Fréttatíminn - 01.07.2016, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016
Íþróttir Ein af stærstu
spurningunum sem brenna
á knattspyrnuáhugamönn-
um í Evrópu þessa stundina
er spurningin, hvernig getur
verið að svo fámenn þjóð
sé komin í átta liða úrslit í
Evrópumeistarakeppninni.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
Sendiherra Íslands í Frakklandi,
Berglind Ásgeirsdóttir, sagði meðal
annars í viðtali við fréttavefinn Vísi
í fyrradag að hún svaraði þessari
spurningu ávallt á sömu leið; hér
á landi væri hreint loft og vatn, Ís-
lendingar borði lambakjöt og fisk
og að harðbýlt landið herði fótbolta-
mennina. Sannleikurinn er þó víðs-
fjarri þegar rætt er við þá sem til
þekkja, menn eins og Daða Rafnsson,
yfirþjálfara yngri flokka Breiðabliks,
sem meðal annars þjálfaði landsliðs-
manninn Alfreð Finnbogason á yngri
árum.
Fréttatíminn bar greiningu sendi-
herrans undir Daða sem hló á móti
og sagði: „Mikið ofboðslega væri Nýja
Sjáland gott í fótbolta ef lambakjötið
væri það sem til þyrfti.“
Ástæðan fyrir frábæru gengi ís-
lenska landsliðsins er náttúrulega
mun flóknari. Þannig ákvað Daði
fyrir nokkrum árum að hætta til að
mynda að veita verðlaun fyrir bestu
og efnilegustu leikmennina. Þess í
stað útskrifa þeir alla upp um flokk í
staðinn. Því heimspekin er einföld að
sögn Daða: „Fótbolti er hópíþrótt. Og
það á að styrkja hópinn, ekki sundra.“
Hann segir fáa, ef nokkra, sakna
þeirra daga þegar örfáir voru dregnir
út úr hópunum og verðlaunaðir fyr-
ir afrek sín. Fleiri íþróttafélög höfðu
riðið á vaðið og í dag er varla nokkurt
félag sem gerir slíkt.
Í grein sem Daði skrifaði árið 2013,
og fjallaði meðal annars um Alfreð
Finnbogason, landsliðsmann í fót-
bolta, útskýrði hann að Alfreð komst
ekki alltaf í liðið þegar hann var
yngri. Hann var aldrei valinn í yngri
landslið Íslands. Alfreð var lítill og
seinþroska og átti erfitt með að kom-
ast framhjá mönnum sem voru orðnir
líkamlega sterkari.
Hann segir að Alfreð hafi þó aldrei
gefist upp, aldrei hætt, og það skipti
máli að hlúa að þeim sem í stað þess
að draga úr þeim.
Í dag eru fá ef nokkur lið sem verð-
launa með sama hætti og var gert
á árum áður, meðal annars vegna
þess að þjálfarar yngri flokkanna eru
menntaðri, klárari og reyndari.
Þegar Daði er spurður hversvegna
við séum með svona gott lið, fyrst það
er ekki hreinu vatni og lambakjöti að
þakka, svarar hann: „Mín kenning
er sú að hvergi í heiminum fá börn
að þjálfa jafn lengi, við jafn góðar að-
stæður og fyrir jafn litla peninga. Þá
eru þjálfarar orðnir mjög menntaðir
í þessum fræðum og virkilega góðir.“
Daði segir að erlendis sé umhverfið
annað og miskunnarlausara. Þannig
séu þeir allra hæfileikaríkustu tekn-
ir strax inn í mjög metnaðarfull-
ar íþróttaakademíur, og upphefst
íþróttauppeldi sem fáir en útvaldir
eiga kost á.
„Þeir sem komast ekki inn, fá bara
ekki séns,“ segir Daði. Hann segir að
það sé einnig leyndur eiginleiki ís-
lenska samfélagsins; að á meðan fáir
fá tækifæri hjá stórum þjóðum, fái all-
ir tækifæri til þess að blómstra hér. Út
komi menn eins og Alfreð Finnboga-
son og fleiri, drengir sem blómstra
síðar. Þeir fá að blómstra á sínum
forsendum og þannig verða þeir ekki
aðeins betri fótboltamenn, heldur
einnig einstaklingar.
www.husgagnahollin.is
558 1100
Þú finnur útsölubæklinginn
á www.husgagnahollin.is Reykjavík, Akureyri og Ísafirði www.husgagnahollin.is
ÚTSALA
Sumar
afsláttur
60%Allt að
CLEVELAND
Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Ljós- og dökkgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 231 × 140 × 81 cm 89.990 kr. 119.990 kr.
