Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 02.07.2016, Síða 56

Fréttatíminn - 02.07.2016, Síða 56
Ferðir fyrir alla Tanni Travel býður upp á persónulega, alhliða þjónustu fyrir hópa. Náttúrufegurð Rauðubjörg við Barðsnes, paradís göngumannsins. Ævintýraleg skíðasvæði Í Oddskarði og Stafdal eru skemmtileg skíðasvæði. Hafrahvammagljúfur Mikilfengsta gljúfur landsins. Vetrardásemd Heita laugin í Laugarfelli á fljótsdalsheiði er á meðal kennileita á Austurlandi. …ferðir kynningar12 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016 Snæfell er hæsta fjall Ís- lands, utan jökla, og er svæðið umhverfis það innan marka Vatnajökulsþjóð- garðs. „Fyrir marga er Austurland lík t og að koma til útlanda. Persónuleg þjónusta um Austurland Tanni Travel býður upp á lausnir fyrir hópa með áherslu á Austurland. Metnaður er settur í persónulega þjónustu um svæðið sem fjölskyldu fyrirtækið rekur rætur sínar til. Komið er til móts við allar óskir svo draumaferðin sé uppfyllt. Unnið í samstarfi við Tanna Travel Tanni Travel hefur í ár-anna rás ferðast með hópa um allt Ísland en lagt áherslu á Austurland. Fyrirtækið rekur sína eigin hópbifreiðar í öll- um stærðum og gerð- um sem henta hverjum hópi og skilyrðum fyrir sig. „Við þjónustum alla hópa og það er okkar stefna að veita alhliða, persónulega þjónustu. Hvort sem það eru gönguhóp- ar, ráðstefnugestir, félagasam- tök, fjölskyldur, vinahópar eða íþróttafélög þá aðstoðum við alla til að skapa sitt ævintýri,“ segir Díana Mjöll Sveinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Tanna Travel. Við þekkjum svæðið „Fyrir marga er Austurland líkt og að koma til útlanda. Þeir sem eiga ekki rætur þangað að rekja hafa margir ekki heimsótt Austurland áður. Náttúran og umhverfið er framandi og allt annar heimur inn- an Íslands. Við þekkjum svæðið vel og leggjum okkur fram við að kynna allt það frábæra sem Aust- urland hefur upp á að bjóða með hálendið, skóga og firðina í for- grunni,“ segir Díana Mjöll. Tanni Travel er fjölskyldu- rekið fyrirtæki með sterk tengsl við Austurland og fáir sem hafa slíka þekkingu á svæðinu. Að ferðast með þeim er líkt og að heimsækja gamlan vin í heima- bæinn sinn, hann sýnir þér allt það sem heimamennirn- ir bardúsa og allt það sem er áhugavert að sjá. „Pakkaferðirnar okkar eru vin- sælar en við erum sveigjanleg og vinnum okkur að átt sem báðir aðilar eru sáttir með og komum til móts við allar óskir. Við útvegum flug, ferjur, leiðsögn, afþreyingu, gistingu, mat og annað sem að ferðalaginu lýtur,“ segir Díana Mjöll. Magnaðar náttúruperlur Á meðal kennileita á hálendi Austurlands, sem Tanni Travel hefur yfirgripsmikla þekkingu á, ber að nefna svæðið í kring- um Snæfell, náttúrulaugina í Laugarfelli á Fljótsdalsheiði, þar sem hægt er að baða sig allt árið og er einstök upplifun, svæðið í kringum Kárahnjúkavirkjun og Hafrahvammagljúfur, eitt mik- ilfenglegasta gljúfur á landinu, 15 km langt og 200 m djúpt. Þangað ættu allir Íslendingar að leggja leið sína og upplifa smæð sína í náttúrunni. Mikilfenglegar gönguleiðir eru í og við gljúfrið. Á veturna er Tanni Travel við öllu búið með fjórhjóla- drifnar rútur, vegbúnar fyrir hálendið. „Veturinn á Austurlandi er æv- intýri líkastur, þar eigum við tvo stórkostleg skíðasvæði, í Odds- skarði og Stafdal, en svæðin eru miðstöð vetraríþrótta á Aust- urlandi. Nú eru fjallaskíði orðin vinsæl íþrótt og við komum við til móts við alla hópa með persónu- legri ráðgjöf um hvert sé best að sækja og gista.“ Vinsælar ferðir Samkvæmt Díönu Mjöll eru ferðir á Snæfellssvæðið vinsælar þegar Austurland er heimsótt. Snæfell er hæsta fjall Íslands, utan jökla, og er svæðið umhverfis það inn- an marka Vatnajökulsþjóðgarðs. Við rætur fjallsins eru gistiskálar og tiltölulega auðvelt að ganga þaðan á fjallið, útsýnið á toppnum nær yfir þjóðgarðinn. „Við höf- um meðal annars verið að vinna með Óbyggðasetrinu og hafa þær ferðir slegið í gegn. Þá fá gestir að upplifa Ísland á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Boðið er upp á að gista í baðstofu, smakka reykt kjöt beint úr reykkofanum, draga sig yfir Jökulsá á kláfi og fólki gefin innsýn í gamlan tíðaranda á Íslandi og hvernig var að búa í og við óbyggðir Íslands. Tanni Travel vinnur náið með þjónustu, afþreyingu og gistirým- um Austurlands. Hvort sem um er að ræða skíðaferðir, hestaferð- ir, útsýnisferðir um skóga, fjöll, hálendi og fossa. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Tanna Travel www.tannitravel.is eða í síma 476-1399.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.