Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.07.2016, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 01.07.2016, Blaðsíða 38
Kjólarnir sem móðir Beyonce hef- ur hannað fyrir hana hafa margir hverjir vakið athygli í gegnum árin. Einn af þeim var brúðarkjóll Beyonce. Kjóllinn var mjög ein- faldur, hlýralaus kjóll með flottu mynstri á bakinu. Beyonce og Jay Z gengu í hjóna- band í apríl 2008 en aðdáendur hennar fengu bara að sjá kjólinn í tónlistarmyndbandi við lagið I Was Here, árið 2011. Tina segir að Beyonce hafi ekki verið neitt alltof ánægð með brúðarkjólinn en Tina hafi fundist hún vera svo góð að leyfa sér að gera kjólinn. „Hún sagði við mig einn daginn eftir brúðkaupið: „Þegar dóttir mín giftir sig ætla ég að leyfa henni að velja sér sinn eigin brúðarkjól.“ Kannski var hún ekki svo ánægð með kjólinn eftir allt saman, en hún var svo góð við mig.“ Blue Ivy mun kannski ekki klæðast kjól eftir ömmu sína en Beyonce vill samt að hún þekki gildi fjölskyldunnar. Í ræðu sem hún hélt á Fashion Icon Aware þakkað hún fjölskyldu sinni fyrir að kenna sér að meta innri fegurð og vinnusemi. Hún tók mömmu sína sem dæmi sem hafði saumað og sniðið föt á presta og nunnur, til að eiga fyrir skóla- gjöldunum. Brúðarkjóllinn Skjáskot úr tónlistarmyndbandi Beyonce en þetta er eina myndefnið sem er til af söngkonunni í brúðarkjólnum. Mamma Beyonce hannaði brúðarkjól dóttur sinnar Tina Knowles, móðir Beyonce Knowles, hefur hannað nokkra kjóla á dóttur sína. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Ég var búin að vera að hugsa hvort ég væri ánægð í vinnunni og hvort mér þætti raun-verulega gaman. Og kannski ekki búin að vera alveg nógu sátt. Ég er nefnilega alin upp þannig að maður eigi að vakna á hverjum degi, vera glaður og hlakka til alls sem tekur við,“ seg- ir lögfræðingurinn Brynhildur Bolladóttir sem sagði á dögunum upp vinnunni sinni á auglýsinga- stofu og bókaði sér flugmiða til Asíu ásamt kærastanum sínum. Hann missti sjálfur vinnuna fyrir skömmu og við það fór Brynhildur að ókyrrast enn frekar. Það var því ekki um annað að ræða en að gera eitthvað í málinu. „Við fórum saman í ferðalag til Níkaragva og Kosta Ríka í nóv- ember og ég var bara ekki búin að fá nóg þegar við komum heim þaðan. Ég fann að mig langaði að ferðast miklu meira,“ segir Bryn- hildur sem tók sér ekki frí eftir menntaskóla til að ferðast, líkt og margir gera, heldur fór hún beint í lögfræði í Háskóla Íslands. Henni finnst hún því eiga smá ferðlaga- pakka inni. Planið er að vera úti í tvo mánuði, en þau eru þó ekki búin að skipuleggja ferðina í þaula. Það eina sem er öruggt er að þau ætla að ljúka ævintýrinu á októberfest í München með stórfjölskyldu Bryn- hildar. „Svo verður bara að koma í ljós hvað gerist þegar ég kem heim aftur. Ég er ekki smeyk núna en ég verð það pottþétt þegar nær dreg- ur. Það koma eflaust upp peninga- áhyggjur og fleira. Þetta reddast samt pottþétt allt,“ segir hún hlæj- andi. „Ég þarf líka bara smá tíma til að finna út hvað ég vil verða þegar ég verð stór. Ég er mennt- aður lögfræðingur og vann aðeins sem slíkur, en var ekki viss um að það væri fyrir mig. Svo fór ég að vinna á auglýsingastofu og er ekki heldur viss hvort það er fyrir mig. Ég þarf bara að finna sjálfa mig.“ Brynhildi finnst hún einmitt fá svo skýra sýn á lífið þegar hún er í útlöndum og því finnst henni Asíureisa tilvalinn vettvangur fyrir þessa naflaskoðun. „Manni líður eins og maður finni einhvern sannleika þegar maður fer í burtu. Þegar maður vaknar á hverjum degi bara til að vera til, skoða eitt- hvað nýtt, fá sér gott að borða og fara svo að sofa. Þetta er ekki líf sem ég myndi vilja lifa að eilífu en ég held að það sé stundum hollt að sinna sínum eigin duttlungum og þörfum.