Fréttatíminn - 02.07.2016, Page 45
Sérblað um hálendisferðir
sumarið 2016
Sími: 587 6000 - Netfang: info@trex.is
Nánari upplýsingar átrex.is
Trex er eitt af stærstu rútufyrirtækjum landsins með
áratuga reynslu í þjónustu við hópa. Eigum bíla fyrir litla
og stóra hópa allt frá 14 sæta bílum upp í 69 sæta bíla.
Hafið samband og látið okkur um aksturinn!
EKKI FLÆKJA FERÐINA
TAKTU RÚTU!
Sjö heimsóknir til Íslands
Eldgjá – Volker Jähnke
„Þetta er í annað skiptið sem ég heimsæki
Eldgjá en í fyrra skiptið gafst mér ekki tæki-
færi til að ganga að Ófærufossi. Þegar ég
heimsótti Ísland í sjöunda skiptið ferðað-
ist ég með fjölskyldunni um hálendið. Við
heimsóttum Hrauneyjar í nokkra daga og
í kjölfarið Fjallabaksleið nyrðri að Eldgjá.
Leiðin var stórkostleg og veðrið sömuleiðis,
svo við héldum að Ófærufossi fótgangandi.
Veðrið tók skyndilegum breytingum en við
vorum ekki klædd fyrir slíka rigningu sem
tók við okkur. Það voru allir dálítið svekktir
út í mig fyrir að hafa dregið sig þangað upp,
orðin blaut í gegn. Það hinsvegar gleymd-
ist allt þegar þessi fagri regnbogi lét sjá sig.
Þetta er ein af mínu bestu minningum frá Ís-
landi, þessi afskekkti staður og fegurðin var
ógleymanleg.“
@volkerjahnke
á Instagram
@mmkwock
á Instagram
@joshuaarrgh
á Instagram
Næturganga um Hornvík
Hornstrandir – Matt Kwock
„Hornstrandir er ótrúlega fallegur staður. Ég ferðaðist með hópi ljósmyndara og við gengum heila nótt til árla
morguns. Það var hlýtt í veðri þetta júníkvöld og við nutum útsýnisins yfir stórbrotnu landslagi Hornvíkur-
klettanna. Við vorum heppin með veður og gátum notið miðnætursólarinnar setjast og rísa aftur um morgun-
inn á meðan við könnuðum svæðið. Ég mun aldrei gleyma fegurðinni og kyrrðinni á svæðinu. Það er einstök
og öflug tilfinning að vera fjarri byggð og samfélagi manni í slíkri náttúruperlu.“
Fékk loksins að sjá fossinn
Dettifoss – Joshua Robertson
„Í gegnum árin sem ég hef heimsótt Ísland hefur mér ekki gefist tæki-
færi til að heimsækja Dettifoss. Það hefur ýmist verið ófært vegna
rigningar eða þungs snjós. Í ár fékk ég loksins drauminn uppfylltan og
upplifði krafta þessa stórkostlega foss. Ótrúleg tilfinning sem ég mun
aldrei gleyma.“
Sögur af
óbyggðinni
Ferðamenn sjá fegurðina í okkar hversdags
leika. Það er ekki nema nokkurra klukkustunda
akstur að ógleymanlegum náttúruperlum sem
Íslendingar verða að heimsækja.