Fréttatíminn - 02.07.2016, Page 32
ÁFRAM ÍSLAND!
Nýtt í tónlist
Alex Somers, sem
margir þekkja sem
annan hluta dúósins
Jónsi & Alex með
Jónsa í Sigur Rós, var
að gefa út lagið „Funeral
Pyre“ og ljá þeir Jónsi og tónlistar-
maðurinn Sin Fang laginu raddir sínar.
Nýtt í bíó
Við höfum beðið þolinmóð
í þrettán ár síðan Leitin að
Nemó kom út eftir að sjá
gleymna fiskinn Dóru aftur,
en nú er Leitin að Dóru loksins
komin í bíó. Pollslakar skjaldbök-
ur og óþolandi mávar eru á sínum stað, auk
Dóru sem hlýtur að teljast geðþekkasti fiskur
heims.
Nýtt í karókíi
Nú hefur fyrsta
karókíherbergi lands-
ins verið opnað, en það
er á Oddsson hótelinu í
JL-húsinu. Herbergið má
leigja fyrir afmæli, vinnu-
staðapartí, eða bara fyrir sjálfan sig, og
þykir herbergið glæsilega útbúið. Ráðlegt
er að panta herbergið tímanlega.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
Útsala
Link-stóll. Svartur eða hvítur með svörtum
fótum. 12.900 kr. Nú 7.900 kr.
Lissabon-hornsófi. Ljósgrátt eða dökkgrátt áklæði. 363 x 257 cm.
279.900 kr. Nú 189.900 kr.
25%
BÆTUM VIÐ VÖRUM OG AUKUM AFSLÁTT
Panama-stóll. Hvítur, gulur
eða appelsínugulur. 14.900 kr.
Nú 9.900 kr.
Austin-sófi. Tveggja sæta með opnum enda. 234 x 204 cm. 119.900 kr. Nú 89.900 kr.
Sparaðu allt að
50%
AF VÖLDUM
SUMARVÖRUM
Quebec-borð og 4 Link-stólar. Fallegt hvítt borðstofuborð með krómfótum og 4 stólar
með hvítri setu og krómfótum. 121.400 kr. Nú 81.500 kr.
25%
Nyhavn-stóll. Plastseta með viðarfótum.
19.900 kr. Nú 11.900 kr. Einnig til hvítur.
Lunel-sófaborð. Endurunninn viður.
150 x 150 cm. 149.900 kr. Nú 49.900 kr.
Cohen-loftljós. Kopar. 32 cm.
49.995 kr. Nú 37.495 kr.
40%
Sparaðu
30%
AF ÖLLUM HANDKLÆÐUM
Sparaðu
30%
AF ÖLLUM SÁPUM
30%
65%25%
35%
LANGVIRK SÓLARVÖRN
Sölustaði má finna á celsus.is
bakhlid.indd 1 11.5.2016 13:10:35
Anna Jóna Dungal
„Ég horfi aldrei á
íþróttir nema þegar
það eru landsleikir
og ég hef auðvitað
fylgst með íslenska
landsliðinu á EM.
Það kemur alveg á óvart
hvað ég öskra mikið á sjónvarpið
því ég veit ekkert hvað ég er að tala
um eða hvað reglurnar þýða. Þegar
það er dæmt eitthvað á okkur þá er
ég bara „hey! dómari!,“ en veit samt
ekki neitt. Í gær horfði ég síðan á
greiningarþátt um leikinn okkar við
England. Það er greinilega meira á
bak við þetta en maður heldur.“
Elísabet Indra Ragnarsdóttir
„Ég sónaði alltaf út
þegar íþróttafréttir
voru í útvarpi og
sjónvarpi, en svo
vorum við úti í
Lissabon á fótbolta-
bar þegar leikurinn
við Portúgal fór fram.
Það var skemmtileg reynsla að vera
sífellt í andstöðu við lætin í Portúgöl-
um. Síðan hef ég horft á hvern leik
landsliðsins og heimildamyndina
Jökullinn logar. Ég get ekki beðið
eftir sunnudeginum. Ég er meira
að segja smám saman að átta mig á
hvað rangstæður þýðir!“
Svavar Örn Svavarsson
„Ég hef aldrei skilið
þessa ofboðslegu
dýrkun á fótbolta,
hvernig göngulag
manna breytist
eftir því hvernig
leikur fór. Alltaf
sagt að þetta sé bara
leikur. En þetta hefur snúist við eftir
EM og þar sem ég vinn náið með
Svala á K100 þá er merkilegt að sjá
hvernig vinur manns verður alveg
heltekinn af þessu og ég náttúrulega
smitast eitthvað af því. Viðurkenni
að ef ég væri einn á eyðieyju með
sjónvarp þá væri ég orðinn alveg
„spinnegal“. Sjálfur fer ég á Arnarhól
á morgun, sunnudag, þar sem K100
sér um stemninguna.“
Tölum um...
nýbakaðar fótboltabullur
NÝTT Í
BÆNUM