Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 05.08.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 05.08.2016, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 5. ágúst 2016 Ungar konur bjóða persónulega leiðsögn Ferðamenn Yfir hundrað Íslendingar hafa skráð sig á heimasíðuna Showaround. com sem miðar að því að einstaklingar selji tíma sinn til ferðamanna sem vilja kynnast landi og þjóð með óhefðbundnum hætti. Langflestir þeirra sem eru skráðir á síðuna eru ungar konur, en engir eru lærðir leiðsögumenn, eftir því sem næst verður komist. Valur Grettisson vg@frettatiminn.is „Ég hef oftast lent í því að karl- menn frá Austur-Evrópu setji sig í samband við mig, en svo var þarna líka þýskt par sem hafði samband,“ segir Marta Kristín Friðriksdóttir, verkfræði- og söng- nemi, en hún býður þjónustu sína á síðunni og kostar klukkutíminn með henni sautján evrur (tæplega 2300 krónur). Marta segir að fjölmargar skóla- systur sínar úr Háskóla Íslands hafi skráð sig á síðuna í vor, en heimasíðan byggir í raun á sömu hugmynd og Airbnb. Þannig skrifa leiðsögumennirnir upplýs- ingar um sig sjálfa og þá þjónustu sem þeir geta boðið. Ferðamenn hafa svo samband við síðuna sem kemur skilaboðum áleiðis til einstaklinganna. Fjölmargir bjóða upp á skottúra í kringum höfuð- borgarsvæðið og svo leiðsögn um næturlíf borgarinnar. Síðan er eingöngu ætlað að bjóða upp á persónulega leiðsögn um landið. Aðspurð segir Marta að hún myndi ekki sjálf leggja í að fara ein með ókunnugum karlmanni í ferðalag, „ég myndi líklega alltaf fá vinkonu mína með,“ bætir hún við, en hún á enn eftir að leið- beina ferðamönnum. Spurð hvað hún myndi sýna ferðamönnum sem hún tæki á móti segir Marta að hún myndi láta ferðamenn- ina ákveða sjálfir hvað þeir vildu sjá. „Þetta færi mikið eftir þeirra væntingum,“ segir hún. „Ég var nú aðallega að hugsa um göngutúra í miðbænum og sýna ferðamönnum svona það helsta,“ bætir hún við. Slegist í Suðurkjördæmi Stjórnmál „Ég hef verið vinur Árna Johnsen í 40 ár en fyrir fjórum árum fór hann að kenna mér um ófarir sínar, hætti að heilsa og neitaði að taka í höndina á mér,“ segir Ásmundur Friðriksson, þing- maður Suðurkjördæmis. Árni hefur boðað þátttöku í próf- kjöri sjálfstæðismanna í kjördæminu og segir núverandi þingmenn kjör- dæmisins, Ragnheiði Elínu Árna- dóttur, Unni Brá Konráðsdóttur og Ásmund Friðriksson, hafa unnið gegn sér. „Þetta er bara svo mikil fjarstæða,“ segir Ásmundur. „Ég held að þessi ummæli dæmi sig sjálf, maður verður að kunna að tapa,“ segir Unnur Brá sem skipaði 2. sæti listans síðast en hefur ekki gefið út á hvaða sæti hún stefnir á núna. Líklegt má þó telja að hún skelli sér í slaginn um fyrsta sætið, en Ragn- heiður Elín Árnadóttir iðnaðarráð- herra, sem var oddviti listans fyrir síðustu kosningar, hyggst verja það sæti. Árni Johnsen fór mikinn í grein í Morgunblaðinu í gær og sakaði þre- menningana um siðlaus og ódrengi- leg vinnubrögð. Þá hefði þeim ekki orðið mikið úr verki. |þká Árni Johnsen sakar þingmenn Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi um siðlaus og ódrengi- leg vinnubrögð. Útboð Nýlega auglýstu Rík- iskaup útboð vegna kaupa á nýrri bifreið fyrir um- hverfisráðherra. Athygli vek- ur að lægsta tilboði hafi ekki verið tekið. Hekla hf. hefur í þrígang verið með lægsta tilboð í útboðum Ríkiskaupa um nýja ráðherrabíla, en verið hafnað í öll skiptin. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Það hefur auðvitað komið okkur á óvart hvernig Ríkiskaup ganga á skjön við hagsmuni ríkisins og þar með almennings, með því að taka ekki lægsta tilboði í útboði fyrir nýjan bíl umhverfisráðherra,“ seg- ir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu. „Ríkisskaup skilgreina útboð sín með það þröngum hætti að útlit er fyrir að þau séu sniðin að ákveðn- um bíl og því ómögulegt fyrir önnur umboð að uppfylla skilmála útboða þeirra,“ bætir Friðbert við. Að sögn Friðberts hefur Hekla gert tilboð í þrjá ráðherrabíla en verið hafnað í öll skiptin þrátt fyr- ir að hafa í öllum tilvikum uppfyllt útboðsskilyrði og verið með lægsta verðið. Í mars í fyrra var útboð á nýjum bíl fyrir atvinnuvega- og nýsköpun- arráðherra. Þar bauð Hekla fram Mitsubishi Pajero jeppa en Ríkis- kaup ákváðu að kaupa Land Cru- iser sem var mun dýrari. Í haust var útboð á nýjum bíl fyr- ir forsætisráðherra. „Þá lagði Hekla fram lægsta tilboðið, Audi A8, sem uppfyllti öll skilyrði útboðslýs- ingar,“ segir Friðbert. „Tilboðinu var hafnað þrátt fyrir að um lægsta tilboð væri um að ræða.