Fréttatíminn - 05.08.2016, Blaðsíða 62
Að venju koma margir góðir erlendir gestir á
Jazzhátíð. Frá Bandaríkjunum koma Snarky Puppy,
Ísraelinn Gilad Hekselman leiðir New York trio
sitt, frá Luxemborg kemur víbrafónleikarinn Pascal
Schumacher og frá Svíþjóð kemur tríó píanistans
Bobo Stenson.
Bobo Stenson Trio
Stenson er sá sem lengst hefur
hamrað járnið enda farinn að
skapa sér góðs orðs áður en hinir
flestir voru fæddir. Bobo Stenson
er lifandi goðsögn í evrópskum
jazzi og hljóðritanir tríós hans
hjá þýsku útgáfunni ECM eru
dæmi um það besta í norrænum
jazzi.
Bobo Stenson var í fararbroddi
norræns jazz ásamt Jan Garbarek,
Jon Christensen og fleirum í
kringum 1970 þegar ECM var
í startholunum. Stenson og
Garbarek leiddu saman Stenson/
Garbarek kvartettinn ásamt Palle
Danielson og Jon Christensen
og gerðu tvennar hljóðritanir
fyrir ECM sem náðu miklum
vinsældum. Orðspor Stenson’s
fór enn víðar er hann vermdi pí-
anóstólinn í kvartett bandaríska
saxofónleikarans Charles Lloyd í
11 ár frá 1988.
Árið 1993 kom út hljómdisk-
urinn Reflections með Anders
Jormin á bassa og Jon Christen-
sen á trommur. Í kjölfarið hafa
fylgt 5 tríódiskar sem hafa skipað
Bobo Stenson meðal bestu núlif-
andi jazzpíanista heims. Tríóið
er ótrúlega samstillt og skapar
saman hinar fögrustu leik-
fléttur í tónsmíðum úr ýmsum
áttum allt frá Astor Piazzolla
til Ornette Coleman. Anders
Jormin er músíkalskt tækniund-
ur á kontrabassann og virðist
alltaf vita hvenær Stenson ætlar
að anda. Hinn ungi Jon Fält er
tekinn við trommusætinu og
líkt og málari sveipar tónlistina
hlýrri slæðu.
„Andrúmsloft og rými” eru orð
sem Stenson notar sjálfur þegar
hann talar um nálgun sína. „Að
skapa andrúmsloft í hverju verki
er mikilvægt og að halda því.”
Thomas Conrad skrifaði fyrir
Jazztimes að fáir píanistar geri
það jafn vel og Bobo Stenson, í
öllum tóntegundum, tempóum
og aðstæðum hanga tónar Sten-
sons í lausu lofti eins og tilvist-
arlegar stundir í fæðingu eða í
orðum ljóðskáldsins William
Wordsworth eins og „hugsanir of
djúpar fyrir tár”. Bobo Stenson
Trio leikur í Norðurljósum 13.
ágúst kl 20:00.
Pascal Schumacher
Frá Luxemburg kemur víbrafón-
leikarinn Pascal Schumacher
með kvartett sinn Left Tokyo
Right og leikur í Norðurljósum
11. ágúst. Schumacher vann
ungliðakeppnina Django D’Or
árið 2005 og hefur síðan verið
ötull við að skapa sér nafn sem
framúrskarandi listamaður og
tónskáld. Hann hefur náð verð-
skuldaðri athygli jazzpressunnar
og hlotið sum af eftirsóttustu
verðlaunum jazzgeirans eins
og ECHO JAZZ sem hljóð-
færaleikari ársins 2012 og JTI
Trier verðlaunin árið eftir.
Schumacher lætur vel að kanna
samnefnara ýmissa tónlistarstíla
og með hugmyndaríki og leik-
gleði þrýstir kvartett hans á hin
ósýnilegu landamæri. Kvartett-
inn spinnur saman vef laglína
og dregur hlustandann inn í
hlýjan og ljóðrænan hljóðheim.
Schumacher til halds og trausts
er samlandi hans bassaleikarinn
Pol Belardi og Þjóðverjarnir
Franz von Chossy á píanó og
Jens Düppe á trommur.
Luxembourg Music Export styður
komu kvartettsins á Jazzhátíð.
Gilad Hekselman Trio
Tríó gítarleikarans Gilad
Hekselman með Joe Martin á
bassa og Kush Abadey á tromm-
ur eru frábærir fulltrúar hinnar
síkraumandi New York jazzsenu.
Þeir leika í Norðurljósum 12.
ágúst. Hekselman sem er frá
Ísrael kom til New York 2004
og hefur á síðasta áratug deilt
sviði með mörgum af fremstu
jazzleikurum borgarinnar eins
og John Scofield, Esperanza
Spaulding, Tigram Hamasyan og
Íslandsvinunum Aaron Parks og
Ari Hoenig. Færni hans á hljóð-
færið hefur verið líkt við ekki
ómerkari gítarleikara en Kurt
Rosenwinkel og Pat Metheny.
Hekselman hefur gefið frá sér 5
hljómdiska og um þann nýjasta
„Homes” ritaði gagnrýnandi next-
bop.com að „það gæti verið að
ekki séu sterkari laglínur í jazzi
í dag en þær sem flæða frá gítar
Gilad Hekselmans.“ Okkar eigin
Andrés Þór sagði Hekselman
vera Brad Mehldau gítarsins og
að fá þetta tríó hingað til lands
megi líkja við að fá U2 strax
eftir úgáfu Joshua Tree. Gagn-
rýnandi All About Jazz líkti leik
Hekselman’s with vatnaliljur
Monet’s „ímyndaðu þér bjartan
dag, sólargeislar á vatninu - þú
ert þar.”
