Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 20.08.2016, Side 8

Fréttatíminn - 20.08.2016, Side 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016 Eins og lóan er vorboði, er það boðberi kosninga að ráðamenn viðri áhyggjur sínar af því að innan veggja fjölmiðla þrífist óværa, sem stund- um er kölluð skoðun. Formaður Sjálfstæðisf lokks- ins reið á vaðið og ritaði reiðilega ádrepu á vegginn sinn um að inn- an fjölmiðlanna þrifist ekki bara skoðun heldur skoðanir. Allt samfé- lagið logar nú í deilum um skoðan- ir fjölmiðla og fátt annað kemst að. Á meðan laumar félagsmálaráð- herra sér úr röðum ríkisstjórnar- innar þegar kemur að atkvæða- greiðslu um „skínandi bjarta,“ fimm ára áætlun Bjarna Benediktssonar, af því ráðherrann er svo illa haldinn af annarri skoðun en þar kemur fram. Það er ekkert hægt að segja um það. Líklega springur stjórnin eða hangir á horriminni fram á kjör- dag. Það er ekki gott að í ríkisstjórn- um sé hver með sitt gjallarhorn að básúna skoðanir, svo vitnað sé í orð formannsins, en hann átti reyndar við fjölmiðla. Skoðanir eru smitsjúkdómur sem herjar á lýðræðissamfélög. Fjölmiðlar eru eitt af þeim tækj- um sem við höfum til að mynda okkur skoðanir og átta okkur í þjóð- félagsumræðunni. Það er mikilvægt að þar séu uppi margar skoðanir og margar raddir, að þar fari fram virk umræða og greining á samfélaginu. Til þess þarf að verja peningum í fréttir og fréttaskýringar en ekki bara dægurmálaþætti sem laða að kostun og auglýsingar. Fréttir eiga að vera hlutlægar og halda sig við staðreyndir og þær ályktanir sem draga má af þeim. Þær eiga hinsvegar ekki að vera hlutlausar og leyfa allskyns bulli að vaða uppi þótt staðreyndirnar liggi fyrir. Slíkt hlutleysi hefur kallað yfir samfélagið endalausa málfundi stjórnmálamanna þar sem sannleik- urinn er víðsfjarri. „Hún gerist æ sterkari tilfinningin að vegna manneklu og fjárskorts séu viðkomandi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um starf- semi þar sem hver fer fram á eigin forsendum,“ segir Bjarni Benedikts- son í ádrepu sinni. Vegna þessara orða Bjarna, sem því miður stappa nærri sannleikan- um, allavega hvað varðar manneklu og fjárskort, hefur fjölmiðlafólk réttilega bent á þá staðreynd að fjölmiðlar hér búa við allt annað rekstrarumhverfi en annars stað- ar á Norðurlöndum þar sem litið er á öfluga fjölmiðla sem hornsteina lýðræðis. Hér njóta einkareknir fjölmiðl- ar ekki ríkisstyrkja, Ríkisútvarpið veður uppi á auglýsingamarkaði og drepur af sér samkeppni og virð- isaukaskattur á dagblöð var hækk- aður úr 7 prósent í 11 prósent. Jafn sjálfsagt og það þykir að ívilna öðr- um atvinnugreinum hefur það hing- að til verið eitur í beinum margra stjórnmálamanna, að það þurfi að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla og það kosti jafnvel peninga. Fimm ára áætlun Bjarna Bene- diktssonar og ríkisstjórnarinnar er orðin tóm. Hún er kveðjubréf flokka sem eru að fara úr stjórnarráðinu og verða líklega ekki kosnir aftur til að stjórna, allavega ekki saman. Enda hafa stjórnarliðar meira og minna verið fjarverandi meðan hún var til umræðu og tveir þeirra gátu ekki hugsað sér að ýta á takkann þegar hún var borin undir atkvæði. Kannski ættu menn að nota þenn- an tímabundna áhuga á fjölmiðlum til að koma sér saman um fimm ára áætlun um rekstrarumhverfi fjöl- miðla og gera þeim kleift að rétta úr kútnum. Það er þó ólíklegt að það verði. Stjórnmálamenn úr öllum flokk- um eiga það sameiginlegt að kunna afar illa við skoðanir fjölmiðla en bara ef þær fara ekki saman við þeirra eigin skoðanir. Kannski er ekki verið að kalla eftir mörg- um ólíkum röddum og hlutlægum vinnubrögðum? Kannski var Bjarni Ben bara að kalla eftir þessari „einu réttu ópólitísku skoðun“ sem leggur þögula blessun sína yfir Sjálfstæðis- flokkinn og opinberan vilja hans. Í núverandi umhverfi fjölmiðla hafa uppeldisskilyrði hennar oft og tíðum verið góð, þar sem stjórnmál og fjármagn haldast oftar en ekki í hendur. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir UPPELDIS- SKILYRÐI FJÖLMIÐLA Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. Á leikskólanum Stjórnarbóli koma upp leiðindi, nánast á hverjum degi…

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.