Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 20.08.2016, Síða 26

Fréttatíminn - 20.08.2016, Síða 26
Á leið til Banda ríkjanna að hitta útgefendur Eftirsótt Plötufyrirtæki í Bandaríkj- unum hafa sýnt tónlist Glowie og StopWaitGo mikinn áhuga. Það er alltaf stress í mér áður en ég fer á svið en það þýðir bara að mig langar að gera vel,“ segir söngkonan Sara Pétursdóttir, betur þekkt sem Glowie. Þegar blaðamaður náði tali af henni var hún í óða önn að undirbúa sig fyrir Tónaflóð Rásar 2 sem hefst klukkan 20 í kvöld á Arnarhóli, en hún mun stíga fyrst á svið. „Ég verð um 25 mínútur á sviðinu og er búin að leggja smá vinnu í þetta. Ég verð með dansara og band með mér. Ég held að þetta verði því bara nokkuð flott.“ Glowie segir að það fari oft mikill tími í að undirbúa hverja tónleika, meiri tími en fólk heldur. „Þetta er mikil vinna þó það líti ekki alltaf út fyrir það. Ég vil líka gera allt rosalega vel og vanda mig hvernig ég geri hlutina.“ Glowie sigraði í Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2014 og vakti strax athygli strákanna í StopWaitGo sem fengu hana til að syngja fyrir sig lag sem þeir voru að semja. Í kjölfarið tók tónlistin eiginlega alveg yfir líf hennar. Og nú eru spennandi tímar framund- an. „Ég er að búa til nýja tónlist með strákunum og við erum að undirbúa ferð til Bandaríkjanna. Plötufyrirtæki í Bandaríkjunum hafa sýnt okkur mikinn áhuga, og reyndar í Bretlandi líka. Þau vilja fá okkur út, þar sem við munum hitta útgefendur. Svo verður bara að koma í ljós hvað kemur út úr því. Það er mjög spennandi.“ Þegar Glowie sigraða í Söngva- keppni framhaldsskólanna var hún að læra hárgreiðslu í Tækni- skólanum en hún ákvað að hætta þegar tónlistin tók yfir. „Það var orðið svo mikið að gera hjá mér. Ég sá að það væri ekki alveg að fara að ganga að væri bæði í skól- anum og sinna tónlistinni. Ef ég er í skóla þá vil ég sinna því hundrað prósent, nenni ekki að vera að fara í viðtöl og eitthvað slíkt.“ En hún er mjög sátt við þessa þróun enda er draumur hennar að rætast, að starfa við tónlist er það sem hana langar að gera. „Þetta er alveg geggjað.“ Sara Pétursdóttir, eða Glowie, stígur fyrst listamanna á svið á Tónaflóði Rásar 2 í kvöld. Hún lofar flottu atriði. Stúlkan með mjóbakshúðflúrið Neitar að sjá eftir „trampstampinu“. Leikkonan, handritahöfundurinn og uppistandarinn Amy Schumer gerist einlæg í nýrri bók, The girl with the lower back tattoo, eða Stúlkan með mjóbakshúðflúrið. Í bókinni deilir Amy með lesend- um mistökum sínum, sársauka og gleði. Hún vill alls ekki meina að um sjálfsævisögu sé að ræða. „Ég er bara nýorðin 35 ára svo ég á langt í að vera sjálfsævisöguhæf,“ segir leikkonan. Og titillinn; Schumer fékk sér húðf lúr þegar hún var tvítug, ekki svo lítið „tribal-trampsta- mp“ á mjóbakið sem hún neitar að skammast sín fyrir eða sjá eftir. „Í hvert einasta skipti sem ég af- klæði mig fyrir framan karlmann og hann sér það þá veit hann líka í hjarta sínu að ég er rusl og ég tek mjög slæmar ákvarðanir. En ég lofa ykkur frá innstu hjartarótum að mér er nákvæmlega sama. Ég ber mistök mín eins og heiðursorðu og ég hampa þeim. Þau gera mig mennska.