Fréttatíminn - 02.07.2016, Page 40
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Ég vil gefa til baka, eins mikið og ég get, og þess vegna læt mig hafa það að hlaupa tíu kílómetra, þó ég hafi aldrei gert það
áður,“ segir Kristín Ýr Gunnars-
dóttir sem hleypur til styrktar
Einstökum börnum í Reykja-
víkurmaraþoninu í ágúst. Dóttir
Kristínar, sem er rúmlega tveggja
ára, greindist með litningagalla
sem heitir Williams heilkenni
þegar hún var 13 mánaða, og hafa
Einstök börn veitt fjölskyldunni
mikinn stuðning. „Þau hafa meðal
annars hjálpað okkur að komast í
samband við foreldra barna með
sömu fötlun úti í heimi. Það skipt-
ir ótrúlega miklu máli,“ útskýrir
Kristín.
Kom af fjöllum
„Ég hef tekið þátt í tveimur
fimm kílómetra hlaupum á síð-
ustu vikum, Miðnæturhlaupinu
og Víðavangshlaupi, og það er í
fyrsta skipti sem ég hleyp eitt-
hvað. Þannig þetta verður algjör
frumraun í ágúst.“ En það er ekki
nóg með að um frumraun verði
að ræða heldur má frumraun-
in í mesta lagi taka klukkutíma.
Ástæðan er ekki brjálæðislegt
keppnisskap Kristínar heldur
arfaslakir skipulagshæfileikar.
Hún á nefnilega flug til útlanda
fjórum klukkutímum eftir ræsingu
hlaupsins.
„Þegar ég skráði mig í þetta
hlaup þá hélt ég að það væri síð-
ustu helgina í ágúst, þó allir hlæi
að mér núna og segi að ég hefði
mátt vita að það væri sama dag og
Menningarnótt. Ég vissi nefnilega
alveg að ég væri að fara til útlanda
þann dag. Það var ekki fyrr en
mágkona mín, sem er að fara með
mér út, hringdi í mig til að benda
mér á að það væri búið að heita á
mig í hlaupi sem ég gæti alls ekki
hlaupið í, að ég áttaði mig á mis-
tökunum. Ég kom þá algjörlega af
fjöllum,“ segir Kristín og skellir
upp úr.
Lætur þetta ganga upp
Fyrstu viðbrögð Kristínar voru
að sjálfsögðu að ætla að hætta við
hlaupið og var hún farin að klóra
sér í hausnum yfir því hvað yrði þá
um peningana sem hún var þegar
búin að safna. „Svo fór ég að skoða
flugmiðann betur og sá að flugið
er klukkan rúmlega eitt en hlaupið
er ræst hálf tíu. Ég ætla að reikna
með að það verði ekki meira en tíu
mínútna seinkun á ræsingu og þá
ætti þetta alveg að sleppa. Ég bara
hleyp bara af stað, í gegnum mark-
ið, út í bíl og bruna út á flugvöll.
Flestir taka andköf og segja þetta
ekki raunhæft en aðrir segja að
þetta sé einfaldlega týpískt ég. En
það er búið að heita á mig og verð
bara að gera þetta. Ég læt þetta
ganga upp,“ segir hún ákveðin en
með kímni í röddinni. „Svo skipti
ég bara um föt í bílnum á leiðinni
út á flugvöll og tek kattarþvott á
Reykjanesbrautinni. Ef það kem-
ur í fréttum að það sjáist í beran
bossa á Reykjanesbrautinni þá er
það bara ég.“
Hjólaði um Suður-Frakkland
En þó Kristín hafi ekki mikið verið
að hlaupa þá hjólar hún eins og
vindurinn og er einmitt nýkom-
in heim frá Suður-Frakklandi þar
sem hún hjólaði um 800 kílómetra
ásamt manninum sínum, frá Genf
til Cannes. „Hlaupin reyna vissu-
lega meira á en þegar ég hjólaði í
Frakklandi þá byggði ég upp mikið
þol. Þetta var mjög stórt og mikið
ævintýri, við villtumst svolítið í
fjallgörðum og þolið kom mikið
þar. Ég varð svo „húkt“ á því að
hjóla úti að ég keypti mér racerhjól
úti og flutti með mér heim, og ég
hjóla alveg annan hvern dag.“
Kristín segir þetta hafa verið
algjöra draumaferð og mælir hik-
laust með því að hjóla um Suður-
-Frakkland. „Þetta er auðveldara
en fólk heldur. Fólk finnist þetta
risaafrek en þetta er það ekki.
