Fréttatíminn - 01.07.2016, Blaðsíða 42
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Rekstrarvörur
– fyrir þig og þinn vinnustað
Curver karfa ferköntuð Knit
með höldum 8l, hvít
Curver karfa ferköntuð Knit
með höldum 3l, hvít
Söluaðilar:
Húsasmiðjan, um allt land • Miðstöðin, Vestmannaeyjum
Vaskur, Egilsstöðum • Rekstrarvörur, Reykjavik og RV.is
– fyrir ruslið
– fyrir þvottinn
– fyrir þína hluti
Curver fata m.fótstigi
30x27x45 cm - 20 l - svört
Curver fata m.fótstigi
31x35x70 cm - 40 l - svört
Curver fata með fótstigi
Slim Bin - 25 l - málm
Curver fata m.fótstigi
Slim Bin - 25x42x61 cm 40 l - málm
Curver taukarfa Style
með loki - 45x26x62 cm - 60 l - hvít
Curver taukarfa Style
með loki - 45x26x62 cm - 60 l - dökkgrá
Curver taukarfa Style
með loki - 59x38x27 cm - 45 l - hvít
Curver taukarfa Style
með loki - 59x38x27 cm - 45 l - svört
er komið aftur til Íslands!
– körfur, box og fötur til allra nota
Knit
Ný lín
a
2016
Curver karfa Knit
með höldum 3l, hvít
Curver karfa ferköntuð Knit
með höldum 19l, hvít
Kæra móðir. Þú afsakar að ég þurfti
að stytta þitt frábæra bréf en þú
vekur máls á gríðarlega mikilvægri
staðreynd í okkar samfélagi sem fáir
foreldrar þora að ræða upphátt; sem
sagt að barneignir færa foreldrum
ekki bara hamingju. Börn krefjast
endalausrar vinnu, þau þarfnast
gríðarmikillar athygli, þau krafsa í
taugar foreldranna sem flestir eru
þreyttir eftir vinnu eða nám utan
heimilis og þarfir þeirra krefja for-
eldra um að setja sínar eigin þarfir í
annað sætið. Allt þetta gengur þvert
á það sem nútímasamfélag hefur
kennt ungu fólki því allt hefur snúist
um að allir geti gert allt sem þeir
vilja og þegar þeir vilja, að allir eigi
að rækta sig og sínar þarfir og fylgja
sínum eigin löngunum. Að auki er
ímyndin um börn sýnd rósrauðum
bjarma sem hámark hamingjunn-
ar í parasambandi og hamrað á að
barneignir eigi ekki að hamla fólki (í
reynd konum) frá námi og starfs-
frama og áhugamálum og þátttöku
í öllu því sem er í boði; ræktin og
kaffihúsin og vinkonur og vinir og
leikhúsferðir og rómantísk útlanda-
frí, svo dæmi séu tekin.
Barnafrí – foreldravinna
En – svo fæðast börnin og hvert eitt
og einasta breytir lífi foreldra sinna
gríðarlega. Fyrsta barn reynir á
þar sem foreldrarnir eru að glíma
við allt í fyrsta sinni en um leið er
gleðin og ástin til barnsins svo ný og
óvænt og margt er svo auðvelt með
aðeins eitt barn í fangi. Barn nr. tvö
tvöfaldar ekki álagið heldur marg-
faldar það eða „eitt sem ekkert, tvö
sem tíu,“ sögðu lífsreyndar konur
hér áður fyrri. Sem sagt; framundan
er hörkuvinna sem heitir sumarfrí
barna og þau þurfa hvíld frá þessu
venjubundna lífi. Þau þurfa tíma
með foreldrum sínum
og þið öll þurfið
að læra að vera öll
saman og skapa
fjölskylduminningar
sem ásamt mörgu
fleiru verður
fjölskyldustyrk-
urinn ykk-
ar um alla
framtíð. Allir
geta tekið eitthvert frí og maðurinn
þinn líka enda völduð þið að eiga
börnin ykkar. Það er ekki léttvæg
ákvörðun.
Planaðu fríið
Hins vegar munt þú þurfa að taka
ein ábyrgð á hluta frísins og hana
skaltu axla á skynsamlegan hátt.
Besta leiðin er að skipuleggja dag-
ana til að forðast úfin og úrill börn
fram undir hádegi sem geta þá
valdið pirringi hjá þér og átökum
milli systkina. Það margborgar sig
að fara út með þau eftir morgunmat-
inn þótt þig langi að kúra lengur og
skildu símann eftir heima. Alls stað-
ar má finna skemmtilega róluvelli og
sundferðir slá í gegn. Taktu rólega
stund með þeim eftir matinn, hver
veit nema sá yngri sofni og þú getur
þá gefið stelpunni þinni góðan tíma.
Húsdýragarðurinn með nesti dugar
heilan dag og fáðu endilega vinkonu
eða einhvern fullorðinn með þér ef
hægt er. Allir geta skemmt sér og þá
nærð þú að spjalla ögn á fullorðins-
nótum. Svo getur þú líka leitað að-
stoðar í fjölskyldu- eða vinahópi. Er
einhvers staðar ungmenni sem væri
til í að taka vaktina einhverja daga
eða getur einhver tekið einhverja
seinniparta svo þú komist aðeins
frá. Það er nauðsynlegt.
