Fréttatíminn - 20.08.2016, Side 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016
Dóra Guðrún Guðmunds-
dóttir, sviðsstjóri hjá embætti
landlæknis, veltir mikið fyrir
sér hvað það er sem hefur
áhrif á heilbrigði landsmanna.
Meðal þess eru vellíðan og
hamingja.
Dóra Guðrún segir áhuga stjórnmála-
manna á vellíðan vera að aukast hratt
og örugglega. Það að hafa tryggar
mælingar í þessum efnum geti styrkt
stefnumótun á ýmsum sviðum.
„Komið hefur í ljós að mælingar á lík-
amlegri heilsu eru ekki nóg, vellíðan
þarf líka að mæla“ segir Dóra Guð-
rún. „Í stuttu máli snýst þetta um að
komast að því hvað gerir lífið þess
virði að lifa því og skoða hvað það er
sem að reynist fólki vel við það ver-
kefni.“
Þjóð í úrvalsdeild hamingjunnar
Íslendingar hafa lengi verið í fremstu
röð varðandi hamingjumælingar.
Það er við hæfi því að alþjóðlegar
mælingar sýna fram á að við
erum meðal sælu-
stu þjóða. Dóra Guð-
rún er á því að skýr-
ingin sé einföld: „Við
höfum margar góðar
forsendur til að vera
hamingjusöm. Ef mað-
ur skoðar hvaða þættir
hafa mest áhrif á vellíðan almennt
þá eru það félagsleg tengsl og tengsl
við fjölskyldu og vini. Vegalengdirn-
ar eru stuttar og það er auðvelt að
vera í góðu sambandi. Hér er frið-
sæld með ágætum og traust á náung-
anum. Flestum líður þannig að þeir
geti haft áhrif á eigið líf.“
Dóra Guðrún segir að mælingum
á vellíðan sé ætlað að ná utan hvern-
Fréttatíminn spurði velferðarnefnd Alþingis:
Hvaða mál er það á sviði stjórnmálanna sem helst
er til þess fallið að ýta undir hamingju landsmanna á
komandi árum?
„Að gera allt sem hægt er
til að undirbyggja tilf-
inningu fólks fyrir því
að það búi í réttlátu,
öruggu og sanngjörnu
samfélagi sem inni-
stæða er fyrir. Græðg-
iskapítalisminn og hömlu-
laus sérhyggja verður í þessu skini að
víkja fyrir meðvitund um að réttlæti, al-
menn velferð og sanngirni í samfélaginu
færi okkur öllum ómæld gæði sem ekki
verða tryggð öðruvísi.“
Steingrímur J. Sigfússon,
Vinstri græn.
„Mín hugsjón er að
minnka áhyggjur
og kvíða sem allra
flestra svo við höfum
ekki áhyggjur af mat
og húsnæði, fötum
á börnin og bókum í
skólann. Þess vegna er
brýnt að leysa húsnæðisvandann og
tryggja öllum mannsæmandi framfær-
slu. En vellíðan og hamingja felast líka
í frelsi og tækifærum til að uppfylla
drauma, mennta sig og ráða eigin lífi.“
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
Samfylking.
Hamingja sívaxandi svið í stjórnmálum
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir
er á því að forsendur lands-
manna til að höndla hamingj-
una séu ágætar. Stjórnvöld séu
einnig að sjá betur mikilvægi
þess að mæla vellíðan.
Mynd | Hari
„Ef það skapast víðtæk sátt
á milli allra stjórnmála-
flokka um það hvernig
við rekum heilbrigð-
iskerfið þá mun það
ýta undir hamingju
landsmanna. Heilbrigð-
iskerfið á ekki að vera
pólitískt þrætuepli. Það ásamt því að
almenningur í landinu fái sanngjarnan
og réttlátan arð af sameiginlegum auð-
lindum sínum og að hér skapist eðlilegt
vaxta- og fjármálaumhverfi.“
Páll Valur Björnsson,
Björt framtíð.
5 ráð til þess að auka andlega vellíðan
1. Skelltu þér í hálftíma göngutúr
daglega.
2. Skrifaðu niður 5 hluti sem þú finn
ur fyrir þakklæti fyrir.
3. Hvaða manneskja finnst þér hafa
haft jákvæð áhrif á líf þitt? Sendu
viðkomandi bréf eða tölvupóst og
útskýrðu fyrir viðkomandi hvernig
hann hafði jákvæð áhrif á líf þitt
og þakkaðu honum fyrir það.
4. Taktu þér nokkrar mínútur dag
lega til þess að loka augunum og
taka eftir eigin andardrætti. Gefðu
hugsununum frí á meðan og
beindu allri athygli þinni að andar
drættinum.
5. Gerðu góðverk. Þú gætir fært
samstarfsmanni kaffibolla, hleypt
einhverjum fram fyrir þig í röð eða
boðið ókunnugum góðan dag.
