Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 05.08.2016, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 05.08.2016, Blaðsíða 46
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Okkur langaði til að gera eitthvað skemmtilegt. Eitthvað sem við gæt-um gert saman og haft gaman af lífinu og þá kom upp hugmyndin um að opna bar,“ segir Herdís Hrönn Árnadóttir sem opnaði á dögunum Íslendinga- barinn Nostalgiu á Tenerife ásamt manni sínum, Sævari Lúðvíkssyni. Þegar blaðamann ber að garði sitja þau úti í portinu fyrir framan bar- inn, ásamt íslenskum gestum. „Við vorum búin að koma hingað þrisvar áður og það er bara eitthvað við þessa eyju sem er svo heillandi,“ segir hún. Þau fluttu út í mars á þessu ári þó ákvörðunin hafi í raun verið tekin í fyrra. En þetta er ferli sem tekur tíma. Vantaði stað fyrir Íslendinga Þau höfðu heyrt Íslendinga á Tener- ife kvarta yfir því að það vantaði samastað fyrir Íslendinga á eyjunni og ákváðu að ganga í málið, þó auð- vitað væri hugmyndin um að opna bar í útlöndum frekar galin. „Ég hafði sjálf aldrei unnið á bar, en Sævar vann aðeins á bar þegar hann var yngri, sem var reyndar löngu fyrir tíma þessa vinsælu kok- teila eins og mojito. En hann kunni alla- vega á bjórdælurnar,“ segir Herdís og skellir uppúr. „Svo er ég alveg góð í að smakka,“ bætir hún kímin við og dregur fram ferska myntu sem hún keypti í hverfisbúðinni. Herdís er nefnilega, á skömmum tíma, búin að ná góðum tökum á kokteilagerðinni og þá sérstaklega mojito, sem Íslendingar eru sólgnir í. „Bara í gær voru þrír sem sögðu við mig að þetta væri besti mojito sem þeir hefðu smakkað,“ segir hún stolt og býður upp á smakk sem stendur klárlega undir væntingum. Ásamt drykkjum stefna þau svo á að bjóða upp á léttar veitingar þegar fram í sækir. Að taka stökkið Herdís og Sævar voru bæði í góðum störfum sem þau sögðu upp áður en þau héldu út til Tenerife. Hún hafði starfað sem innkaupastjóri hjá Hag- kaup í 16 ár og hann keyrði ferða- menn í rútu um landið. „Við hugs- uðum með okkur að við vildum ekki horfa til baka þegar við værum orðin gömul og segja: við hefðum átt að gera hitt og þetta. Það dreym- ir svo marga um að gera eitthvað en þora ekki að taka stökkið. En hvað er það versta sem getur gerst? Jú, kannski að þetta gangi ekki eða við fílum þetta ekki, en þá erum við bara í sömu sporum og áður, nema einhverjum krónum fátækari. Fólk hefur verið að spyrja hvað við ætl- um að vera lengi og svarið okkar er: þangað til við hættum að skemmta okkur,“ segir Herdís og þau brosa bæði. „Við erum kannski ekki at- vinnumenn í kokteila- og matargerð en við höfum gaman af fólki og elsk- um að hitta fólk.“ Allir velkomnir að spila Spurð hvernig hafi svo gengið hjá þeim frá því þau opnuðu, segja þau fjörið hafa verið mikið. Sérstaklega seint á kvöldin. „Fólk var meira að segja byrjað að koma áður en við opnuðum og margir buðu fram að- stoð sína, sem var alveg yndislegt,“ segir Herdís. „Við vorum svo með tvo trúbadora hérna á opnunar- kvöldinu sem héldu uppi stuðinu, spiluðu og sungu. Það var alveg dásamlegt. Og svo þegar þeir voru hættir þá löbbuðu hér inn tveir sjó- menn sem vildu endilega fá að spila. Gítarinn er bara hérna fyrir þá sem vilja spila á hann,“ segir Sævar. Svo eru þau mjög opin fyrir því að fólk bendi þeim á hvað því finnst vanta á staðinn, svo þau geti bætt úr. Hægt er að nálgast lengri útgáfu af viðtalinu á frettatiminn.is  Ánægð á Tenerife Hildur og Lúðvík ætla sér að vera í barrekstri þangað til þau hætta að hafa gaman af því. Langaði að hafa gaman af lífinu saman Herdís og Lúðvík sögðu upp störfum sínum á Íslandi og opnuðu Íslendingabarinn Nostalgíu á Tenerife í júlí. Vilja ekki upplifa það að í ellinni að horfa til baka með eftirsjá. Þrátt fyrir að áratugur sé síðan sjónvarpsþættirnir Friends luku vegferð sinni vekja þeir enn mikla lukku, ekki síst meðal ungs fólks sem jafnvel var ekki fætt þegar þættirnir hófu göngu sína. Eftir allan þennan tíma eru enn að koma