Ástin útheimtir sitt
Allt verður auðveldara þegar for-
eldrar viðurkenna álagið sem
barnastússið útheimtir og mundu
svo, kæra móðir, að þessi fyrstu
ár ganga yfir. Þinn tími mun koma
með rólegum fríum og kvöldnæði
við tölvuna og ótrufluðum sam-
skiptum við manninn þinn. Álagið
er hér og nú, vertu raunhæf, stattu
vaktina – og horfðu svo á þau á
koddanum á kvöldin þegar þér
hefur tekist að skapa góðan dag og
svæfa snemma. Ekkert í heiminum
mun nokkru sinni jafnast á við það;
hina tæru hamingju og ást sem er
ástæða þess að þrátt fyrir allt mun-
um við áfram kjósa að eignast
börnin okkar.
„Ég er móðir fjögurra barna á
aldrinum tveggja til tuttugu ára. Í
haust breyttust fjölskylduaðstæð-
ur mínar úr því að vera „við og
krakkarnir“ yfir í „ég og krakk-
arnir“ og hróflaði það talsvert
við heimsmyndinni, ekki síst
um helgar,“ segir Kristborg Bóel
Steindórsdóttir, blaðamaður á
Austurlandi, dagskrágerðarkona í
þættinum Að austan á N4 og móð-
ir í hjáverkum.
„Tvær helgar í mánuði erum
við öll saman, já nema þessi elsti
sem floginn er úr hreiðrinu og
þarf að panta viðtalstíma hjá með
að minnsta kosti tveggja mánaða
fyrirvara, svona næstum,“ segir
Kristborg og hlær.
Að sögn Kristborgar ná þarf-
ir fjölskyldumeðlima sjaldnast
saman vegna breiðs aldursbils.
„Tvistinn langar bara að hitta vin-
konur, þristinn í fótbolta, fjark-
ann að horfa á Bubba Byggi og
mig að prjóna. Oft langar okkur
líka að gera bara alls ekki neitt
eftir langa viku í vinnu og skóla,
bara vera.“
Það besta sem fjölskyldan
veit er að komast í gott kaffiboð
um helgar eða bjóða einhverj-
um heim. „Gott er ef kaffiboðið
inniheldur mæjónes, rjóma og
kaffi í lítravís. Best er auðvitað ef
mér tekst að endurheimta týnda
soninn. Svona boð verða helst
að standa lengi yfir, þar sem all-
ir borða á sig gat, tala, hlæja og
njóta þess að kúldrast saman.“
…fjölskylda 6 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016
Gott er ef
kaffiboðið
inniheldur mæjónes,
rjóma og kaffi í lítra-
vís. Best er auðvit-
að ef mér tekst að
endurheimta týnda
soninn.
Sendið Möggu Pálu spurningar á
maggapala@frettatiminn.is og
hún mun svara í næstu blöðum.
Komdu blessuð og sæl, kæra Magga Pála og þakka þér innilega fyrir að
gefa þér svona tíma til að svara okkur foreldrum. Ég les alltaf pistlana þína
og stundum klippi ég þá líka út og hengi á ísskápinn til að minna mig á og
líka til að ýta við manninum mínum sem mér finnst ekki vera nógu dug-
legur í pabbahlutverkinu. En ég ætlaði nú ekkert að vera að kvarta undan
honum því að stundum finnst mér ég líka vera svo misheppnuð mamma …
Ég verð stundum svo óþolinmóð og pirruð þegar ég er þreytt og finnst þau
endalaust hanga í mér … Þau rífast og slást út af öllu … Mér finnst ég aldrei
hafa tíma fyrir mig og er bara alltaf þreytt …
Við eigum tvö börn, strák og stelpu, og fólk segir við mig hvað við
séum rík og að við séum bara komin með draumabörnin en mér líður ekki
alltaf þannig. Stelpan er fimm ára og var alltaf auðveld þegar hún var
yngri og við hjónin höfðum eitthvað svo mikinn tíma fyrir hana og hún
gat alltaf verið með okkur. Strákurinn er tveggja og hálfs árs … Hann
var alltaf miklu erfiðari og svo var hann með eyrnabólgur … Strákurinn
komst í leikskóla um áramótin og þar gat ég haft hann lengur en hjá dag-
mömmunni … Ég sæki þau bæði seint til að ég komist ein í ræktina …
En fyrirgefðu þetta langa bréf en málið er að mig kvíðir svo fyrir
sumarfríinu þegar leikskólinn lokar. Í fyrra var strákurinn enn að sofa á
daginn og svo ég gat ég farið út með hann í kerrunni á kaffihús og svona
… Maðurinn minn er smiður og brjálað að gera hjá honum á sumrin og
þess vegna fórum við í frí í nóvember til Kanarí í fyrra en mamma passaði
krakkana þá … Er ég ekki ómöguleg mamma …
Uppeldisáhöldin
Börn eru ekki
bara hamingja.
Frítíminn með fjölskyldunni
Það besta sem fjölskyldan veit
er gott kaffiboð.
Fjölskyldan Kristborg Bóel ásamt börnum sínum, Almari Blæ, Bríeti, Þór og Emil.
Tvær helgar í mánuði er Krist-
borg ein. „Þá geri ég það sem ég
vil, þegar ég vil. Að vísu er eitt
sem ég hef ekki gert um helgar
síðan í haust. Það er að fara að
kaupa í matinn, í það minnsta
ekki undir nokkrum einustu
kringumstæðum seinnipartinn
á föstudögum. Þá er svokallaður
„para-tími“ í búðinni. Tíminn þar
sem ástfangin pör valhoppa hönd
í hönd á milli rekkanna í leit að
varningi fyrir hið fullkomna kósí-
kvöld, úff ég get ekki. DJÓK, minn
tími mun koma,“ segir Kristborg
og skellihlær.