staðarins? Óþolandi hvað maður þarf alltaf að bíða lengi eftir klósettinu svo kemur heil hjörð af víruðum karlmönnum út af kvennaklósettinu, eins og tíu trúðar út úr Volkswagen bíl.“ Klósettpappír Hreinlæti Biðtími Kaffibarinn „Klósettið á Paloma er við- bjóður eins og staðurinn sjálfur.“ „Ég mæli ekki með því að fara niður á Paloma, lyktin er spes og það tekur langan tíma.“ „Klósettið á Paloma er í rauninni bara brandari. Ef maður nauðsynlega þarf að fara þangað inn er mjög mikilvægt að snerta ekkert og fara varlega í vaskana, þú veist nefnilega aldrei hvort það renni kalt vatn í gegn um kranann, eða hvort þú brennir þig alvarlega. Ef það er til klósettpappír þá eru frekar miklar líkur á því að það vanti klósettsetuna.“ „Grútskítugt og hlandblautt gólf, það hleypur einhver púki í mann þegar maður kemur þarna inn. Þarna hittir maður fólk með sprautunál í brjóstinu og það er bremsufar á klóst’inu. Klósettið á Paloma er eins og Ísland í ESB… NEI TAKK.“ Klósettpappír Hreinlæti Biðtími Paloma „Tvær pissuskálar, yfirleitt þokkalega langur biðtími við þær báðar. Kynntist Ívari Guð- munds í röðinni. Kvarta ekki. Vaskarnir eru „royal“ og eflaust dýrir. Yfirleitt búið að æla ofan í þá eða stífla þá af baggi. Ef vaskurinn er í lagi þá er yfirleitt mjög greið leið að því að þvo sér um hendurnar, sápa yfirleitt til staðar og fínasta handþurrku- tæki við útganginn. Umhverfis- vænt.“ „Hreinlætið ekkert til að hrópa húrra fyrir. Oftast virkilega löng röð sem er alls ekki slæmt ef þú ert í ástarsorg og þarft á því að halda að ókunn- ugar stelpur segi við þig „ég skil – þú átt betra skilið.“ Þá er biðtím- inn í klósettröðinni meira virði en sálfræðitími.“ Klósettpappír Hreinlæti Biðtími B5 Klósettbursti Biðtími Klósettpappír 1 = Aldrei sést rúlla á klósettinu 5 = Nóg af pappír 1 = Pissaðu frekar í bjórglas 5 = Engin röð 1=Hlandblettir og viðbjóður 5=Óaðfinnanlegt

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.