Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 05.08.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 05.08.2016, Blaðsíða 40
Eftir að fyrsta plata tónlistarmanns- ins Frank Ocean, Channel Orange, kom út árið 2012 og aflaði honum gríðarlegra vinsælda lof- aði tónlistarmaðurinn að næsta plata að nafni Boys don’t cry kæmi út í júlí- mánuði 2015. Nú er árið 2016 og Frank Ocean 338 dög- um of seinn að gefa út plötuna. Síðasta árið hefur tón- listarmaðurinn aðeins einu sinni ýjað að út- gáfunni á Tumblr-síðu sinni með birtingu myndar af bókasafnskorti með ýmsum dagsetningum. Sú nýjasta á kortinu er ágúst 2016 og samkvæmt heim- ildum New York Times er næstum áreiðanlegt að Boys Don’t Cry komi út í dag, föstudaginn 5. ágúst, og ku verða dreift í gegn- um Apple Music. Fyrir utan bóka safns- kortið hefur Frank Ocean verið þögull sem gröfin um plötuna, en til að rugla aðdáendur enn meira birtist myndband á heimasíðu tón- listarmannsins þann 1. ágúst. Mynd- bandið virtist vera bein útsending af einhverskonar viðarinnsetningu og sýndi mann(hugsanlega Frank Ocean) skera við. Streymið er enn á síðu Ocean, en í því heyrist ekki tónn af nýrri plötu hans. Aðdáendur bíða því með hjartað í buxunum til föstudagsins og krossa fingur að nú sé loks komið að þessu og þeir verði ekki gabbaðir í enn eitt skiptið. | sgþ 40 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 5. ágúst 2016 Platan kemur út í dag – í alvöru! Er Frank Ocean að leika sér að tilfinningum okkar? Óþolinmæði aðdáenda Ocean hefur haft ýmsar birtingarmyndir á öllum miðlum, allt frá Twitter til Wikipedia- -alfræðisíðu tónlist- armannsins. Þar hafa notendur sem dæmi breytt nafni hans í „Fake Ocean“, „Bring that album here boi“, „Frank „Boys will cry to fill an „Ocean“ og „Frank You Lied To Us All Ocean“, þó um- sjónarmenn síðunnar séu fljótir að lagfæra afbakanirnar. Þó nöfnin gefi tegund þeirra ekki til kynna eru þær Fluga og Baun tvær læður sem búið hafa saman í ris- íbúð í Vesturbænum í hátt í tvo áratugi. Nafnið Fluga kom til því upphaflega hét kötturinn ungversku nafni sem erfitt var að bera fram og ákvað þá 10 ára gamall eigandi hennar að endurnefna hana. Val- ið stóð milli þriggja nafna: Naðra, Padda eða Fluga, og varð Fluga ofan á í því vali. Baun fékk sitt nafn svo líklega vegna augnanna, sem eru eins og tvær baunir. Baun lærði snemma að opna allar dyr með því að stökkva u p p á hurðarhúna, og væri henni ekki sinnt nóg gat hún átt til að þramma á nótum píanósins í mótmælaskyni eða þrykkja húsmun á gólfið. Fluga er fjórum árum eldri og varari um sig. Sé einhver við vinnu í tölvu finnur hún það strax á sér og læsist upp við eigendur sína. Raunar eru báðar næmar á ná- kvæmnisvinnu og sé heimilisfólk að pakka inn jólagjöfum er það þeirra gullöld til að nudda sér upp við næsta fótlegg eða öxl. Baun er félagslyndari og var til dæmis heimagangur á heim- ili naggríssins Nebba í húsinu sem hún býr. Þrátt fyrir að rándýrseðlið hafi eitt sinn tekið yfir og Baun reynt að setja klóna inn fyrir búr Nebba, reyndi hún það ekki oftar eftir að Nebbi brást við klónni með því að bíta Baun í loppuna. Líf læðanna Baunar og Flugu Valið stóð milli Nöðru, Pöddu eða Flugu Baun þykir félagslyndari læðanna tveggja. Fluga er gjörn á að nudda sér upp við fólk sem er djúpt sokkið í einbeitingarvinnu. „Við erum allir miklir listamenn í eðli okkar. Við reynum að fylgjast með því sem kemur næst í tísku, reynum að vera skrefi á undan tískuverslunum hérlendis,“ segir Guðbrandur Loki, meðlimur Gullna drekans, hann spáir fyrir um kom- andi tískutrend. „Adidas fer al- veg að detta upp fyrir, það verður fljótlega of „mainstream“. Núna er það Fred Perry, Sergio Tacchini og Kappa.“ Þeir kalla verslunina og félags- skapinn Gullna drekann, þeir Tryggvi Geir, Guðbrandur Loki og Poddi Poddssen. Það. er aldrei að vita hvenær pop-up markað- ur þeirra félaga birtist í skottinu á Yaris, stútfullt af íþróttaklæðnaði. Reglurnar eru aðeins þrjár: Fyrstur kemur fyrstur fær, það er aðeins til eitt eintak af hverjum fatnaði, kaup og skipti á nettum íþróttafatnaði er tekinn til skoðunar. „Við erum að sanka að okkur og deila út „crème de la crème“ af evrópskri- og amerískri, götu- og íþróttatísku,“ segir Guðbrandur Loki, en íþróttafatnaður er í tísku um þessar mundir. „Við byrjuðum á þessu fyrir tveimur árum. Skömmu síðar var Spúútik og fleiri verslanir orðnar stútfullar af Adidas fatnaði. Allir hipsterarnir og skinkurnar fyr- ir einu „season“ voru komin í Adi- das galla.“ Sameiginlegur áhugi vinanna fyr- ir tísku var upphafið á Gullna drek- anum, samkvæmt Tryggva. „Þetta þróaðist út í netta áráttu hjá sumum okkar, að kaupa endalaust af nýjum íþróttafatnaði. Þess vegna er gott að dreifa þessu reglulega til annarra og gera rúm fyrir nýtt.“ Gullni drekinn verður með mark- að á laugardaginn í portinu á Prik- inu frá hádegi. Poddi segir alla vel- komna. „Fólk getur komið og fengið sér drykk, skoðað úrvalið og við hjálpum öllum að finna sína stærð. Við verðum með Adidas galla, hell- ing af skóm, jökkum og eitthvað af bolum, Fred Perry fatnað og Sergio Tacchini. Blanda af notuðu og nýju.“ Gullnu drek- arnir Loki, Poddi og Tryggvi selja íþróttafatnað á Prikinu á laugardaginn. Mynd | Rut Nett árátta fyrir íþróttafatnaði Félagarnir úr Gullna drekanum hrífast af „evrópskri- og amerískri, götu- og íþróttatísku“. Sú tíska verður til sölu á laugardaginn á Prikinu fyrir Adidas unnendur og þá sem eru engu nær. „Við erum að sanka að okkur og deila út „crème de la crème“ af evrópskri- og amerískri, götu- og íþróttatísku.“ Bókasafnskortið óræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.