“ Eftir að Brynhildur sagði frá ákvörðun sinni um að hætta í vinnunni og fara í langt ferðalag hafa margir komið að máli við hana og tjáð henni hvað hún sé hugrökk. Sjálfri finnst henni það hins vegar ekki, allavega ekki vegna þessarar ákvörðunar. „Mér finnst ég bara vera að gera það sem maður á að gera. Ég efast ekki um þessa ákvörðun. Ég er ung, klár og dugleg og það mun allt redd- ast. Ég trúi því staðfastlega,“ segir Brynhildur sem efast ekki um að hún fái einhverja vinnu þegar hún kemur heim. Þó ég sé lögfræðing- ur þá er ég ekki of góð fyrir neitt starf. Það hlýtur einhver að vilja ráða mig í vinnu,“ segir hún kímin. Gengur í það heilaga Kylie Minogue og Joshua Sasse eru að fara að ganga í hjónaband á Ítalíu í næsta mánuði. Hin ástralska Kylie er 48 ára og unnusti hennar er 28 ára gamall en samkvæmt Hello! er brúðkaup í vændum. Heimildarmaður blaðsins sagði að Joshua hafi sagt vinum sínum frá því hver áform þessara turtildúfna væru en þau eru víst mjög ástfangin, þrátt fyrir að vera á sitthvorum hluta hnattarins þessa dagana. Forðast sviðsljósið í þetta skiptið Hinn 41 árs gamli Russell Brand er að fara að gifta sig, en áður var hann giftur Katy Perry. Sú heppna verðandi eiginkona heitir Laura Gallacher og gengur hún með fyrsta barn þeirra Russell. Að sögn nákomins vinar parsins vill Russell halda sambandi sínu og fæðingu barns þeirra utan sviðsljóssins eftir að hafa verið í mjög opinberu hjónabandi með Katy Perry. Þau héldu lítið boð til að tilkynna væntanlegan erfingja og voru bara þeir allra nánustu viðstaddir. Kemur Depp til varnar Winona Ryder hefur stigið fram til að verja sinn fyrrverandi eiginmann, Johnny Depp. Flestir hafa heyrt af ásökunum Amber Heard á hendur Johnny um heimilisofbeldi og margir vita ekki hverju á að trúa í þessum efnum. Ryder sagði í TIME: „Mín reynsla af Johnny var allt önnur en sú sem er lýst í þessu. Hann var aldrei vondur við mig og ég þekki hann bara sem góðan, ástríkan og hlýjan mann sem verndar þá sem hann elskar.“ Elskar Bruce Caitlyn Jenner sagði frá því opinberlega að hún muni alltaf elska manninn sem hún var áður en hún fór í kynleiðréttinguna, Bruce Jenner. Caitlyn prýðir nú forsíðu blaðsins Sports Illustrated, 40 árum eftir að hafa unnið gullverðlaun á ólympíuleikum árið 1976 í Montreal, þá sem Bruce Jenner. „Ég elskaði Bruce og elska hann enn í dag. Mér líkaði allt sem hann gerði og hversu góð fyrirmynd hann var í vinnu og markmiðum,“ sagði Caitlyn. Húsið til sölu Hús Brittany Murphy heitinnar er komið á sölu en bæði hún og eiginmaður hennar létust í húsinu með nokkurra mánaða millibili. Húsið er til sölu á litlar 18,4 milljónir dollara. Brittany lést í desember árið 2009 eftir að hún féll í gólfið á baðherbergi sínu og fór í hjartastopp. Krufning leiddi í ljós að dánarorsök var lungnabólga og blóðleysi. 5 mánuðum síðar lést eiginmaður hennar á svipaðan hátt á heimili þeirra. SUNDFÖT Í ÚRVALI! ! Bláu húsin Faxafeni | S. 555 7355 | www.selena.is Selena undirfataverslun Ætlar að finna sjálfa sig Brynhildur vonast til að fá aðeins skýrari sýn á lífið og hvað hún vill gera á meðan hún ferðast um Asíu. Mynd | Rut Fær svo skýra sýn á lífið í útlöndum Brynhildur sagði upp vinnunni og bókaði ferð til Asíu ásamt kærast- anum sínum. Hún veit ekkert hvað tekur við að ferðalagi loknu en ætlar að reyna að finna út hvað hana langar að gera þegar hún verður stór. …fólk 2 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016 Svo verður bara að koma í ljós hvað gerist þegar ég kem heim aftur. Ég er ekki smeyk núna en ég verð það pottþétt þegar nær dregur. Það koma eflaust upp peningaáhyggj- ur og fleira. Þetta reddast samt pott- þétt allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.