Hekselman mun einnig spjalla
við gesti í Kaldalóni laugar-
daginn 13. ágúst kl 11.
Sendiráð Ísraels og Sendiráð
Bandaríkjanna styðja komu
tríósins á Jazzhátíð.
Snarky Puppy
Síðast en ekki síst verður
bræðingssveitin Snarky Puppy
á opnunarkvöldi hátíðarinn-
ar í samvinnu við Tónleik ehf.
Hljómsveitin er margverðlaunuð
og vann nýverið til Grammy-
verðlauna fyrir plötuna Sylva í
flokknum Best Contemp orary
Instrumental Album. Hún vann
einnig Grammy-verðlaun árið
2014 og hefur gefið út tíu breið-
skífur en sú ellefta er væntanleg
í sumar.
Happy hour, jamsessionir, fjölskyldustundir og fyrirlestrar.
Erlend atriði á Jazzhátíð: Snarky
Puppy, Pascal Schumacher, Gilad
Hekselman, Bobo Stenson Trio
27. Jazzhátíð Reykjavíkur verður
haldin dagana 10.-14. ágúst í
Hörpu. Þessi árlega uppskeru-
hátíð íslenskra jazztónlistar-
manna er því ein langlífasta
tónlistarhátíð á Íslandi.
Eins og síðustu ár mun jazz-
ganga fara niður Laugaveg frá
Lucky Records að Hörpu og
marka þannig upphaf Jazzhátíð-
ar. Í ár verður innblástur sóttur í
karnivöl Brasilíu og mun Sigrún
Kristbjörg Jónsdóttir básúnuleik-
ari leiða gönguna.
Eins og fyrri ár endurspeglar
Jazzhátíð Reykjavíkur vel þá
breidd og fjölbreytileika sem
Jazzhátíð ómar í Reykjavík
rúmast innan hugtaksins. Á dag-
skránni eru fernir útgáfutónleik-
ar, spennandi samstarfsverkefni
innlendra og erlendra listamanna
að auki frábærra erlendra atriða
sem eru leiðandi á alþjóðlegu
senunni. Ókeypis viðburðir
eiga sinn stað á Budvar sviðinu
og laugardagseftirmiðdegið er
helgað fjölskyldum og ungu
kynslóðinni.
Gleðilega hátíð og njótið vel,
Stjórn Jazzhátíðar Reykjavíkur:
Leifur Gunnarsson og Sunna
Gunnlaugsdóttir.
Frá Jazzgöngunni 2015. Mynd: Hans Vera
Gréta Salóme
Pascal Schumacher leikur á Jazzhátíð 11. ágúst. Gilad Hekselman leikur á Jazzhátíð 12. ágúst.
Budvarsviðið hefur reynst
skemmtileg viðbót við jazzhátíð
undanfarin ár og að þessu sinni
verður það á Hörpuhorni til
móts við Eldborg. Í ár eru konur
í meirihluta þeirra sem leiða
viðburðina þar. Margir þeirra eru
tilvaldir fyrir fjölskyldufólk og
þá sérstaklega atriðin á laugar-
dagseftirmiðdegi.
Á opnunardegi hátíðarinnar 10.
ágúst mun hinn þýski Stefan
Bauer leiða jamsession í boði
Sendiráðs Þýskalands og hefst
hún kl 22:00
Fulltrúar nýliða jazzsenunnar
verða í fararbroddi á Happy
Hour Budvarsviðsins en söng-
konan Anna Sóley Ásmundar-
dóttir stígur á svið fimmtu-
daginn 11. ágúst kl 17:00 með
hljómsveit sína skipaða Magnúsi
Trygvasyni Eliassen á trommum,
Pétri Sigurðssyni á bassa og
Daníel Helgasyni á gítar. Bassa-
leikarinn Richard Andersson
leiðir jamsession kvöldsins sem
hefst kl 22:20.
Á föstudegi kemur söngkon-
an Sara Blandon fram ásamt
hljómsveit á Happy Hour og
með henni leika Sara Mjöll
Magnúsdóttir á píanó, Ævar
Örn Sigurðsson á kontrabassa
og Skúli Gíslason á trommur.
Anna Gréta Sigurðardóttir leiðir
jamsession kvöldsins.
Gítarleikarinn Gilad Hekselman
mun koma sér fyrir í Kaldalóni
á laugardagsmorgni kl 11 og
spjalla við gesti um líf sitt og
starf. Tónskáldið og trommuleik-
arinn John Hollenbeck mun
leysa hann af hólmi kl 12 og
leiða gesti í gegnum tónsmíða-
ferlið og gefa ungum sem öldn-
um tónskáldum góð ráð.
Sama dag kl. 15:00 mun Gréta
Salóme kynna jazzættaða tónlist-
arstíla fyrir yngstu kynslóðinni.
Með henni leika Gunnar
Ókeypis viðburðir á Budvarsviði og í Kaldalóni
Hilmarsson á gítar og Leifur
Gunnarsson á kontrabassa,
en þeir hafa m.a. gert garðinn
frægan með Gauki Hraundal.
Básúnuleikarinn Sigrún Krist-
björg Jónsdóttir tekur við af
Grétu og leiðir hljómsveit sína
Carioca í sjóðheitar sömbur
og aðra skemmtilega tónlist
frá Brasilíu. Með henni leika
Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Þórður
Högnason á bassa og Rodrigo
Lopes á slagverk.
Jamsession á laugardagskvöldinu
verður seinna en hin kvöldin eða
kl. 23:00.