Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 01.07.2016, Page 53

Fréttatíminn - 01.07.2016, Page 53
Fyrir aðdáendur Stephen King Netflix Mercy. Aðdáendur Stephen King kunna að muna eftir smásögu hans Grammar, en kvikmyndin Mercy er byggð á þeirri sögu. Myndin fjallar um einstæða móður tveggja drengja sem hefur tekið að sér að hugsa um veika móður sína. Undarlegir hlutir taka að gerast sem drengirnir rekja til ömmu sinnar, sem virðist hafa einhverskonar dulræna krafta. Kvikmynd sem aðdáendur hryllingsmynda ættu að skoða á rólegu föstudagskvöldi. Með aðalhlutverk fara Dylan McDermott, Chandler Riggs og Frances O Ćonnor. „Vegna Evrópumótsins í fótbolta horfði ég á heimildarmynd um Ronaldo, sem er frekar fyndin. Ég komst að því að hann á barn sem er móðurlaust. Það virðist eingetið eða hann hafi klónað sjálfan sig. Barnið er samt mjög nett, það vill verða markmaður en Ronaldo tek- ur ekki vel í það. Þegar ég fór síð- an á leik í Frakklandi opnaðist fyrir franska Netflix hjá mér og nýtt úr- val af bíómyndum. Á meðal þeirra er mynd sem heitir Kon-Tiki um fjóra Norðmenn og Svía á fleka í Kyrrahafinu og er í raun táknmynd fyrir íslenska landsliðið í fótbolta að sigra heiminn og láta drauma sína rætast. Fyrir skömmu leigði ég mér þættina Spaced á Borgar- bókasafninu, fyrstu þættirnir sem Simon Pegg sló í gegn í. Þeir eru rosalega skemmtilegir. Einnig verð ég að horfa á einn Seinfeld þátt á dag. Ég og vinkona mín horfum saman á náttúrulífsþættina Life. Frábært að sjá það mannlega í dýrunum, það er blússandi rómans og vandræðilegheit hjá dýrunum. Gott fyrir borgarbarn eins og mig að komast í samband við náttúr- una á þennan máta.“ Sófakartaflan Adolf Smári Unnarsson, rithöfundur og spunaleikari einnig fáanlegar... Designer Mints Nýtt bragð Komst að því að Ronaldo á son Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: “Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.” www.versdagsins.is Allar risaeðlurnar Netflix Jurassic Park. Fyrstu þrjár myndirnar um Júragarðinn duttu inn á Netflix í byrjun júní og ekki úr vegi að taka risaeðlumaraþon um helgina. Fyrsta myndin, Jurassic Park, var langvinsælasta kvikmyndin í kvikmyndahús- um á Íslandi árið 1993. Mannfólk- inu hefur tekist að endurskapa risaeðlur með ótrúlegri tækni og opna svokall- aðan risaeðlugarð á afskekktri eyju þar sem fólki gefst tækifæri á að berja risaeðlurnar augum. En spurningin er hvort allt gangi að óskum og hvort fólki og ferða- mönnum sé óhætt á eyjunni góðu. Gamanmynd fyrir alla fjölskylduna Stöð 2 Cheaper by the Dozen laugardag, klukkan 19.55. Stórskemmtileg gamanmynd fyrir alla fjölskylduna með spéfuglinum Steve Martin í aðalhlutverki. Klaufskur faðir þarf að sjá um heimili og börn á meðan eiginkona hans bregður sér í vinnuferð – sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema að börnin á heimilinu eru hvorki fleiri né færri en 12 stykki. Með önnur aðalhlutverk fara Bonnie Hunt, Piper Perabo og Hillary Duff. Blússandi rómans Adolf Smári fylgist með náttúrulífsþáttunum Life þar sem mannlegur rómans og vandræðalegheit dýranna koma í ljós. Mynd | Rut …sjónvarp17 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.