Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.07.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 01.07.2016, Blaðsíða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016 Rapparinn Alvia Islandia Líður vel í bleiku og „bubbly“ Alvia Islandia hefur rappað frá sextán ára aldri og gaf út plötuna Bubb- legum Bitch á dögunum. Mynd | Berglaug Petra Garðarsdóttir Rapparinn Alvia Islandia bauð upp á sleikjóa, tyggjó og sætindi í út-gáfupartíi sínu á Prikinu í síðustu viku vegna útgáfu plötu sinnar, Bubblegum Bitch. Á Secret Solstice fyllti hún Fenris-tjaldið og heillaði áhorf- endur með lögum á borð við Porn Star og Hoes á meðan hún blés til þeirra tyggjókúlur. Alvia er tvítug en hefur þegar fjögurra ára reynslu í rappinu: „Þegar ég var sextán ára flutti mamma til Danmerkur en ég bjó áfram á Íslandi. Þá ákvað ég gefa fjölskyldu minni þriggja laga rapp- disk í jólagjöf. Það var það fyrsta sem ég tók upp. Eftir það spilaði ég á rappkonukvöldi og þá fór þetta að rúlla,“ segir Alvia. Alvia býr í Dan- mörku en skrapp til Íslands síð- ustu vikur til að spila á Happy- -hátíðinni og Secret sol- stice. „Í Dan- mörku hef ég frelsi til að einbeita mér að því að búa til lög. Ég vann plötuna með Hemma í Shades of Reykjavík mikið í gegnum netið, þar sem hann var á Íslandi. Hann sendi mér takta og ég honum texta og við spjölluðum saman. Svo kom ég til Íslands í febrúar til að taka upp.“ Lögin á Bubblegum Bitch eru ólík þeim sem Alvia hefur áður gert, sem voru „house“-skotin á meðan nýju plötuna mætti kalla „slowtrap“: „Mér finnst þetta sjálfri skemmtilegasta dót sem ég hef gert,“ segir Alvia. Heiti plötunnar segir hún ekki hafa neina sérstaka skírskotun: „Mér finnst bara gaman að tyggja tyggjó og líður vel í bleiku og „bubbly“,“ segir Alvia, og því ekki nema viðeigandi að bleika tyggjó- fyrirtækið Hubba Bubba sé hennar helsti styrktaraðili. Textar Alviu eru persónulegir og fullir af karakter: „Ég hef aldrei gert persónulegri texta, þetta er allt „real“. Það hjálpar mér að rappa um hlutina til að koma mér á þann stað sem ég vil vera. Ralph Lauren Polo fjallar til dæmis um þegar ég var ung- lingur og fer allan tilfinn- ingaskal- ann, frá ástarsorg til ham- ingju. Mjaw fjallar hins vegar um nú- tíðina hvað það er næs að vera einhleyp og komin úr erfiðu sambandi.“ Alvia er á leið til Tókyó í sum- ar að taka upp myndbönd við þrjú lög af Bubblegum Bitch, en næstu tónleikar Alviu á Íslandi verða á Iceland Airwaves, nema hún skreppi til Íslands í sumar að kynna plötuna, sem Alvia segir vel líklegt. „Bubblegum bitch“ er komin til að vera. | sgþ Mjaw orða bók sígó bíts og mitt lingó ow mjaw hvað það er næs að vera single Ralph Lauren Polo 105 klambratún og öskjuhlíðin smoking in sins langaði í mh en komst aldrei inn ykkar missir ekki minn því ég er win win win Sofið vært á Evrópumóts- þjóðsöngnum Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminnis „Rockall er eyja á milli Íslands og Bretlands sem enginn ræður yfir. Þjóðir hafa reynt að eigna sér eyjuna í gegnum tíðina enda miklar auðlind- ir í húfi – olía og fiskimið,“ segir Árni Gunnar, einn þeirra sem stendur fyr- ir samfélags- og hugmyndahátíðinni Rockall í Vesturbugt á Granda. „Á Íslandi erum við að búa til sendiráð fyrir þennan litla klett sem er ekki nema 800 fermetrar en vegna erfiðra aðstæðna býr enginn þar enn. Við erum með samræðu- vettvang um hvernig nýtt samfélag á Rockall myndi líta út,“ segir Árni Gunnar. Á Granda hefur risið bygging fyrir hið forvitnilega samfélag sem hef- ur að geyma bókasafn, veitingaað- Forvitnilegt samfélag rís á Granda Mannlaus klettur í Atlantshafi Rockall er hugmyndahátíð á Granda. stöðu, svið og fleira. Byggingarefnið er endurnýtt. Til stendur að opna svæðið fyrir alla í dag með tilheyr- andi ræðuhöldum, leiksýningu og dansi þar á eftir. Viðburðir munu fara reglulega fram á hverjum föstu- degi í sumar þar sem verða gjörn- ingar, tónlist og ýmsir fyrirlestrar um samfélagsmál og hugmyndir. Árni Gunnar segir að ekki sé hægt að búa á svæðinu en það muni mögulega breytast á næstum mánuðum. Ekki sé stefnt að neinu takmarki eða markmiði með Roc- kall. „Við viljum bara prófa að skapa eitthvað fallegt úr engu.“ Fjölþjóðlegur hópur kemur að Rockall þar sem grunngildi eru samvinna og jákvæðni. Allir eru velkomnir til þátttöku í hinu nýja samfélagi. Nú sjá margir sér leik á borði að selja fótboltaóðum Íslendingum varning. EM- -púði Art & Text með texta „Ég er kominn heim“ er nýjasta viðbótin. Nokkrir hafa bent á að réttara væri ef stæði: „yfir okk- ur tveim,“ en ekki „fyrir okkur tveim“ í textanum. Villan hefur fáa stöðvað í að kaupa púðann og sofa vært á nýjum þjóðsöng. Í Joylato-ísbúðinni má finna fjölmargar myndir af trúarleiðtoganum. Mynd | Facebooksíða Joylato Fylgjendur Sri Chinmoy reka fyrirtæki víða Er veganísbúðin hluti af költi? Veganistum bæjarins til mikill- ar gleði opnaði Joylato-ísbúðin nýlega á horni Njálsgötu og Berg- þórugötu. Þar má gæða sér á jafnt rjómaís sem kókosmjólkurís með ýmsum bragðtegundum. Athygli nokkurra glöggra gesta hefur vakið myndir af Sri Chimnoy sem prýða búðina. Sri Chinmoy var indverskur trúarleiðtogi sem kenndi hug- leiðslu og leiddi trúarhóp allt til dauðadags árið 2007. Kenningar Chinmoy voru vinsælar hér á landi á árunum eftir 2000 og er hópur Íslendinga sem fer eftir kenning- um hans. Sri Chinmoy var ekki óumdeildur. Hann var ásakaður af fyrri fylgjendum trúarhópsins og fjölmiðlum um spillingu og að fylgja ekki eigin trúarreglum um skírlífi og bann við gæludýrahaldi, en Chinmoy ku hafa átt safn fram- andi dýra í kjallara sínum í New York. Chinmoy var þekktur fyrir árangur sinn í lyftingum og lyfti mörgu þekktu fólki, m.a. Nelson Mandela og þáverandi forsætis- ráðherra Íslands, Steingrími Her- mannssyni. Þó hann væri í einstöku formi allt til dauðadags er talið að í flestum tilfellum hafi Chinmoy fengið hjálp frá vogarafli, auk þess sem ólíklegt telst að hann hafi lyft 3500 kílóum, eins og hann hélt fram. Fjölmargir Íslendingar sækja hugleiðslunámskeið hópsins, sem oft er boðið upp á fólki að kostn- aðarlausu. | sgþ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.