Fréttatíminn - 02.07.2016, Síða 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016
FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í DAG?
HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIÐ DREIFING@FRETTATIMINN.IS
„Við Gunnsi hittumst fyrir 47 árum
síðan,“ segir Kristin Einarsdótt-
ir þjóðfræðingur sem mun giftast
Gunnari Jóhannssyni á heimili
þeirra í Hveravík á Ströndum í júlí.
Kristín er ættuð úr Borgarfirði en
Gunnar er fæddur og uppalinn
á Hólmavík. „Við vorum saman í
skóla á Reykjum í Hrútafirði einn
vetur sem unglingar og urðum
mjög góðir vinir þá. Við vorum
aldrei par en mér fannst hann alltaf
svo ofboðslega frábær og fyndinn.
Svo vorum við saman í Versló einn
vetur en urðum aldrei skotin. Svo
fór hann bara norður að gera sitt,
Ástin sameinar á Ströndum
Fjögur brúðkaup og
(vonandi) engin jarðarför
Fjögur ólík pör gifta
sig í einni afskekktustu
sveit landsins í sumar.
Tenging þeirra við
sveitina er ólík en það
er að sjálfsögðu ástin
sem sameinar þau öll.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Tók á að verða ástfangin
Kristín Einarsdóttir og Gunnar höfðu þekkst í 45 ár þegar þau urðu skyndilega
brjálæðislega ástfangin fyrir tveimur árum. Þau gifta sig í Hveravík í júlí.
byggja sér hús og eignast fyrirtæki,
fór í Sjálfstæðisflokkinn og sveitar-
stjórn. Ég var á allt öðrum stað í líf-
inu. Var meiri hippi, bjó í Reykjavík
og vann við hitt og þetta, eignaðist
börn og gifti mig.“
„Svo hittumst við á „reunioni“
á Reykjum fyrir tveimur árum, þá
63 og 64 ára, og urðum þetta kvöld
svona ofboðslega ástfangin, bara
um leið! Og ég hef bara aldrei lent í
öðru eins, að verða allt í einu svona
ástfangin af manni sem ég hef
þekkt alla ævi. Það er stórkostlegt
að upplifa það en líka dálítið erfitt.
Þetta eru svo miklar tilfinninga-
sveiflur. Þetta tók eiginlega dálítið
á,“ segir Kristín og hlær. „Kannski
er maður komin með stærri tilfinn-
ingaskala þegar maður er komin á
þennan aldur, ég veit það ekki.“
Kristín og Gunnar fóru að búa í
Reykjavík stuttu síðar en fluttu svo
á Strandir í vor. „Gunnsi og vinur
hans keyptu sér þessa jörð fyrir
nokkrum árum en ég keypti vin
hans út svo nú eigum við jörðina
saman. Það er ekki hægt að lýsa
því hvað það er dásamlegt að búa
hér. Ég er alin upp í sveit en lang-
aði samt aldrei nokkurn tíma til að
búa í sveit. En í fyrsta skipti sem ég
kom hingað með Gunnsa langaði
mig til að vera hérna alltaf. Það er
auðvitað ótrúlega fallegt hérna en
það er eitthvað meira. Mér finnst
eins og ég finni hér einhverjar ræt-
ur, ég get ekki lýst þessu almenni-
lega með orðum. Ég bara á heima
hérna,“ segir Kristín sem var að
kenna þjóðfræði í Háskóla Íslands
þegar hún ákvað að rífa sig upp
með rótum og setjast að á Strönd-
um. „Kannski var ég innst inni
orðin þreytt á kennslunni því ég
var algjörlega tilbúin að fórna öllu
til að vera hér.“
Tilvonandi hjónin vita ekkert
hvert nýja lífið mun leiða þau en
Kristín segist ekki hafa neinar
áhyggjur af því. Næsta mál á dag-
skrá sé að halda veislu og fagna
ástinni. „Það eru 242 á gesta-
lista svo þetta verður fjölmennt.
Presturinn á Hólmavík, sem er
heimilisvinur, mun gifta okkur hér
í Hveravík og svo verður bara opið
hús.“
Braut allar reglur
á fyrsta deitinu
Unnsteinn og Hafþór
eru mikil partídýr
og hafa safnað fyrir
almennilegri veislu í
þrjú ár. Veislan verður
haldin í félagsheimilinu
á Drangsnesi í júlí.
„Við Hafþór kynntumst á frekar
nútímalegan hátt, í gegnum
facebook. Ég hafði séð honum
bregða fyrir á skemmtistaðnum
Barböru og ákvað að senda hon-
um skilaboð og bjóða honum á
deit. Hann mætti á deitið og sex
árum síðar erum við enn saman
svo þetta gekk upp, segir Unn-
steinn Jóhannsson. Unnsteinn
og Hafþór Óskarsson munu
gifta sig á Drangsnesi í sumar.
„Ég braut í raun allar reglur í
bókinni á fyrsta deitinu, talaði
um barnanöfn, tók hann frá um
verslunarmannahelgi og áramót
og talaði um fyrri sambönd og
allt sem maður á ekki að tala
um. En talandi um ástarsam-
bönd þá heyrði ég um daginn að
maður á alltaf að koma heiðar-
lega fram frá upphafi ef sam-
bönd eiga að endast. Maður á
alltaf að vera maður sjálfur því
það vill gerast að fólk gifti sig of
snemma og svo kemur kannski í
ljós eftir eitt til tvö ár að mann-
eskjan er bara einhver allt önn-
ur. Enda erum við enn saman!“
Eftir þriggja ára samband bað
Hafþór Unnsteins á Þorláksmes-
su. „Við sátum heima og vorum
að horfa á þátt í tölvunni og
drekka rauðvín og borða frosna
pítsu þegar ég fékk skógjöf, sem
er hefð hjá okkur því ég er svo
spenntur yfir gjöfum. Þá fæ ég
gamalt kort frá Hafþóri sem
ég hafði gefið honum þegar við
vorum að byrja saman og hann
hafði greinilega geymt í þessi ár.
Í kortinu stóðu voðalega krúttleg
skilaboð frá mér: „Viltu byrja
með mér?“ en Hafþór var búinn
að breyta því í „giftast mér“ og
svo var hann með hringa í boxi.
Þetta var bara yndislegt.“
Unnsteinn er úr Reykjavík en
Hafþór er ættaður að Strönd-
um og alinn upp á Drangsnesi
og segir Unnsteinn aldrei hafa
komið neitt annað til greina
en að gifta sig á Ströndum.
„Drangsnes er magnaður stað-
ur. Við erum mikil partídýr og
viljum gera allt mjög „grand“
svo við erum búnir að vera að
safna fyrir þessu brúðkaupi
í þrjú ár. Athöfnin verður úti
undir berum himni og vinkona
mín, sem er í Siðmennt, mun
gefa okkur saman að húmanísk-
um sið. Það er að koma fólk
allsstaðar að, meðal annars
átta manns frá Nýja Sjálandi,
en á gestalistanum eru um 250
manns. Við erum með félags-
heimilið og fullt af tónlistarfólki
svo þetta verður eiginlega meira
eins og festival en hefðbundið
brúðkaup.“
Mynd | Anna Roström