Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 05.08.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 05.08.2016, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 5. ágúst 2016 „Ég gef mér yfirleitt tíma í smá spjall við mennina á netinu áður en ég ákveð að hitta þá. Ef það er ekkert sem truflar mig, gef ég upp heimilisfangið,“ segir hún og bætir við að meirihluti þeirra karla sem koma séu bara „venjulegir“ karlar sem vilja „venjulegt“ kynlíf. „Þeir elska konurnar sínar og vilja ekki missa þær en kynlífið er búið. Það byggist upp ófullnægja og spenna, þeir fara að missa stjórn á sér og öskra á börnin sín. Stundum eru liðin mörg ár síðan þeir stunduðu kynlíf með konunum sínum. Ég vil helst hitta gifta menn, þá er þag- mælskan gagnkvæm.“ Fæstir með hórufantasíur „Sumar konur eru með ákveðinn taxta eftir því hvað er gert, en ég er ekki í því. Margir eru með ein- hverjar sérþarfir en flestar einfald- ar, eins og endaþarmsmök. Ég tek á móti körlunum, í bol sem nær niður á mið læri en nakin að öðru leyti. Þeir eru fæstir með einhverjar hórufantasíur um rosalega háhæl- aða skó og sexí undirföt. En ef þeir biðja um það, reyni ég að koma til móts við þá. Hún segist ekki hafa lent í of- beldisfullum mönnum. „Það eru meira yngri stelpurnar sem lenda í því. Þær sem eru í neyslu og selja sig til að fjármagna það. Ég er með fastakúnna, sömu mennirn- ir koma aftur og aftur, þeir vilja oft spjalla og létta þannig á sér. Ég reyni að vera allt í senn, hóran, sál- fræðingurinn og vinur þeirra. Og ég hef ekkert samviskubit, enda held ég að ég hafi bjargað mörgum hjónaböndum. Það kemur fyrir að ég vil ekki hitta menn aftur. En það er yfirleitt vegna þess að mér hef- ur fundist þeir óþrifalegir eða frá- hrindandi. Enginn veit um vændið Hún segir að enginn úr fjölskyldu sinni né vinahópi viti um að hún sé farin að stunda vændi. „Og ég vil alls ekki að þau viti það.“ „Þetta er það sem ég geri núna, ég má það ekki, en ég geri það samt. Ég er glöð að geta hjálpað börnun- um mínum en þau yrðu ekki ánægð með að vita hvaðan peningarnir koma. Þannig er það bara. Þetta var eina leiðin sem ég sá að væri fær, fyrir mig. Það er auðvitað hart að þurfa að fara þessa leið. En ég skammast mín ekkert mikið.“ Kona með sögu um hrikalegt lík- amlegt ofbeldi, fátækt og langvar- andi kynferðisofbeldi í bernsku er í raun skólabókadæmi um þá sem leiðast út í vændi. Blasir ekki bara við að þú sért fórnarlamb að- stæðna? „Nei, ég er ekki fórnarlamb. Ég neita í raun og veru að vera fórnar- lamb og láta þvinga mig til að lifa í þeirri niðurlægingu að þurfa að neita mér um allt,“ segir hún. Hún segist heldur ekki hafa verið fé- lagslega einangruð þótt það sé oft og tíðum fylgifiskur örorkunnar: „Nei, ég á marga vini og kunningja og stóra fjölskyldu, ég var ekkert einmana en margir öryrkjar ein- angrast auðvitað félagslega. Það er ömurlegt að þurfa að selja sig til að komast af en þetta er bara miklu al- gengara en fólk heldur. Frá mínum bæjardyrum séð, þaðan sem ég er núna, virðist um helmingur þjóðar- innar vera að gera það sem ekki þolir dagsins ljós. Fólk er með sér- stakar Facebook-síður til að skiptast á læknadópi og kaupa vændi. Karl- ar úr öllum stéttum eru að kaupa sér vændi og það eru læknar á háu kaupi sem skrifa upp á læknadóp- ið. Ég fer til hárgreiðslukonunnar í hverfinu og fæ mér klippingu og borga með peningum svo hún geti svikið undan skatti. Það eru fæst- ir í þessu þjóðfélagi alveg sjúklega heiðarlegir og kerfið er að molna í sundur. Ég er kannski komin á jarðsprengjusvæði með því að tala um þetta. Það er skrítið en ég upplifi einhvern náungakærleika í vændinu. Ég leggst ekki bara á bak- ið og glenni mig. Það eru menn úti í samfélaginu sem borga peninga fyrir að nota líkamann minn. Ég nota peningana til að hjálpa sjálfri mér og öðrum. Þannig er þetta bara.“ „Sumar konur eru með ákveðinn taxta eftir því hvað er gert, en ég er ekki í því. Margir eru með einhverjar sérþarfir en flestar einfaldar, eins og endaþarmsmök.“ Hún segist vita um fleiri konur í sömu stöðu sem stundi vændi þar sem þær geti ekki framfleytt sér öðruvísi. Hún segist vita um konu sem stundi þetta með vitund og vilja mannsins síns. Hún sé öryrki en hann hafi lent í því að missa vinnuna. Þau þurfi á peningunum að halda og hún sé mjög vinsæl. Mynd | NordicPhotos/GrettyImages Það séu margar kynlífssíður á Facebook fyrir fólk sem er að leita eftir kynlífs- samböndum við hitt kynið, til dæmis síðan, Bólfélagar, 24/7 kynlíf. Hún hafi ein- faldlega búið sér til falskan Facebook-aðgang og sótt um að fá að ganga í hópinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.