fram áður óþekktar stað- reyndir um þættina. Margir urðu leiðir þegar Phoebe (Lisa Kudrow) hryggbraut klaufalega vísinda- manninn David (Hank Azaria) til þess að giftast hinum viðkunnan- lega Mike (Paul Rudd). Azaria var spurður út í söguþráðinn í nýlegu viðtali og kom þá í ljós að upphaflega áttu Phoebe og David að enda saman en Rudd var svo heillandi í hlutverki Mike að höfundar þáttanna gátu ekki hugsað sér að skrifa hann út. Azaria viðurkenndi að þetta hefði vissulega verið dálítið sárt en Rudd væri bara of myndar- legur, það ætti hreinlega ekki að vera leyfilegt að líta svona vel út. Óvænt hjónaband Phoebe átti ekki að giftast Mike Óvæntur endir Phoebe og Mike enduðu í hjónabandi en David átti upphaf- lega að vera sá rétti. Sharon ætlar að gefa Ozzy sjens Ozzy Osbourne hefur viðurkennt að vera illa haldinn af kynlífsfíkn. Sharon, kona hans, fór frá honum í maí á þessu ári vegna þess að hann hafði átt í ástarsambandi við hárgreiðslukonuna sína, Michelle Pugh, í 4 ár og átt fjölda annarra viðhalda. Pugh segir hins vegar að ástarsambandið hafi verið raunverulegt og þau hafi átt dásamlegan tíma saman. Enginn hafi veitt henni aðra eins ást og Ozzy. Hann sér hins vegar að sér og sýnir mikla iðrun. Sharon ætlar að standa við hlið eiginmannsins í gegnum þessa erfiðu tíma og hyggst gefa honum annað tækifæri til þess að reyna að bjarga 33 ára hjónabandi þeirra. Fyrsta barnið komið í heiminn Ellie Kemper, sem þekktust er fyrir að leika hina óborganlegu og einlægu Kimmie Schmidt, eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum með eiginmanni sínum, Michael Koman. Kemper, sem er 36 ára, viðurkenndi þegar hún var enn ólétt að hún vissi ekkert hvernig ætti að hugsa um börn og þyrfti að fara á Youtube til þess að læra að skipta um bleyjur. Hún ætlar að taka sér dálítið frí til þess að kynnast barninu og nýja hlutverkinu áður en tökur á þriðju seríunni af Unbreakable Kimmie Schmidt hefjast. Vill hanna föt fyrir allar konur Dascha Polanco úr Orange Is The New Black lætur hátísku- hönnuði heyra það vegna framkomu þeirra í hennar garð. Margir af færustu hönnuðunum vestanhafs neita að starfa með henni þar sem þeir segjast ekki eiga fatnað nægilega stóran fyrir hana. Polanco er kona í eðlilegri stærð en fær þó bágt fyrir að vera með þrýstnar línur. Hún segir að þrátt fyrir að vera í stærð 8 eða 10 þýði það ekki að hún geti ekki litið nákvæmlega eins vel út og manneskja í stærð 0. Polancho brennur fyrir tísku og er sjálf farin af stað við að þróa eigin hönnun sem hún segir að verði fyrir allar konur, sama hvaða stærðar þær séu. Lorelei ófrísk? Aðdáendur Gilmore Girls bíða með öndina í hálsin- um eftir nýrri seríu um mæðgurnar Rory og Lorelei en Netflix réðst í framleiðsluna mörgum til ómældrar ánægju. Á opinberri Instagram síðu þáttanna birtist mynd sem allra hörðustu áhangendur Gilmore stelpn- anna vilja túlka þannig að Lorelei eigi von á barni í nýju seríunni. Á myndinni sést epli en í einum þættinum í eldri seríum borðar Lorelei epli sem hún sagðist þá aldrei nokkurn tíma hafa gert nema þegar hún gekk með Rory. Bíða þarf til 25. nóvember eftir nýju þáttunum en þar til þá er hægt að spá og spekúlera um það hvort satt reynist með barnalán Lorelei. …fólk 2 | amk… FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2016 „Við erum kannski ekki atvinnumenn í kokteila- og matargerð en við höfum gaman af fólki og elskum að hitta fólk.“ Fæst í apótekum, Lyfju, Apótekið, Lyf og Heilsu, Apótekarinn, Fjararkaupum, verslunum Hagkaupa, 10-11 og Iceland Engihjalla. balsam.is Það hefur aldrei verið auðveldara að fá börnin með sér í lið… Nauðsynleg vítamín fyrir litla kroppa sem eru að stækka og þroskast frá degi til dags. Henta öllum börnum frá 3 ára aldri. Nú er ekkert mál að taka inn vítamín því þau eru lostæti Bragðgóð, skemmtileg og hressandi gúmmívítamín fyrir klára krakka Glúten FRÍTT Soja FRÍTT ENGIN mjólkENG AR hnet ur ENGIN egg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.