“ Í byrjun júní var svo send útboðs- lýsing vegna fyrirhugaðra kaupa á nýjum bíl fyrir umhverfisráðherra. Flest bílaumboð landsins fengu gögnin send. Óskað var eftir 300 hestafla tvinn- eða tengitvinnbíl með 17 atriða lýsingu á því hvernig bíllinn ætti að vera útbúinn. „Við sáum strax að einn af okk- ar bílum gæti passað við lýsinguna, en að sá bíll yrði útilokaður vegna þess að hann er 30 cm lengri en til- greint var í útboðslýsingu. Við send- um því fyrirspurn og óskuðum eft- ir að heimilt yrði að bjóða bíl sem væri 5,1 metri. Það var samþykkt af Ríkiskaupum. Þar með var okkar bíll gjaldgengur í útboðinu,“ segir Friðbert. Þá barst fyrirspurn frá öðru bif- reiðaumboði, um hvort krafan í lýsingunni um 300 hestöfl ætti við um samanlagðan hestaf lafjölda beggja véla bílsins, eða eingöngu aðalmótorinn. „Ríkiskaup svöruðu að átt væri við aðalvélina og breytti þar með upprunalegri útboðslýs- ingu sem kvað á um að samanlagð- ur hestaflafjöldi ætti að vera 300. Hekla sendi þá fyrirspurn um hvers vegna útboðslýsingunni hefði ver- ið breytt með svo afgerandi hætti. Engin svör bárust frá Ríkiskaupum þrátt fyrir að ítrekað hefði verið gengið eftir þeim. Einhver gæti sagt að þetta lyktaði af því að fyrirfram hafi verið búið að ákveða hvaða bíl ætti að kaupa. Þá er spurning til hvers Ríkiskaup standa í útboði yfir höfuð? Markmiðið með útboði hlýt- ur að vera að gera sem hagkvæmust innkaup.“ Í útboðsgögnum Ríkiskaupa var aug- lýst eftir gríðarlega öflugum jeppa fyrir umhverfisráðherra, Sigrúnu Magnús- dóttur. Friðbert Friðberts- son forstjóri Heklu spyr hvers vegna Ríkiskaup stendur í útboði á ráðherrabíl- um yfirhöfuð. Tilgangslaus útboð við kaup á ráðherrabílum Sjúklingagjöld Sigurður Hólm Gunnarsson segir að mánaðarlegur kostnaður við að þjást af þunglyndi, kvíða- röskun og ofsakvíða séu 71 þúsund krónur á mánuði eða 852 þúsund krónur á ári. Í reikningsdæmi Sigurðar Hólm Gunnarssonar er sálfræðitími einu sinni í viku, sem gerir um 56 þús- und krónur á mánuði. Þá bætist við fimmtán þúsund fyrir læknisþjón- ustu og lyf. Sigurður Hólm, sem greinir frá þessu í vefritinu Skoðun, segir að geðlæknirinn sinn hafi gefið fyrir- mæli um það sem þyrfti til að bæta ástandið: „Ég veit að þetta er dýrt en þú verður bara að „splæsa“ þessu á þig“, segir Sigurður að læknirinn hafi sagt, fullur skilnings.“ „Í mínu tilfelli eru það ekki „nema“ um tvenn útborguð mánað- arlaun en mun meira fyrir allan þann fjölda sem er lægra launaður en ég. Reyndar er ég í fæðingaror- lofi núna og fæ þá um 270 þúsund krónur á mánuði þannig að áætl- aður árlegur heilbrigðiskostnaður er rúmlega þrenn mánaðarlaun frá fæðingarorlofssjóði.“ Hann þurfi ennfremur að greiða fyrir húsnæði, mat og klæði fyrir sig og börnin sín, tannlæknakostnað og í þessum mánuði hafi hann þurft að sleppa því að fara til læknis til að greiða LÍN. | þká Sigurður Hólm Gunnarsson segist borga um 56 þúsund krónur á mánuði í sálfræðitíma. Kvíðaröskun kostar 852 þúsund á ári Sakamál Hæstiréttur snéri við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í vikunni um nálgunarbann gegn karl- manni af erlendum uppruna sem var sakaður um að beita sambýliskonu sína ítrekuðu ofbeldi. Konan og maðurinn eignuðust barn sem er nú á leikskóla en það varð vitni að ofbeldi sem faðir þess beitti móðurina. Í úrskurði Héraðsdóms Reykja- víkur segir að barnið hafi tjáð sig um eina árásina á móðurina, sem átti sér stað í desember á síðasta ári, við starfsfólk leikskólans. „Mamma gráta, pabbi búmm, búmm,“ sagði barnið við starfsmanninn og kýldi með annarri hendi út í loftið. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur að skólayfirvöld hafi áhyggjur af þroska barnsins. Þá segir einnig í dómi að mað- urinn hafi einu sinni ruðst inn á heimili konunnar, gengið í skrokk á henni, og numið drenginn á brott. Lögreglan skráði 11 tilvik frá árun- um 2010 til 2013 þar sem lögreglan var kölluð að heimili þeirra vegna heimiliserja. Maðurinn reyndi síð- ast að nema drenginn á brott af leik- skóla barnsins í júní síðastliðnum. Manninum er gert að halda sig fjarri mæðginunum í 6 mánuði. | vg „Mamma gráta, pabbi búmm, búmm“ Barnið er á leikskólaaldri en það gat sagt starfsfólkinu frá ofbeldi sem faðir þess á að hafa beitt móðurina. Marta Kristín Friðriksdóttir skráði sig á síðuna í vor, en hún hefur þó ekki enn leiðbeint ferðamönnum þó að allnokkrir hafi óskað eftir því. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur nú Mercedes-Benz GLE til umráða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.