„Nú þarf að samþykkja
aðgerðir um fyrstu
húsnæðiskaup og
heilbrigðisáætlun fyrir
Ísland. Skilgreina þarf
hvaða þjónustu við
ætlum að veita á heil-
brigðisstofnunum og styrkja
samgöngur í landinu.“
Elsa Lára Arnardóttir,
Framsókn.
„Þjóðin öll gæti glaðst
mest yfir því ef við
tryggðum eldri borg-
urum áhyggjulaust
ævikvöld, þeim og
öryrkjum mannsæm-
andi kjör og öðrum
þeim sem búa við lökustu
lífskjörin í landinu.”
Ásmundur Friðriksson,
Sjálfstæðisflokkur.
„Heilsa gerir veikan
einstakling hamingju-
samari, kynfrelsi
samkynhneigðan
einstakling ham-
ingjusamari, málfrelsi
blaðamanninn ham-
ingjusamari, fjárhagslegur
stuðningur hin fátæku hamingjusamari
og þar fram eftir götunum. Það er fyrsta
hlutverk stjórnmálamanna að tryggja
frelsi, réttindi og öryggi borgaranna.“
Helgi Hrafn Gunnarsson,
Píratar.
Hamingjuvísitala
og hamingju
ráðuneyti
Við þekkjum öll hagvöxt og hann
þykir nauðsynlegur og jákvæður.
Mælingar á vellíðan og hamingju eru
hins vegar nýjar af nálinni. Velta má
fyrir sér hvort að við eigum einhvern
tímann eftir að mæla árangur þjóða í
öðru en veraldlegum auði?
Sameinuðu þjóðirnar gáfu út
fyrstu Hamingjuskýrslu sína (World
Happiness Report) árið 2012 og
nokkur lönd hafa stofnað sérstök
ráðuneyti hamingjunnar. Þar á
meðal eru Venesúela, Ekvador og
Sameinuðu arabísku furstadæmin,
en nýlega bættist fylkið Madhya
Pradesh á Indlandi. Þar búa ríflega
70 miljónir manna.
Smáríkið Bútan, þar sem búa tvö
falt fleiri en á Íslandi, er hins vegar
frumkvöðull á þessu sviði. Þar í landi
er talað verga hamingju (hamingju
heildarinnar) og rannsóknir á henni
eru byggðar á spurningalista sem
er sendur út til þjóðfélagsþegna.
Gagnrýnendur hafa sagt mæl
ingarnar beina sjónum frá illri með
ferð á minnihlutahópum í landinu.
Shivraj Singh Chouhan er ráð-
herra hamingjunnar í Madhya
Pradesh fylki á Indlandi.
Hamingj
an
ig fólki líður en líka hvernig virkni
þess er í samfélaginu. „Hér á landi
hefur þetta ratað inn í opinbera
stefnumótun, er til dæm-
is í fyrirliggjandi drögum
að heilbrigðisáætlun og
einnig er áhersla á þessa
þætti í námskrám leik-
, grunn- og framhalds-
skóla. Það er vel hægt að
setja sér nýtt takmark í
þessum efnum og stefna að því að
mælingar hækki.“
Snertir flest svið samfélagsins
Í nútímasamfélagi er mikilvægt að
huga að vellíðan á sem flestum svið-
um. Dóra Guðrún nefnir manngert
umhverfi, arkitektúr og skipulags-
mál sem dæmi. „Nú nýlega höfum
við hér í Reykjavík kannað vellíð-
an fullorðinna og barna eftir hverf-
um. Starfsfólk hverfamiðstöðva fær
þessar upplýsingar og þær koma
vonandi að góðum notum. Gott
dæmi er að á árunum 2007-2012
var tvöföldun í notkun á virkum
ferðamáta í Reykjavík. Fólk gengur
og hjólar, aðstaðan hefur verið bætt
og það skilar sér í vellíðan.“
Jöfnuður og jöfn tækifæri skipta
miklu í sambandi við vellíðan sam-
kvæmt Dóru Guðrúnu. Samt eru það
ekki endilega tekjur sem hafa mikil
áhrif og veraldlegur auður gerir fólk
ekki endilega hamingjusamt. „Rann-
sóknir hafa sýnt að tekjur hafa ekki
mikil áhrif á vellíðan svo framar-
lega sem fólk hefur í sig og á, en fjár-
hagsáhyggjur, sem finnast í öllum
tekjuhópum, draga samt vissulega
úr henni. Aftur og aftur sýnir sig að
fjölskylda, vinir og félagsleg tengsl
skipta lang mestu máli.“
Góð samskipti
Skiptumst á að tala
Hlustum með athygli
Grípum ekki fram í
Verum skýr
og heiðarleg
Virðum skoðanir
Sýnum tillitsemi
ÖLL ÖKURÉTTINDI
ÖLL VINNUVÉLARÉTTINDI
Hafðu samband í síma: 822 45 02 eða www.meiraprof.is