Maður er ekki að keppa, maður
hjólar bara eins hratt og maður
getur og ef maður er þreyttur þá
stoppar maður og fær sér bjór eða
baguette. Það er enginn pressa.
Maður tekur bara eitt stig í einu og
allt í einu er maður búinn að hjóla
ógeðslega mikið. Þetta er allavega
í fyrsta skipti sem ég kem endur-
nærð frá útlöndum, því þetta er
svo gott fyrir sálina.“
Verður að klára hlaupið til að ná flugi
Kristín Ýr hleypur fyrir Einstök börn í Reykjavíkurmaraþoninu og má í mesta lagi vera í klukkutíma til að ná
millilandaflugi. Nýkomin úr hjólaferð um Suður-Frakkland.
Í fyrsta skipti Kristín hefur aldrei hlaupið tíu kílómetra áður og mun þreyta frumraunina í
Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Mynd | Hari
Smeg raftæki nú
fáanleg í Hrím
Í versluninni Hrím eldhús fæst heil línan af Smeg eldhústækjum í öllum
regnbogans litum. Nældu þér í þinn uppáhalds lit eða blandaðu
nokkrum saman af þessari tímalausu og endingargóðu hönnun.
Unnið í samstarfi við Krúnk
Tímalaus hönnun ítalska fyrirtækisins Smeg hefur slegið í gegn á heims-vísu. Smeg sýndi heims-
byggðinni að eldhústæki geta
líka verið hönnunargripir, falleg
og djásn heimilsins. Vörurnar
eru þekktar fyrir gæði og
góðan endingartíma.
Þær sameina hönnun
og notagildi og hafa
í gegnum tíðina
skapað sér sess
sem eitt þekktasta
hönnunarmerki
heims.
Verslunin Hrím eld-
hús á Laugavegi hefur
lengi selt Smeg ísskápana
sem flestir þekkja. Þeim bregður
fyrir í klassískum bíómyndum og
öllum helstu hönnunartímaritum.
Nú er öll raftækjalínan í eldhús-
ið fáanleg í verslun Hrím eldhús:
brauðrist, blandari, hrærivél og
hraðsuðuketill. Eldhústækin eru
fáanleg í öllum regnbogans litum.
Því má ýmist leika sér að ólíkum
litasamsetningum eða hrein-
lega fá sér alla línuna í þínum
uppáhalds lit. Stíll varanna
er innblásinn frá sjötta
áratugnum, retró
stemning, uppfull af
litagleði.
Hægt er að kaupa
Smeg vörurnar í
netverslun Hrím á
www.hrim.is eða í
verslun þeirra á Lauga-
vegi 32. Á Facebook síðu
Hrím stendur yfir gjafaleikur og
eiga þátttakendur möguleika á að
vinna brauðrist í lit að eigin vali.
…heilsa
kynningar
8 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016
Hraðsuðuketill Fallegur ketill sem tekur
1,7 lítra af vatni og er fljótur að hitna.
Brauðristin
Falleg brauðrist úr ryðfríu stáli.
Stíll varanna
er innblásinn f
rá
sjötta áratugn
um,
retró stemnin
g,
uppfull af lita-
gleði.
Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur
örva brennslu og meltingu og eru
bjúglosandi. Sérstaklega er mælt
með vörunni til að hreinsa líkamann.
Colonic Plus
Kehonpuhdistaja
www.birkiaska.is
www.birkiaska.is
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði
vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Birkilaufstöflur
www.birkiaska.is
Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika
og verkjum í liðamótum og styrkir
heilbrigði burðarvefja líkamans.
2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt
að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur
hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.
Bodyflex
Strong
Evonia eykur hárvöxt með því að
veita hárrótinni næringu og styrk.
Evonia er hlaðin bætiefnum sem
næra hárið og gera það gróskumeira.
Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.
Evonia
www.birkiaska.is