Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 05.08.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 05.08.2016, Blaðsíða 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 5. ágúst 2016 870–1300 Veitt til matar 1300–1550 Skreiðarútflutningur 1550–1900 Saltfisksútilegur á Íslandsmiðum 1900–1940 Íslenskur kapítalismi fæðist 1939–1945 Stríðsgróðinn 1945–1983 Landhelgisdeilur, offjárfesting og eyðing fiskistofna 1984–2016 Kvótagreifar Á landnáms- og þjóðveldisöld réru vinnumenn til fiskjar og öfluðu matar. Arður af auðlindinni rann sem búbót, einkum til stórbænda sem áttu bátana og þrælanna sem réru til fiskjar. Andstaða bænda gegn þéttbýlismyndun við sjávarsíðuna leiðir til hrörnunar sjávarútvegs. Ódýrara salt og stærri skip gera útilegur á Íslandsmiðum mögulegar fyrir aðrar þjóðir. Arðurinn af auðlegðinni rennur minnstur til Íslendinga heldur stendur hann undir uppgangi í Bretóníu, Baskalandi og á austurströnd Englands. Vélvæðing smábátaflotans bætir kjör fólks við sjávarsíðuna og ýtir undir flótta vinnufólks undan ánauð sveitanna. Stórar togaraútgerðir færa eigendum sínum auð í meira magni en sést hefur á Íslandi. Íslenskur kapítalismi verður til. Landstjórnin sveigð að þörfum stórfyrirtækja í sjávarútvegi, ríkið kemur að gerð sölusamninga, pilsfaldakapitalisminn tekur á sig mynd. Útlend útgerðarfyrirtæki herða sóknina á Íslandsmið. Arðurinn að auðlindinni byggir upp sjávarþorp sem liggja vel við miðum fyrir smærri báta, hrannast upp hjá eigendum stærstu togaraútgerðanna og rennur til útlendra úthafsveiðifélaga. Veiðar erlendra skipa leggjast af á stríðsárunum og fiskverð ríkur upp. Íslensk útgerðarfélög stórgræða með því að sigla aflanum á markað í Englandi. Laun sjómanna margfaldast og góðæri í útgerð smitast út í samfélagið, bætist þar við aukið ráðstöfunarfé almennings vegna Bretavinnunnar. Arðurinn af auðlindinni safnast að eigendum stærstu útgerðarfélaganna og stendur undir aukinni eyðslu almennings. Útgerðarmenn geyma hluta af arðinum á erlendum bankareikningum til að verja auðlegt sína fyrir verðfalli íslensku krónunnar. Hluti stríðsgróðans notaður til fjárfestinga í útgerð og fiskvinnslu. Sókn innlendra og útlendra togara vex. Ofveiði veldur því að kostnaðarsamara er að sækja aflann. Útfærsla landhelginnar fælir útlend skip af miðunum. Eftir sem áður eru of mörg skip að sækja of fáa fiska. Framan af stendur auðlindarentan undir uppbyggingu sjávarþorpa víða um land en eftir því sem á líður brennur æ meira af auðlindarentunni upp í offjárfestingu. Þar sem arðurinn af auðlindinni er alltaf meiri en vænst má í öðrum atvinnugreinum kemur fátt í veg fyrir sókn of margra inn í greinina. Kvótakerfið sett á í þrennum tilgangi: Í fyrsta lagi vernd fiskistofna, í öðru lagi að draga úr offjárfestingu og í þriðja lagi að auka hagkvæmni. Afleiðingin er að fá stór útgerðarfyrirtæki eignast stærsta hluta af kvótanum, þeir sem eiga mest eignast meira vegna auðlindarentunnar. Greinin er lokuð, þeir sem ekki eiga kvóta mega ekki fiska. Tak- markað aðgengi að auðlindinni og samdráttur í fjárfestingu dregur afl úr flestum sjávarþorpum, sjávarsíðan hrörnar. Einstaklingar og smærri fyrirtæki greiða fyrir hagræðingu hinna stóru með verðfalli eigna sinna. Stóru útgerðarfyr- irtækin nota arðinn af auðlegðinni til fjárfestinga í sjávarúvegsfyrirtækjum í Þýskalandi, Kanada, Chile, Marokkó og víða um heima og í fyrirtækjum í óskyldum rekstri á Íslandi; bönkum, heildsölum, iðnfyrirtækjum, mjólkurbúum, fjöl- miðlum. Arðurinn af auðlindinni rennur í æ meira mæli til æ færri. Með lækkun gengis krónunnar eftir Hrun magnast enn arðurinn að auðlindinni og völd og áhrif kvótagreifa vaxa enn. Stórbændur hefja skreiðarverkun og útflutning til Björgvinjar og síðar til enskra kaupmanna og Hansakaupmanna. Englendingar hefja sjósókn á Íslandsmið. Arður af auðlindinni safnast á hendur fárra auðugra bænda á Íslandi, enskra útgerðarmanna og verslunarfélaga sem stjórna dreifingu og sölu matvæla niður eftir Evrópu. KVÓTAKERFIÐ SEM BREYTTI Nútíminn kom ekki til Íslands fyrr en með vélvæðingu bátaflotans. Það var hin íslenska iðnbylting sem dró fólkið úr sveitunum á mölina þar sem það vann hörðum höndum í fiski þótt megnið af arðinum af vinnu þess og stærsti hluti auðlindarentunnar hafi endað hjá fáum stórum útgerðarmönnum, fiskverkend- um og síldarspekúlöntum. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Auðlindarenta er sá hagur sem verður til við nýtingu náttúruauð- linda. Hún getur birst á ótal vegu. Hún getur legið ónotuð eða safnast á hendur fárra, eins og á við um íslenska kvóta- kerfið í dag, eða hún getur glutr- ast niður þegar fjöldinn reynir að ná til sín sem stærstum hluta af rentunni. Þá brennur hún gjarnan upp í offjárfestingu og kostnaðinum við að fanga auðlindina. Í umræðum um gæði kvótakerf- isins hefur oft aðeins verið horft til hagnaðar sjávarútvegsfyrirtækja. Það er einfaldasta myndin af því hvort tekist hafi að fanga rentuna, hvort hún skili sér sem hagnaður þess sem nýtir hana. En Íslendingar þekkja vel hvernig rentan getur hlaðist upp víða um land þótt sjáv- arútvegsfyrirtækin séu ekki rek- in með svo glæsilegum hagnaði. Það var þannig auðlindarentan sem byggði upp sjávarbyggð- ir hringinn í kringum landið og stóð undir stórkostlegum lífskjarabata meginþorra al- mennings alla síðustu öld þótt rekstur sjávarútvegsfyr- irtækja hafi á þeim tíma oft verið glæfralegur og oftast slæmur, jafn- vel hörmulegur. Hér til hliðar er Íslandssagan rak- in út frá auðlindarentunni af sjávar- auðlindinni, hvernig hún var nýtt eða ekki nýtt og hverjum hún þjón- aði og hverjir þjónuðu henni. Saga rentunnar í 1100 ár Íslandsmið eru helsta auðlegð íslensku þjóðarinnar. Lengst af auðnaðist Íslendingum ekki að nýta þessa auðlind. Öldum saman rann bróðurparturinn af arðinum af auðlindinni til útlanda en síðar til fárra útgerðarmanna. Og til æ færri eftir að kvótakerfið var tekið upp. Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is Opið 08.30 - 18.00 mán-fös / 11.00 - 16.00 lau Handmáluðu fígúrurnar frá SCHLEICH fáið þið hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.