AFSLÁTTUR
25%
AFSLÁTTUR
30%
ÖLL SMÁVARA
FRÁ IVV
SALLY
Hægindastóll PU-leður
Litir: Brandy, brúnn
og svartur.
29.990 kr. 39.980 kr.
AFSLÁTTUR
25%
KIRUNA
U-sófi. Hægri eða vinstri tunga. Dökkgrátt
slitsterkt áklæði. Stærð: 301 × 200 × 78 cm
179.990 kr. 239.990 kr.
AFSLÁTTUR
25%
NEPTUN
Borðstofustóll.
Eik og krómlappir.
10.990 kr. 14.990 kr.
AFSLÁTTUR
26%
ÚTSALA
Sumar
Leyndarmálið á bak við velgengni íslenska landsliðsins
Ekki bara lambakjöt,
fiskur og hreint vatn
Daði Rafnsson segir hreint loft, vatn og lambakjöt ekki endilega leyndarmálið á
bak við íslenska landsliðið. Mynd | Rut
Mikið ofboðslega væri
Nýja Sjáland gott í
fótbolta ef lambakjötið
væri það sem til þyrfti.
Daði Rafnsson
yfirþjálfari yngra flokka Breiðabliks
Talsmaður Flokks fólksins segist vanur að sitja hjá
Fyrsta blinda konan sem útskrifast úr laganámi
Stjórnmál „Ég er vön því að
vera undir fátæktarmörk-
um á lúsarkjörum,“ segir
Inga Sæland, fyrsti lögblindi
einstaklingurinn sem út-
skrifast úr lagadeild Háskóla
Íslands. „Ég er því vön að sitja
hjá með hinum sem er haldið
niðri í samfélaginu,“ segir
hún en þessa dagana er hún
að kynna nýjan stjórnmála-
flokk til sögunnar.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
„Ég er 56 ára, fjögurra barna móð-
ir og byrjaði fyrir löngu síðan í
náminu, eða 2004, en þurfti frá að
hverfa, þar sem ég er með innan við
10 prósent sjón, það er að segja lög-
lega blindu,“ segir Inga. „Þótt það
væru allir boðnir og búnir að hjálpa
var lítil aðstoð sem ég gat nýtt mér.
Það varð síðan bylting með tilkomu
þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar
og þá gat ég snúið aftur, og útskrif-
aðist með BA-gráðu á laugardag.“
Inga segist hafa valið að leggja
stund á laganám vegna þess að til-
veran hrundi um miðjan 10. ára-
tuginn, þegar maður hennar slasað-
ist. „Við vissum ekki hvert við áttum
að snúa okkur og hver okkar réttur
væri. Ég ákvað að verða lögfræðing-
ur og berjast fyrir litla manninn og
þá sem verða undir í samfélaginu,“
segir Inga en margir þekkja hana úr
sjónvarpsþáttunum X Faktor þar
sem hún söng sig inn í hjörtu lands-
manna.
Inga fæddist og ólst upp á Ólafs-
firði og segir mikilvægt að hlúa að
sveitunum og sjávarbyggðunum.
Hún segist þrá aftur lífið eins og það
var í gömlu sjávarþorpunum. „Þegar
ég var lítil voru allir gömlu karlarn-
ir að dytta að bátunum sínum eða
sækja fisk í soðið, sólþurrkaðir og
sætir. Núna sitja þeir gleymdir, lok-
aðir inni á elliheimilunum og bíða
eftir því að verða bornir burt í kistu.
Þessu vil ég breyta og færa líf aftur í
þessar byggðir.“
Og Inga lætur verkin tala og er
talsmaður nýs stjórnmálaflokks sem
heldur opinn kynningarfund í Iðnó í
dag, föstudag. Flokkur fólksins ætlar
meðal annars að setja málefni aldr-
aðra og öryrkja á oddinn og berjast
fyrir því að grunnframfærsla verði
ekki lægri en 300 þúsund krónur. Þá
vill flokkurinn að lífeyrissjóðakerfið
verði endurskoðað og verðtrygging
afnumin.
„Flokkur fólksins hefur allt að
vinna og engu að tapa. Það breyt-
ist ekkert, samt er alltaf kosið sama
fólkið,“ segir Inga Sæland.
Ingu þekkja margir
úr sjónvarpsþátt-
unum X faktor sem
voru sýndir á Stöð 2.
Mynd | Getty