Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 05.08.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 05.08.2016, Blaðsíða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 5. ágúst 2016 GOTT UM HELGINA Sjóliðar hita upp Hið árlega Landleguball Hinsegin daga verður líkt og undanfarin ár á Kiki, hinsegin skemmtistaðnum við Laugaveg. Þar hita sjóliðar og land- krabbar upp fyrir helgina. Öll besta tónlistin og glaðningur á barn- um fyrir þau sem fyrst mæta. Allur ágóði af miðasölu rennur beint til Hinsegin daga. Hvenær: Föstudaginn klukkan 23 Hvar: Kiki á Laugaveginum Hvað kostar: 1000 krónur Einnar konu trúður Leiksýningin Genesis er einnar konu sýning um trúðinn Aðal- heiði. Verkið er byggt á sögum Biblíunnar um sköpun heimsins. Aðalheiður leiðir áhorfendur í gegnum sína persónulegu túlkun á sköpun alheimsins. Sýningin fer fram í líflegu umhverfi The Freez- er, hostel á Rifi á Snæfellsnesi. Hvar: The Freezer í Hafnargötu 16, Rifi, Snæfellsbæ. Hvenær: Sunnudaginn 7. ágúst Slammað í Firðinum Hátíðin Rokk í Hafnarfirði fer fram á Ölstofunni um helgina. Þar troða upp Fræbblarnir, Mosi, 3B, Dimma, Sign, Axel Flóvent og fleiri. Frítt er inn á alla viðburði og má lesa nánar um dagskrána á Facebooksíðu Ölstofu Hafnarfjarðar. Hvar: Ölstofa Hafnarfjarðar Hvenær: 5.- 6. ágúst Draumkenndir tónar Belgíski tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Kevin Imbrechts vinnur um þessar mundir að plötu sinni Illuminine #2. Draumkennd og svífandi tónlist þar sem greina má áhrif úr nýklassík, sveimi og síðrokki en Imbrechts kveður hljómsveitina Sigur Rós einn af sínum stærstu áhrifavöldum. Hvar: Mengi Hvenær: Föstudaginn 5. ágúst klukkan 21 Þjófstart á Reykjavík Pride gönguna Þó svo Hinsegingangan sé gengin á morgun með tilheyrandi há- tíðarhöldum þá er nóg um að vera í dag. Í Iðnó verður Hafdís Erla Hafsteinsdóttir með fyrirlestur undir yfirskriftinni „Hvers vegna er hómófómbía innan íþrótta?“, einnig verður ljóðalestur, hinseg- in-skemmtisigling farin frá Reyja- víkurhöfn og tónleikar á skemmti- staðnum Kiki seinna um kvöldið. Nánari dagskrá má nálgast á www. hinsegindagar.is Fiskisúpa á Fiskideginum Fiskidagurinn mikli á Dalvík hefst í dag, föstudag. Hátíðin hefst á fiski- súpu í heimahúsum en þá býðst gestum og gangandi að líta við inn á heimili og gæða sér á heimagerðri fiskisúpu. Helgin er stútfull af við- burðum, dagskrá fyrir börnin á bryggjunni, stórtónleikar með mörgum fremstu söngvurum þjóðarinnar og svakaleg flugeldasýning. Hvar: Dalvík Hvenær: 5.-7. ágúst Rappað og Húrrað Húrra býður upp á Hipp-Hop og rappveislu að þessu sinni. Alex- ander Jarl, Þriðja Hæðin, Vivid- Brain, Bróðir BIG og Rósi troða upp. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og verður Happy hour fram- lengt í tilefni tónleikanna. Hvar: Skemmtistaðnum Húrra Hvenær: Föstudaginn 5. ágúst klukkan 22 Hvað kostar: 1000 krónur Hýrt yfir upplestrarkvöldi Síðustu ár hefur upplestr- arkvöldið Hýrir húslestr- ar orðið ómis- sandi hluti Hinseg- in daga. Þar hafa höfundar lesið úr útgefnum eða óútgefnum bókum sínum, og þetta árið mun Lilja Sigurðardóttir til dæmis lesa í fyrsta sinn opinberlega úr væntan- legri glæpaskáldsögu sinni, Netið. Auk hennar munu Anna Margrét Grétarsdóttir, ljóðskáldin Elías Knörr og Eva Rún Snorradóttir lesa og valin hinsegin skáld stíga út úr ljóðaskápnum. Líkur eru á að leynigestir láti ljós sitt skína, en það vita aðeins stöllurnar í Hljóm- sveitinni Evu, sem verða kynnar Hýrra húslestra. Hvenær? Í dag klukkan 17 Hvar? Iðnó SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is MIMOSA fylgir öllum aðalréttum í hádeginu á föstudögum. GASTROPUB ALLIR KOKTEILAR á hálfvirði á föstudagskvöldum frá kl. 22–24. HAPPY HOUR 15–18 ALLA DAGA Allir kokteilar, léttvín í glösum og bjór á krana á hálfvirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.