Fréttatíminn - 05.08.2016, Blaðsíða 38
38 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 5. ágúst 2016
Talinn ósigrandi
Það er ótrúlegt að fylgjast með
fimleikamanninum Kohei Uchi-
mura. Hann er gjarnan borinn
saman við vélmenni í hreyfingum
sínum, hann klikkar aldrei. Á síð-
ustu ólympíuleikunum tók hann
eitt gull og fjögur silfur, einnig
situr hann á 10 heimsmeistaratitl-
um. Hann keppir í ýmsum grein-
um; bogahesti, slá, gólfi, tvíslá og
hringjum.
Hvenær: Allir viðburðir Uchimura
fara fram 6. ágúst
Mögulega sögulega stórir
viðburðir ólympíuleikanna
Ólympíuleikarnir í Ríó hefjast í dag. Fyrir meðaljóninn getur reynst erfitt að grisja það áhugaverðasta úr leikunum en
þeir standa yfir í 16 daga. Fréttatíminn tók saman lykilviðburði þar sem líkur eru á að brotið verði blað í sögunni.
Ólympíuleikarnir í Ríó
306
viðburðir
28
íþróttagreinar
11.239
þátttakendur
207
þjóðir
8
íslenskir keppendur
Krakkarnir okkar
6. ágúst
Anton Sveinn Mckee
– 100 metra bringusund
7. ágúst
Irina Sazonova – fimleikar
Eygló Ósk Gústafsdóttir
– 100 metra bringusund
Hrafnhildur Lúthersdóttir
– 100 metra bringusund
9. ágúst
Anton Sveinn Mckee
– 200 metra bringusund
10. ágúst
Hrafnhildur Lúthersdóttir
– 200 metra bringusund
11. ágúst
Eygló Ósk Gústafsdóttir
– 200 metra bringusund
12. ágúst
Guðni Valur Guðnason
– kringlukast
Þormóður Árni Jónsson
– júdó +100 kíló
16. ágúst
Ásdís Hjálmsdóttir – spjótkast
17. ágúst
Aníta Hinriksdóttir
– 800 metra hlaup
Usain Bolt gegn Justin Gatlin
Sprettharðasti maður í heimi, Usain Bolt, er talinn sjöunda undur ver-
aldar. Hann var fyrstur þátttakanda til þess að taka gullið, á ólympíuleik-
unum 2008, í bæði 100 og 200 metra spretti ásamt því að hreppa gullið
í 4x100 metra boðhlaupi ásamt liðinu sínu. Á ólympíuleikunum 2012
endurtók hann leikinn og fór með sigur af hólmi í öllum þremur grein-
um og tók svokallaðan „double triple“ sigur. Heimsbyggðin stendur á
öndinni því Bolt reynir nú við „triple triple“, að verja titilinn í þremur
greinum þrenna ólympíuleika í röð, eitthvað sem engum hefur tekist
áður.
Helsta fyrirstaða Bolt er ameríski kappinn Justin Gatlin í 100 metra
spretthlaupi. Á heimsleikunum í fyrra sigraði Bolt Gatlin naumlega, en
aðeins munaði einum hundraðasta úr sekúndu. Gaitlin náði besta tím-
anum í prufukeppninni fyrir leikana. Því verða öll augu á þeim þann 13.
ágúst.
Hvenær: 13. ágúst
Fimleikadrottning sem allir elska að sjá
Pressan er mikil á hinni ungu Simone Biles. Hún kemur fram á sínum
fyrstu ólympíuleikum í ár en hún skaust upp stjörnuhimininn á skömm-
um tíma þegar hún tók US national titlinn árið 2013 og aðeins tveimur
mánuðum síðar tryggði hún sér heimsmeistaratitilinn og hefur varið síð-
an, fyrst kvenna. Það þykir mikil skemmtun að fylgjast með Biles en hún
er full eldmóðs. Hennar helsti andstæðingur, Gabby Douglas, tók gullið
fyrir fjórum árum og er staðföst í þeirri trú að verja titilinn.
Hvenær: Allir viðburðir Biles fara fram 7. ágúst
Ætlar sér þrjá sigra
Shelly- Ann Fraser-Pryce frá
Jamaíka gæti orðið fyrst hlaupara
til að verja titilinn sinn þrenna
ólympíuleika í röð í 100 metra
spretthlaupi. Það er hins vegar
Elaine Thompson sem á besta tíma
ársins og því spennandi að fylgjast
með.
Hvenær: 12. ágúst
Lausar við hroka
Tekjuhæstu íþróttamenn heims eiga það til að sleppa ólympíuleikunum;
LeBron James, Stephen Curry og Rory Mcllroy. Þeir hafa einfaldlega efni
á því. Williams systurnar láta sig þó ekki vanta, þrátt fyrir að leikarnir
hafi ekki áhrif á stöðu í styrkleikalista atvinnumanna. Þær stefna á gullið
saman í tvíliðaleik en mæta verðugum andstæðingum frá Sviss, þeim
Martina Hingis og Belinga Bencic. Serena ætlar að verja titilinn sinn í
einstaklingskeppni en hún er núverandi ólympíumeistari.
Hvenær: Báðir leikir fara fram 6. ágúst, nánari tímasetning ræðst síðar.
Enginn á roð í undrabarnið
Nitján ára Katie Ledecky frá Banda-
ríkjunum varð ólympíumeistari í 800
metra skriðsundi aðeins 15 ára. Síðan
hefur hún sett 11 heimsmet og unnið
sigur í öllum alþjóðlegum keppnum
sem hún hefur tekið þátt í. Hún stefn-
ir á gullið í 200, 400 og 800 metra
skriðsundi.
Hvenær:
400 metrar: 7. ágúst
200 metrar: 8. ágúst
800 metrar: 11 ágúst
GLÆSILEGAR
BORGIR Í A-EVRÓPU
Í BEINU FLUGI
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa,
fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4
daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt
að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum
uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.
BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI
Ein af fallegri borgum Evrópu, hún
er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar
sem margar eru á minjaskrá Unesco,
forna menningu og spa/heilsulindir.
Þar hefur í árhundruði blandast
saman ýmis menningaráhrif sem
gerir borgina svo sérstaka.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
GDANSK Í PÓLLANDI
Hansaborgin Gdansk er elsta og
fallegasta borg Póllands, saga
hennar nær aftur til ársins 997.
Glæsilegur arkitektúr, forn menning
og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina
að vinsælustu ferðamannaborg
Póllands.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
RIGA Í LETTLANDI
Gamli og nýi tíminn mætast í borg
sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í
Riga er virkilegt augnayndi hvert sem
litið er og setur borgina á stall með
fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst
kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs
og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku
frá maí til október.
VERÐ FRÁ 87.900.-
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900