Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 05.08.2016, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 05.08.2016, Blaðsíða 25
| 25FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 5. ágúst 2016 Eins og sjá má á súluritunum hér að til hliðar fjölgaði í mörgum sjávarplássum langt umfram fjölgun landsmanna á fyrri hluta lýðveldistímans þegar veiðar voru frjálsar og hlutur Íslendinga í auðlindarentu sjávar óx. Rentan dreif áfram uppbyggingu plássanna; dreif fólkið úr sveitunum að sjávarsíðunni og stóð undir uppbyggingu fiskiðnaðar, hafnar, kirkju, skóla, verslunar og þess sem þurfti að halda sama samfélagi fólks við sjóinn. Þetta er saga áranna frá 1944 til 1980. Þróunin er allt önnur þegar seinni hluti lýðveldistímans er skoðaður. Frá 1980 til 2016 fækkaði fólki á flestum þeirra staða, sem höfðu vaxið á tímabili frjálsra veiða. Þar sem fólki fækkaði ekki var fjölgunin mun minni en á landinu öllu. Jafnvel á stöðum sem hafa safnað að sér kvóta hefur fólksfjölg- unin ekki náð að halda í við fjölgun landsmanna. En flestar sjávarbyggðir hafa hrörnað mikið frá því að kvótakerfið var tekið upp. Víða hefur vöxtur byggðanna frá því fyrir kvótakerfi gengið til baka. Þessar sveiflur sýna aflið í auðlindarent- unni. Hún gat byggt upp byggð hringinn í kringum landið. Þegar rentan var tekin frá byggðunum og færð til útgerðar- manna skruppu bæirnir aftur saman. 1944 1980 2016 294 íbúar 1.455 íbúar 1.659 íbúar Ættu að vera 526 Ættu að vera 2.110 Höfn í Hornafirði 1944 1980 2016 701 íbúi 1.266 íbúar 882 íbúar Ættu að vera 1.255 Ættu að vera 1.836 Bolungarvík 1944 1980 2016 1.096 íbúar 2.414 íbúar 2.182 íbúar Ættu að vera 1.962 Ættu að vera 3.500 Húsavík 1944 1980 2016 911 íbúar 2.188 íbúar 2.546 íbúar Ættu að vera 1.631 Ættu að vera 3.173 Sauðárkrókur 1944 1980 2016 707 íbúar 1.269 íbúar 1.362 íbúarÆttu að vera 1.266 Ættu að vera 1.840 Dalvík lindarentuna þegar hún brann ekki lengur upp í offjárfestingu og óhag- kvæmni. Við sjáum glögglega í íbúaþróun sjávarbyggða hverjir borguðu fyrir þá hagræðingu sem skapaðist með kvótakerfinu. Það voru íbúarnir sem sátu eftir í byggðarlögum sem stöðn- uðu eða hrörnuðu þegar grunnin- um var kippt undan atvinnulífinu án þess að nokkuð kæmi í staðinn. Fólk- ið missti vinnuna, verðmæti eigna þess brann upp og það fylgdist með samfélaginu sem það hafði tilheyrt leysast upp eða veikjast. Örfáir fá rentuna Arðurinn af breytingunni, verndun fiskistofna, minni fjárfestingu og aukinni hagræðingu, rann aðeins til útgerðarfyrirtækjanna og eink- um þeirra stærstu sem voru í eigu örfárra fjölskyldna. Það afl sem dreif áfram uppbyggingu sjávarbyggð- anna, auðlindarentan, var beisluð og beint í vasa örfárra útgerðar- manna. Þeir auðguðust á því að hinn almenni réttur að sækja sjóinn var tekinn af fjöldanum en færður fáum. Arðurinn fluttur burt Auðvitað er óhugsandi að sjávar- byggðirnar hefðu haldið áfram að vaxa að óbreyttu. Arðrán fiski- stofnanna var komið að hámarki og hnignun þeirra fyrirséð undir lok áttunda áratugarins, ef ekki yrði leitað leiða til að örva fleiri þætti at- vinnulífsins en sjávarútveg einan. Jafnvel þar sem kvótinn fór ekki heldur jókst, eins og til dæmis í Vest- mannaeyjum eða á Sauðárkróki, skrapp íbúafjöldinn saman eða óx ekki í takt við fjölgun landsmanna. Í Vestmannaeyjum fjölgaði fólki úr 3611 í 4727 frá lýðveldisstofnun fram til 1980 eða um rúmlega 1700 færri en verið hefði ef Eyjamönnum hefði fjölgað jafn mikið og landsmönnum almennt. Meginástæða þess er auð- vitað Vestmannaeyjagosið 1973. Frá 1980 til 2016 fækkaði Eyjamönnum og þeir voru ekki nema 4282 árið 2016, sem er um 2500 færri en þeir hefðu verið ef fólki hefði fjölgað jafnt mikið í Eyjum og á fastalandinu al- mennt. Kvótakerfið hjó því stærri skörð í samfélagið í Eyjum en Vest- mannaeyjagosið. Ástæða þess er að frjáls sókn í fiskimiðin tryggði það að auð- lindarentan hélst að miklu leyti í Eyj- um. Þegar kvótakerfið var sett hvarf tenging útgerðarmanna við samfé- lagið sem þeir höfðu sprottið úr og æ stærri hluti auðlindarentunnar rann til Reykjavíkur eða til útlanda. Við þekkjum mörg dæmi þessa; frá fjár- festingum Magnúsar Kristinssonar í Toyota-umboðinu til kaupa Guð- bjargar Matthíasdóttur á Mogganum, Odda, Íslensk ameríska og Fastus. Versta niðurstaðan Það er erfitt að segja til um hver þró- un sjávarbyggðanna hefði orðið ef auðlindarentunni hefði verið beint til allra íbúanna en ekki aðeins ör- fárra þegar hún var frelsuð úr fjötr- um offjárfestingar og óhagkvæmni. Það er þó ljóst að íbúarnir sátu eft- ir verr settir. Þótt ekki hafi verið hægt að benda á auðlindarentuna sem hagnað útverðarfyrirtækjanna þá nýttist hún íbúunum á margan hátt. Arðurinn var ekki peningaleg- ur heldur samfélagslegur, stóð undir samfélögum sem uxu og döfnuðu, þróuðust og efldust þótt sjávarút- vegsfyrirtækin hafi mörg hver marað í hálfu kafi og sjaldan náð upp fyrir núllið vegna offjárfestingar og óhag- kvæmni. Auðlindin reisti sjávarbyggðirnar – kvótakerfið felldi þær Það er hins vegar ljóst að sú ákvörðun stjórnvalda að losa auð- lindarentuna úr óhagkvæmni frjálsra veiða og færa aðeins fáum íbúanna kippti fótunum undan þess- um byggðum. Auðvitað hefði verið eðlilegast að nýta auðlindarentuna til að efla byggðirnar og gefa þeim færi á að renna fleiri stoðum und- ir atvinnulífið. Það hefði leitt til fjöl- breytilegra tilrauna, sem margar hefðu án ef runnið út í sandinn. En það er erfitt að ímynda sér lakari niðurstöðu fyrir sjávarbyggðirnar en núgildandi kvótakerfi færði þeim. ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER AF UMGJÖRÐUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.