Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 16.07.2016, Blaðsíða 24
Þær Kristín, Katla og Rósa vinna í Fótboltaskóla Vals og hefja alla morgna á stór- fiskaleik með kátum krökkum. „Upphitunin er venjulega stór- fiskaleikur,“ segir Rósa. „Það er langvinsælast.“ Stelpurnar reyna að sofa eins lengi og þær geta áður en þær fara í vinnuna. „Ég er með svona tólf vekjaraklukkur,“ segir Rósa. „Já ég reyni að sofa eins lengi og ég get,“ bætir Kristín við og þær hlæja dátt. Þær Kristín og Katla búa í Hlíðunum og hjóla því eða labba, nývaknaðar, í vinnuna. „Maður mætir bara rétt fyrir níu og þá hefst ballið,“ bætir Katla við.“ „Ég bý í Breiðholti þannig að ég tek strætó hingað niður eftir – gefst því nægur tími til að vakna almennilega fyrir fjörið í Val,“ seg- ir Rósa. Þær segja vinnuna í Fótbolta- skólanum einkar skemmtilega – ekki sé hægt að vinna fjörugra starf. „Við erum allar Valsarar og höfum verið hér meira og minna frá því við vorum sjálfar börn, á leikjanámskeiðum eins og þess- um,“ segir Kristín. „Þetta er geggj- uð vinna.“ | bg 24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 16. júlí 2016 Þetta er slagorð sem er orðið þekkt hér fyrir vestan,“ seg- ir Óli aðspurður um upphafið að ballferðum Óla Hall. „Ég var skipstjóri í mörg ár en byrjaði að keyra leigubíl fyrir um níu árum. Ég auglýsti í bæjarblöðunum en það gerðist ekkert því enginn þekkti mig þá. Svo var einn tek- inn hérna fullur fyrir að keyra og þá sagði sonur minn að honum hefði nú verið nær að fara á ball með Óla Hall. Þetta fór að spyrjast út og ég breytti auglýsingunni í „Allir á ball með Óla Hall“ og það svoleiðis gjörbreyttist bisness- inn hjá mér. Allt í einu voru eldri konurnar komnar með útklippta auglýsingu á ísskápinn hjá sér og krakkarnir sungu „Allir á ball með Óla Hall“ í bílnum hjá mér,“ segir Óli sem keyrir ekki einung- is hressa djammara milli staða, heldur allskonar kúnna. „En bis- nessinn hefur hrapað niður, ég veit ekki hvað það er. Kannski er fólk að skemmta sér minna.“ | hh Allir á ball með Óla Hall Bisnessinn gjörbreyttist með breyttri auglýsingu Óla Hall. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Mér líður stundum eins og ég búi í fé-lagsmiðstöð,“ segir Heiða Vigdís Sigfús-dóttir sem býr hjá foreldrum sínum ásamt bræðrum sínum tveimur og hundi í Vestur- bæ. „En mér semur mjög vel við fjölskylduna mína og tek á mig að heimilið sé stundum eins og fé- lagsmiðstöð – ég held oft partí.“ Heiða lærir hagfræði í háskól- anum og var í skiptinámi í Svíþjóð seinasta vetur. „Þar fannst öllum algjört grín að maður byggi ennþá heima,“ hún þagnar og hugsar sig um. „Það er líka algjört grín!“ Hún segir undarlegt að vera komna aftur í foreldrahús eftir að hafa verið í námi erlendis þar sem hún stóð á eigin fótum. „En eins og ég sagði þá fannst Svíun- um þetta mjög skrítið og í stóra samhenginu er þetta bara mjög óeðlilegt ástand; bæði ég og bróðir minn, sem er 27 ára, búum heima hjá okkur. Íslendingar eru eilífðar- unglingar miðað við frændur sína á Norðurlöndum.“ Hún segir að mörgu megi breyta. „Í Skandinavíu er stuðn- ingur við ungt fólk miklu betri og aðrar pælingar í gangi. Ríkið styrkir fólk með fjárgreiðslum og svo er mikið um að fólk eigi íbúðir í sameignarfélögum. Ég veit alveg að ríkið hefur ekki endilega efni á því að styrkja ungt fólk, veit reyndar ekki á hverju það hefur efni á yfir höfuð, kannski engu. En það þyrfti að koma á einhverjum lagabreytingum um málið, byggja fleiri íbúðir fyrir ungt fólk – núna er verið að byggja íbúðir, rétt hjá mér á Granda, og þær kosta 77 milljónir stykkið.“ „En ég vil ekkert vera neikvæð, er bara „realisti“, auðvitað er líka lúxus að fá hafragraut og kaffi á morgnana. Heitan mat á kvöldin,“ segir Heiða. Íslendingar eru unglingar að eilífu Með hækkandi leiguverði og minnkandi fram- boði á húsnæði fyrir ungt fólk í startholum lífsins fjölgar þeim sem dvelja í hreiðrinu fram eftir aldri. Í fyrsta sinn í 130 ár er líklegra að Bandaríkjamenn á aldrinum 18–34 ára búi á heimili foreldra sinna, en að þeir búi í eigin húsnæði með maka. Eru þetta ósjálfstæðir eilífðarunglingar eða er þetta bara það sem koma skal ef leigumarkaðurinn breytist ekki? Heiða er að flytja í nýtt herbergi hjá foreldrum sínum. Mynd | Hari Kristín, Katla og Rósa eru hressar í morgunsárið. Mynd | Birna Morgunstundin Byrja daginn á stórfiskaleik Í Skandinavíu er stuðn- ingur við ungt fólk miklu betri og aðrar pælingar í gangi. Ríkið styrkir fólk með fjárgreiðslum og svo er mikið um að fólk eigi íbúðir í sam- eignarfélögum. Fullorðin í foreldrahúsum Hin fagra og forna Albanía. Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergi Innifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæði í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. Upplýsingar í síma 588 8900 Albanía 4. - 15. október WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralíf og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída,gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo á lúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið. 568.320.- á mann í 2ja manna herbergi Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri, allar ferðir og aðgangur þar sem við á. 0 4 - 1 9 O k t ó b e r 2 0 1 6 Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA MEXICO, BELIZE & GUATEMALA

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.