Fréttatíminn - 05.08.2016, Blaðsíða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 5. ágúst 2016
GOTT
UM
HELGINA
Sjóliðar hita upp
Hið árlega Landleguball Hinsegin daga verður líkt og undanfarin ár á
Kiki, hinsegin skemmtistaðnum við Laugaveg. Þar hita sjóliðar og land-
krabbar upp fyrir helgina. Öll besta tónlistin og glaðningur á barn-
um fyrir þau sem fyrst mæta. Allur ágóði af miðasölu rennur beint til
Hinsegin daga.
Hvenær: Föstudaginn klukkan 23
Hvar: Kiki á Laugaveginum
Hvað kostar: 1000 krónur
Einnar konu trúður
Leiksýningin Genesis er einnar
konu sýning um trúðinn Aðal-
heiði. Verkið er byggt á sögum
Biblíunnar um sköpun heimsins.
Aðalheiður leiðir áhorfendur í
gegnum sína persónulegu túlkun
á sköpun alheimsins. Sýningin fer
fram í líflegu umhverfi The Freez-
er, hostel á Rifi á Snæfellsnesi.
Hvar: The Freezer í Hafnargötu
16, Rifi, Snæfellsbæ.
Hvenær: Sunnudaginn 7. ágúst
Slammað í Firðinum
Hátíðin Rokk í Hafnarfirði fer
fram á Ölstofunni um helgina.
Þar troða upp Fræbblarnir,
Mosi, 3B, Dimma, Sign, Axel
Flóvent og fleiri. Frítt er inn á
alla viðburði og má lesa nánar
um dagskrána á Facebooksíðu
Ölstofu Hafnarfjarðar.
Hvar: Ölstofa Hafnarfjarðar
Hvenær: 5.- 6. ágúst
Draumkenndir tónar
Belgíski tónlistarmaðurinn og
upptökustjórinn Kevin Imbrechts
vinnur um þessar mundir að plötu
sinni Illuminine #2. Draumkennd
og svífandi tónlist þar sem greina
má áhrif úr nýklassík, sveimi og
síðrokki en Imbrechts kveður
hljómsveitina Sigur Rós einn af
sínum stærstu áhrifavöldum.
Hvar: Mengi
Hvenær: Föstudaginn 5. ágúst
klukkan 21
Þjófstart á Reykjavík
Pride gönguna
Þó svo Hinsegingangan sé gengin
á morgun með tilheyrandi há-
tíðarhöldum þá er nóg um að vera
í dag. Í Iðnó verður Hafdís Erla
Hafsteinsdóttir með fyrirlestur
undir yfirskriftinni „Hvers vegna
er hómófómbía innan íþrótta?“,
einnig verður ljóðalestur, hinseg-
in-skemmtisigling farin frá Reyja-
víkurhöfn og tónleikar á skemmti-
staðnum Kiki seinna um kvöldið.
Nánari dagskrá má nálgast á www.
hinsegindagar.is
Fiskisúpa á Fiskideginum
Fiskidagurinn mikli á Dalvík hefst í dag, föstudag. Hátíðin hefst á fiski-
súpu í heimahúsum en þá býðst gestum og gangandi að líta við inn á
heimili og gæða sér á heimagerðri fiskisúpu. Helgin er stútfull af við-
burðum, dagskrá fyrir börnin á bryggjunni, stórtónleikar með mörgum
fremstu söngvurum þjóðarinnar og svakaleg flugeldasýning.
Hvar: Dalvík
Hvenær: 5.-7. ágúst
Rappað og Húrrað
Húrra býður upp á Hipp-Hop og
rappveislu að þessu sinni. Alex-
ander Jarl, Þriðja Hæðin, Vivid-
Brain, Bróðir BIG og Rósi troða
upp. Tónleikarnir hefjast klukkan
22 og verður Happy hour fram-
lengt í tilefni tónleikanna.
Hvar: Skemmtistaðnum Húrra
Hvenær: Föstudaginn 5. ágúst
klukkan 22
Hvað kostar: 1000 krónur
Hýrt yfir
upplestrarkvöldi
Síðustu
ár hefur
upplestr-
arkvöldið
Hýrir
húslestr-
ar orðið
ómis-
sandi hluti
Hinseg-
in daga.
Þar hafa
höfundar
lesið úr útgefnum eða óútgefnum
bókum sínum, og þetta árið mun
Lilja Sigurðardóttir til dæmis lesa í
fyrsta sinn opinberlega úr væntan-
legri glæpaskáldsögu sinni, Netið.
Auk hennar munu Anna Margrét
Grétarsdóttir, ljóðskáldin Elías
Knörr og Eva Rún Snorradóttir
lesa og valin hinsegin skáld stíga
út úr ljóðaskápnum. Líkur eru á
að leynigestir láti ljós sitt skína, en
það vita aðeins stöllurnar í Hljóm-
sveitinni Evu, sem verða kynnar
Hýrra húslestra.
Hvenær? Í dag klukkan 17
Hvar? Iðnó
SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is
MIMOSA
fylgir öllum aðalréttum
í hádeginu á föstudögum.
GASTROPUB
ALLIR KOKTEILAR
á hálfvirði á föstudagskvöldum
frá kl. 22–24.
HAPPY HOUR
15–18 ALLA DAGA
Allir kokteilar, léttvín í glösum
og bjór á krana á hálfvirði.