Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.07.2016, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 01.07.2016, Blaðsíða 56
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 SÖGULEGUR VIÐBURÐUR FLOGIÐ UM MORGUN OG HEIM EFTIR LEIK Útvegum einnig miða á leikinn Brottfarastaðir eru frá Reykjavík og Akureyri 3. júlí 2016 ÍSLAND - FRAKKLAND REYKJAVÍK Verð 144.900.- Báðar leiðir með sköttum AKUREYRI Verð 139.900.- Báðar leiðir með sköttum alla föstudaga og laugardaga „Ég held að kynlíf sé eitthvað sem geti sameinað okkur öll.“ Gerður Huld Arinbjarnardóttir í viðtali við amk á morgun Mátti ekki fara í lýtaaðgerð Chloe Moretz er eitt af stærstu ungstirnunum í Hollywood í dag. Yrsa og Ragnar tilnefnd til bók- menntaverðlauna Glæpasögurnar Kuldi eftir Yrsu Sigurðardóttur og Náttblinda eftir Ragnar Jónasson eru tilnefndar til Dead Good Reader Awards í flokki glæpasagna í ár. Lesendur síðunnar deadgood- books.co.uk tilnefndu sögurnar og stendur nú kosning yfir í þeirra flokki. Ásamt Yrsu og Ragnari eru tilnefnd Frakkinn Pierre Lemaitre, Svíinn Erik Axl Sund, sú finnska Kati Hiekkapelto og Norðmaður- inn Samuel Björk. Verðlaunin verða afhent á Harrogate-glæpa- sagnahátíðinni síðar í mánuðinum. Hún segir frá því nýlega í tímaritinu ELLE að hún hafi ekki alltaf verið ánægð með útlit sitt og hafi verið mjög nálægt því að leggj- ast undir hnífinn. Chloe var aðeins 16 ára gömul þegar hún ætlaði í lýtaaðgerð en móðir hennar, Teri, hafi gripið inn í: „Þegar ég var 16 ára langaði mig í brjóstastækkun. Ég vildi láta taka undirhökuna, láta minnka á mér rassinn og allan pakkann. Þá sagði mamma mín: „Alls ekki. Ég gef þér ekki leyfi til að fara í lýtaaðgerðir.“ Chloe segir einnig: „Já, ég hef fengið mér hárlengingar. Já, lík- ami minn er svona af því ég æfi 7 sinnum í viku. Já, ég borða hreina fæðu, jafnvel þó mig langi það alls ekki og ég svindla oft.“ Hún bætir því líka við að maður fæðist ekki alltaf nákvæmlega eins og maður vill. Stundum þarf maður að berj- ast fyrir hlutunum og vinna fyrir þeim. Chloe segist vilja sýna ung- um konum að það sé hægt að finna jafnvægi í lífinu. Chloe er kærasta Brooklyn Beckham, sem er sonur Victoriu Beckham og David Beckham. Hún hefur leikið í myndum á borð við Diary of a Wimpy Kid, Kick-Ass, Let Me In, Hugo, Dark Shadows og Carrie en hún hóf leikferil sinn að- eins 7 ára gömul. Ung á uppleið Chloe Moretz og Brooklyn Beckham eru eitt frægasta unga parið í heiminum í dag. Mynd | GettyImages Draumurinn rættist Vigdís Perla Maack var ráðin sýningarstjóri á stóra sviði Borgarleikhússins á dögunum. Vigdísi hefur dreymt um starfið frá því hún var lítil og er alsæl með stöðuna. Frá 16 ára aldri hefur Vigdís starfað í Þjóðleikhús- inu og Borgarleikhúsinu í hinum ýmsu deildum, síðast í leikmynda- deild. „Hér sannast að allt er hægt ef maður vinnur að mark- miðum sínum, stendur sig vel og safnar sér reynslu,“ segir Vigdís á Facebook síðu sinni. Vonast eftir vínylútgáfu Þriðja plata rapparans Emmsjé Gauta, Vagg og Velta, er væntanleg á næstunni. Platan inniheldur 13 ný lög og þar á meðal slagarana Strákarnir og Djammæli. Emmsjé Gauti hefur efnt til hópfjármögnunar á vínylútgáfu á Karolina Fund og þeir sem styrkja málefnið eignast plötuna ásamt öðrum fylgihlutum. Útgáfutónleikarnir verða 14. júlí á Nasa en mikil eftirvænting ríkir eftir plötunni en tónlistarmennirn- ir Logi Pedro, Aron Can, Gísli Pálmi, Úlfur Úlfur, Bent, Dóri DNA og Unnsteinn Manuel koma einnig að henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.