“ Schumer segir þennan boðskap raunar vera tilgang bók- arinnar, að fólk taki sig í sátt fyrir það sem það er og hætti að eyða tíma í að skammast sín fyrir mistök sín. Bókin hefur vakið mikla lukku, ekki síst kaflinn þar sem hún birt- ir kafla úr gömlum dagbókum frá unglingsárum. Bókin er fáanleg á Amazon. Sér ekki eftir neinu Amy Schumer neitar að skamm- ast sín fyrir ákvarðanir sem hún tók í góðri trú á yngri árum. Hárkollur eru himnasending Það er ekki tekið út með sældinni að vera kvik- myndastjarna, það hefur Keira Knightley fengið að finna á eigin skinni. Eða hári, öllu heldur. Eftir að hafa leikið í yfir 20 ár hin fjölbreyttustu hlutverk hefur hárið á henni heldur betur fengið að kenna á því. Liturinn og efnin sem hefur þurft að nota til þess að skapa hinar ýmsu persónur hafa farið svo illa með lokkana að hárið byrjaði bókstaflega að hrynja af henni. Keira tók því til þess bragðs að byrja að nota hárkollur í stað þess að láta meðhöndla hárið með kemískum efnum. Og árangurinn lét ekki á sér standa, hárið hefur sprottið á ógnarhraða síðustu 5 árin og hárlosið heyrir sögunni til. Lifir hefðbundu kynlífi Kynbomban Amber Rose segist lifa mjög hefðbundu kynlífi þrátt fyrir að fólk haldi gjarnan að hún hafi reynt ýmislegt í þeim efnum. Hún svaraði 29 spurningum fyrir slúðursíð- una fishwrapper.com þar sem þetta kom meðal annars fram. Hún telur sig til dæmis vera of eigingjarna í kynlífi til að geta farið í „trekant“, sem hún hefur þar af leiðandi ekki prófað. Þá er hún ekki hrifin af einnar nætur gamni og hefur ekki prófað endaþarmsmök. Amber segist þó ekki útiloka að eitthvað af þessu muni gerast á lífsleiðinni, en þetta hefur allavega ekki átt sér stað á hennar 32 ára löngu ævi. Gaf alla peningana Johnny Depp þurfti að borga Amber Heard 7 milljónir dollara í sáttafé í illvígri deilu fyrrverandi hjónanna. Amber ætlar að gefa alla peningana til tveggja góðgerðarmála; ACLU sem eru samtök sem berjast gegn ofbeldi gegn kon- um og Children’s Hospital í Los Angeles þar sem hún hefur unnið sem sjálfboðaliði í 10 ár. Hún lýsti því yfir að peningar hafi aldrei verið markmið hennar með skilnaðinum, heldur réttlæti. Hún vonar að aurarnir komi að góðum notum og muni ýta undir jákvæða breytingar í lífi þeirra sem mest þurfa á því að halda. Forsvarsmenn ACLU og spítalans eru að vonum himinlifandi með þennan góða styrk og voru afar snortin yfir þessum óvænta styrk. „Þetta var ekki alvöru lengur“ Kristen Stewart sagði frá því nýlega að samband hennar og Robert Pattinson hefði verið meira eins og „vara“ en nokkurt annað. Kristen segir frá því að hún sé í dag í ástar- sambandi við konu og það sé mikill munur á því sambandi og sambandinu sem hún átti með Robert. „Fólk þráði það svo heitt að við Rob værum saman að samband okkar var bara gert að „vöru“. Þetta var ekki alvöru lengur og mér fannst það ógeðslegt. Mig langar ekki að fela mig eða það sem ég geri. Ég vil bara ekki vera sögupersóna í skemmtanabransanum,“ sagði Kristen. Kristen segist vilja passa vel upp á einkalíf sitt en hún hafi viljað koma þessu frá sér. …fólk 2 | amk… LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2016 Þetta er mikil vinna þó það líti ekki alltaf út fyrir það. Ég vil líka gera allt rosalega vel og vanda mig hvernig ég geri hlutina.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.