Fréttatíminn - 20.08.2016, Page 37
„Það eru fáir fastir punktar í mínu
sjónvarpsglápi. Við höfum fylgst
með hallærislegu þáttunum um
glæpasagnahöfundinn Castle frá
byrjun með unglingnum á heimilinu
en í seinni tíð hefur hann fljótlega
gefist upp þegar poppið er búið.
Það er einhver sjarmi yfir þáttunum
sem eru oftast fullir af klisjum og
misfyndnum „one-linerum“. Að öðru
leyti er það nokkuð tilviljunarkennt
hvað ég dett inn í. Við kaupum
engar áskriftir að sjónvarpsstöðv-
um eða streymisþjónustum þó það
hafi komið til tals að kaupa áskrift
að enska boltanum.
Yfirleitt sperri ég eyrun þegar
„hér á RÚV“ konan segir að í vænd-
um sé þáttur þar sem einhver
„glímir við snúin sakamál“. Þó að
dagskrárkynningarnar séu ekki
alltaf mjög frumlegar eru RÚV-liðar
naskir á gott glæpó. Ég hef líklega
horft á vel flestar danskar, sænskar
og breskar seríur sem sýndar hafa
verið undanfarin ár
Þeir félagar (þó þeir þekkist
ekki neitt) Wallander og Barnaby
hafa oft orðið tilefni til þess að við
poppum. Það er reyndar undir hæl-
inn lagt hvort við náum að halda
okkur vakandi þar til morðinginn er
gómaður. Hins vegar heldur Vera
mér alltaf vakandi því klókari og
frumlegri leynilöggu er vart hægt
að finna eftir að Inspector Morse
kvaddi skjáinn.“
Sófakartaflan
Líf Magneudóttir,
borgarfulltúri
RÚV-liðar naskir á gott glæpó
Hrifin af góðu glæpó Líf Magneudóttir hrífst af Veru, Wallander og Barnaby. Mynd | Hari
Þær tvær
Stöð 2 Þær tvær, sunnudag
klukkan 20.
Önnur þáttaröð þessara bráð-
fyndnu sketsaþátta með leikkon-
unum Völu Kristínu Eiríksdóttur
og Júlíönu Söru Gunnarsdóttur
en þær skrifa og leika öll hlut-
verkin sjálfar. Leikkonunar bregða
sér í hin ýmsu gervi og úr verða
skrautlegar persónur sem takast
á við fjölbreytileika tilverunnar.
Spennutryllir með
Sally Field í aðalhlut-
verki
Netflix Eye for an Eye.
Dóttur Karenar McCann er nauðg-
að og hún myrt á hrottalegan
hátt. Þegar lögreglan sleppir hin-
um grunaða, Robert Doob, gegn
tryggingu í stað þess að loka
hann inni ákveður Karen að taka
lögin í sínar hendur og ætlar sér
að ná fram hefndum. Eiginmaður
Karenar kemst á snoðir um fyrir-
ætlanir hennar og stöðvar hana
– en þá lætur Robert Doob til sín
taka á nýjan leik.
Brúðgumi með
bakþanka
Netflix Forces of Nature.
Ben Holmes er á leiðinni til
Savannah með flugi en þar hyggst
hann hitta brúði sína og ganga í
hjónaband. Smávægilegt óhapp
verður til þess að ekkert verður
af flugtaki en Ben þarf að kom-
ast leiðar sinnar hið snarasta
og bregður á það ráð að leigja
bílaleigubíl, ásamt hinni dular-
fullu Sarah sem var farþegi í
sömu flugvél. Ben og Sarah lenda
í ýmsu á leiðinni sem verður til
þess að Ben þarf að hugsa sig
tvisvar um – er hann í raun að fara
að giftast réttri konu?
Spennandi gam-
anmynd með Tom
Hanks
Sjónvarp Símans The
Ladykillers, laugardagur
klukkan 20.15.
Hér er um að ræða endurgerð
á vinsælli gamanmynd frá árinu
1955. Kennari úr suðurríkjum
Bandaríkjanna safnar saman hópi
af misgáfulegum mönnum til þess
að ræna spilavíti. Á meðan þeir
skipuleggja ódæðið leigja þeir
herbergi hjá gamalli konu sem er
klókari en þá grunar. Sú gamla
kemst á snoðir um fyrirætlanir
þeirra og nú verða þeir að ryðja
henni úr vegi – sem á eftir að
reynast erfiðara en þá grunar.
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Menningarnótt
í Gallerí Fold
Sýningaropnun
kl. 15-16
Ratleikur fyrir börn og fullorðna
kl. 11–19
Leikurinn felst í að finna listaverk sem sýnd eru í galleríinu. Við hvert
þeirra er lítil frásögn og í henni bókstafur sem er hluti af orði sem
gestir eiga að finna út.
Skapað af list
Listamenn vinna að verkum sínum og spjalla við gesti
Opið til kl. 19 á Menningarnótt · lokað sunnudag
Ljósmyndasamkeppni
kl. 11–19
Taktu mynd í eða við Gallerí Fold þar sem uppáhaldsverkið þitt
kemur við sögu.
Sendu myndina á Instagram og merktu hana með #gallerifold.
Veitt verða verðlaun fyrir listrænustu myndina, fyndnustu myndina
og bestu myndina.
Geirix
Túlkun
Listamannaspjall kL.16
Haraldur Bilson
kl. 11-13 Þorgrímur Andri Einarsson
kl. 13-15 Magnús Jónsson
kl. 15-17 Soffía Sæmundsdóttir
kl. 17-19 Mýrmann
Odee
Street Drop
Listilegur ratleikur
kl. 11-15
Listaverkum eftir Odee er komið fyrir í
miðborginni og þeir sem finna þau mega
eiga þau. Þeir sem koma með verkin í
Gallerí Fold fyrir kl. 15 geta fengið þau
árituð af listamanninum.
Vísbendingar verða gefnar á Facebook
síðu gallerísins.
Gallerí Fold býður upp á ókeypis barnamyndatöku í samstarfi við
Photographer.is.
Innrammarinn sér um að prenta myndirnar á staðnum.
Skráning á staðnum er nauðsynleg og takmörkuð pláss eru í boði.
Ókeypis barnamyndataka
100. listmunauppboð
Gallerís Foldar
Kynning kl. 11-19
Framundan er 100. listmunauppboð Gallerís Foldar sem verður með hátíðarbrag.
Við leitum að úrvalsverkum á þetta tveggja daga uppboð og kynnum þau verk sem
boðin verða upp.
Sýningaropnun · uppboð
kl. 14-15
Listamannaspjall kl. 15
SILOHUETTOES
…sjónvarp13 | amk… LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2016