Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 02.07.2016, Blaðsíða 52
Langidalur á Þórsmörk Skemmtilegar gönguleiðir og falleg náttúra Skagfjörðsskáli er skáli Ferða- félags Íslands í Langadal á Þórsmörk, með gistiaðstöðu fyrir 75 ferðamann. Jafnframt er þar hreinlætishús með vatnssalernum og sturtum, lítill svefnskáli og lítil verslun. Tjaldsvæði er við fallegan lund sem kallaður er Sólskinsdalur. „Það er veðursælla í Þórsmörk,“ segir Eyrún Ósk Stefánsdótt- ir skálavörður. „Hér er talsverð umferð af fólki og við fáum mikið af dagsgestum. Fólk labbar mikið upp á Valahnjúka yfir í Húsdal og öfugt. Flestum finnst það algert æði. Þar er svo ótrúlega flott út- sýni yfir Þórsmörkina og Goða- landið.“ Eyrún Ósk segir að íslenskir ferðamenn séu duglegir að heim- sækja Þórsmörk, bæði þeir sem eru að ganga Laugaveginn og margir hafi það að hefð að koma á hverju ári. „Í gær fékk ég hingað konu sem ætlar að dvelja í sex nætur með barnabarninu sínu. Og um daginn mætti stórfjölskylda hingað og hélt upp á 75 ára afmæli ættmóðurinn- ar,“ sem Eyrún Ósk segir gott dæmi um hvernig hefðin heldur áfram innan fjölskyldunnar. „Mér finnst svakalega gaman þegar fólk kemur og heldur afmæli hérna.“ „Þórsmörkin er einstaklega falleg og það er svo margt sem er hægt að gera hérna. Mikið er af gönguleiðum, bæði stutt- um og löngum og allt þar á milli. Það er ótrúlega gaman að koma í Þórsmörk.“ Náttúran í fyrsta sæti Ferðafélag Íslands vill stuðla að því að Íslendingar ferðist um landið, kynnist landfræðilegri sögu þess og nýti þau forréttindi að búa í návígi við einstaka náttúru. Hálendið og óbyggðir Reimt á fjöllum Stefán Jökull Jakobsson er yfir- skálavörður og sem slíkur ferð- ast hann mikið um hálendið og óbyggðir. „Gistiskálar Ferðafélags Íslands eru til þess fallnir að fólk eigi auð- velt aðgengi að landinu. Mest eru það erlendir ferðamenn sem eru að nýta þá en Íslendingar mættu nota þá meira. Skála er á finna bæði á vinsælum stöðum, eins og Þórsmörk og við Landmanna- laugar, og á afskekktum stöðum eins og við Hlöðufell og Horn- bjargsvita. Frá hverjum skála eru áhugaverðar gönguleiðir sem ger- ir fólki kleift að kynnast stórbrot- inni og fjölbreyttri náttúru og sjá mótunarsögu landsins.“ Á afskekktari stöðum, þar sem lítið er um göngufólk og jafn- vel engin bílaumferð, er hægt að upplifa algera kyrrð. Þar í kyrrðinni verða sumir varir við draugagang. „Já, fólk hefur orðið fyrir ónæði en enginn hlotið neinn skaða. Að mestu leyti er þetta fólk sem hefur orðið úti sem er að leita sér húsaskjóls í skálunum. Einn drauginn köllum við myrk- fælna drauginn því á veturna á hann það til að kveikja ljós á nótt- unni. Annar draugur ónáðar fólk sem sefur í ákveðinni koju í einum af okkar skálum. Oftast stend- ur kojan auð en menn hafa látið Unnið í samstarfi við Ferðafélag Íslands Á hálendinu og víðar er að finna skála Ferðafé-lags Íslands sem reistir voru upphaflega í þeim tilgangi að auðvelda íslendingum að sækja afskekkta staði heim enda er einn tilgangur félags- ins að greiða fyrir ferðalögum um landið. Allir eru skálarnir staðsettir í fallegri náttúru og umhverfis þá eru góð- ar gönguleiðir sem skálaverðir geta vísað fólki inn á. Jafnframt eru þar góð tjaldstæði og önnur aðstaða fyrir ferða- menn sem eru á ferðalagi í óbyggðum. „Það er mjög ánægjulegt að fjöldi Íslendinga sem ferðast innanlands og fer í ferðir upp á hálendið og í óbyggð- ir hefur auk- ist jafnt og þétt undanfarin ár. Því fleiri sem kynn- ast og þekkja landið okkar og stórbrotna náttúru þess, því betra,“ segir Páll Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Ferðafé- lags Íslands. „Náttúran er okkar mikilvægasta auðlind en um leið sú viðkvæmasta og mikil- vægt að við setjum hana í fyrsta sæti. Við verðum sem þjóð að hraða okkar vinnu þegar kemur að uppbyggingu innviða sem og stýringu ferðamanna. Sumar- ið er yndislegt á Íslandi og um leið og við njótum þess að ferð- ast um náttúru landsins eigum við að sýna gott fordæmi með góðri umgengni,“ segir Páll Guð- mundsson. Vinsæl gönguleið Margir ganga Laugaveginn, en á leiðinni er hægt að gista í skálum Ferðafélags Íslands. Fjallið Hattfell er í baksýn. Mynd | FÍ Björk Guðbrandsdóttir Náttúrufegurð í Þórsmörk Skagfjörðsskáli Ferðafélags Íslands, byggður 1954. Mynd | FÍ Björk Guðbrandsdóttir á það reyna að sofa þar og flestir sofa vel alla nótina, þó einhverjir segjast hafa þurft að vakna um miðja nótt og víkja úr koju svo draugurinn komist leiðar sinnar,“ segir Stefán Jökull. Jafnframt ítrekar hann að það sé ekkert að óttast og viðurkennir sjálfur að hafa fundið fyrir óútskýrðri nærveru. „Það er sérstök upplif- un að vera staddur í óbyggðum og anda að sér hálendisloftinu,“ segir Stefán Jökull. Að hans mati er mikilvægast að njóta náttúr- unnar og sýna henni virðingu. „Það er gott að muna það að fólk á að taka allt með sér til baka til byggða, bæði farangur og sorp. Þar að auki er mikilvægt að ganga vel um skálana og skilja vel við fyrir næsta ferðlang sem á þar leið um.“ …ferðir kynningar 8 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016 Skálarnir gera fólki kleift að kynnast stórbrot- inni og fjölbreyttri náttúru. Við eigum að sýna gott fordæmi með góðri umgengni. Því fleiri sem kynnast og þe kkja landið okkar o g stórbrotna ná ttúru þess, því betra .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.