Fréttatíminn - 20.08.2016, Page 40
Þarftu skjóta afgreiðslu á ein-
blöðungum, bæklingum, vegg-
spjöldum, skýrslum, eða nafn-
spjöldum? Þá gæti stafræna
leiðin hentað þér. Sendu okkur
línu og fáðu verðtilboð.
STAFRÆNT
alla föstudaga
og laugardaga
Dansar á Kúbu
Madonna hélt upp á 58 ára afmælið sitt á dögunum. Það
gerði hún á Kúbu, dansandi á borðum, hrókur alls fagnaðar.
Unnið í samstarfi við
Menningarfélag Akureyrar
Menningarfélag Akur-eyrar hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá fyrir veturinn sem
hefst 2. september næstkomandi
með frumsýningu á Helga magra
í Samkomuhúsinu. Þetta er ný
kómísk og kærleiksrík spunasýn-
ing sem hefur sögulega tengingu
við Matthías Jochumsson og
Eyjafjörð. Engin sýning er eins,
allar eru einstakar.
Þessi fyrsta frumsýning af
mörgum þennan veturinn slær
tóninn í dagskrá Menningarfé-
lagsins í ár sem einkennist af
fjölbreytni. Á dagskránni verður
allt frá frumsköpuðum verkefn-
um, þar sem ungt sviðslistafólk
af svæðinu fær tækifæri til að
blómstra, yfir í samstarfsverkefni
við Borgarleikhúsið, Hörpu og St.
Petersburg Festival Ballet.
Auk Helga magra verða tvær
leiksýningar frumsýndar fyr-
ir áramótin. Fyrst er að nefna
Hannes og Smára sem verður
í nóvember og unnin er í sam-
starfi við Borgarleikhúsið. Þetta
er hárbeitt spaug með brellum og
tónlist sem mun fylla Samkomu-
húsið hlátri ef ekki Akureyri alla.
Þegar líður að jólum verður boð-
ið upp á bráðhressandi og ekki
síst hjartastyrkjandi jólasýningu
Stúfs í Samkomuhúsinu, en hann
hefur verið að kynna sér leikhús-
ið og verið duglegur að æfa sig
til að ná frægð og frama í mann-
heimum.
Hin forvitnilega sýning Borg-
arasviðið – leiðsögn fyrir inn-
fædda, samanstendur af fjör-
ugum og einlægum frásögnum
akureyrskra kvenna um það
hvernig er að nálgast nýtt sam-
félag verður tekin aftur til sýn-
ingar í byrjun september. Auk
þess eru fjórar forvitnilegar
gestasýningar fram að áramót-
um í Samkomuhúsinu; Elska, sem
er nýtt skemmtilegt norðlenskt
heimildarverk sem vermir fólki
um hjartarætur, Engi, töfrandi
brúðuleikhús fyrir börn, Enginn
hittir einhvern, kraftmikið og
ástríðufullt leikrit um sambönd
fólk og Listin að lifa, spennu-
þrungin ástarsaga með söngvum.
Það er leikhópurinn Næsta leik-
rit, sem skipaður er ungu fólki,
sem á veg og vanda að þeirri
sýningu en hópurinn er einn af
græðlingunum sem fá tækifæri til
að öðlast styrk og blómstra hjá
Menningarfélaginu í vetur.
Ekki tekur svo síðra við eftir
áramót því í febrúar verður nýtt
íslenskt verk fyrir börn og ung-
linga frumsýnt. Það kallast Núnó
og Júnía og er úr smiðju sömu
höfunda og gerðu leikgerð Pílu
Pínu sem sló rækilega í gegn á
síðasta leikári.
Í október mun Sinfóníuhljóm-
sveit Norðurlands ásamt Stór-
sveit Reykjavíkur bjóða upp á
Rhapsody in Blue og glænýjan
konsert fyrir stórsveit og sin-
fóníuhljómsveit ásamt ljúfum og
kröftugum Frank Sinatra lögum.
Jólatónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í ár eru hvorki meira
né minna en einn vinsælasti ball-
ett allra tíma, Hnotubrjóturinn
í viðhafnarbúningi St. Peters-
burg Festival Ballet við tónlist
Tchaikovskys. Þetta er frum-
sýning á Íslandi en verkefnið er
unnið í gegnum menningarbrú
Hofs við Hörpu. Það er mikill
hvalreki á fjörur menningarunn-
enda að fá Hnotubrjótinn norð-
ur yfir heiðar og sýnir metnað
Menningarfélags Akureyrar í
hnotskurn.
Þá er ótalinn fjöldi viðburða,
stórir sem smáir sem eru í Hofi. Í
haust verða tónleikar í tilefni af
sjötugsafmæli Freddie Mercury,
jólatónleikar á vegum RIGG-við-
burða, Forty Licks þar sem öll
bestu lög The Rolling Stones
verða flutt, uppistand frá Mið-Ís-
landi, ráðstefnur, fundir og margt
fleira. Húsið verður því stútfullt
af lífi frá morgni til kvölds.
Segja má að Menningarfélag-
ið sé nokkurs konar gróðurhús
sem fóstrar og nærir listræna
hæfileika og metnað og er þannig
uppspretta nýrra og krefjandi
verkefna eins og dagskrá ársins
sýnir vel.
Tilraunaverkefnið sem sam-
eining Leikfélags Akureyrar,
Menningarfélagsins Hofs og
Sinfóníuhljómsveitar Norður-
lands er undir merkum MAk er
enn að slípast saman en þykir
lofa mjög góðu. Samlegðaráhrifin
eru augljós, ekki síst hvað varð-
ar hæfileika og kraft starfsfólks
sem og nýtingu á húsnæðinu,
þ.e. Menningarhúsinu Hofi og
Samkomuhúsinu. Það er alveg
ljóst að til er orðinn vettvangur
sem hefur alla burði til að efla og
styrkja menningarlíf á Norður-
landi öllu enn frekar.
Þessi metnaðarfulla dag-
skrá MAk verður kynnt á Ak-
ureyrarvöku og um leið hefst
forsala á áskriftarkortum. Allar
nánari upplýsingar má finna á
heimasíðunni www.mak.is.
Helgi magri Frá æfingu á Helga magra sem frumsýnt verður í Samkomuhúsinu í byrjun
næsta mánaðar. Þetta er ný kómísk og kærleiksrík spunasýning sem hefur sögulega
tengingu við Matthías Jochumsson og Eyjafjörð.
Fjölbreytt og metnaðarfull
menningardagskrá
Viðburðaríkur vetur framundan hjá Menningarfélagi Akureyrar.
Veisla um jólin Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar í ár er hvorki meira né minna en
einn vinsælasti ballett allra tíma, Hnotubrjóturinn í viðhafnarbúningi St. Petersburg Festival
Ballet, við tónlist Tchaikovskys.
Segja má að Menningarfélag-
ið sé nokkurs konar gróður-
hús sem fóstrar og nærir listræna
hæfileika og metnað og er þannig
uppspretta nýrra og krefjandi verk-
efna eins og dagskrá ársins sýnir vel.
Steinar Bragi undir-
býr bók í Indónesíu
Einn þeirra höfunda sem
boðað hafa bók í komandi
jólavertíð er Steinar Bragi sem sló
eftirminnilega í
gegn með Konum
árið 2007. Steinar
hefur undanfarið
haldið sig í
Indónesíu og
ferðaðist þar vítt
og breytt um
eyjarnar milli þess
sem hann vann
hörðum höndum að handritinu
sem nú styttist í að líti dagsins
ljós. Það eru orðin 2 ár síðan Kata
kom út, sem vakti mikla athygli,
en margir orðuðu þó Steinar við
bók skrifaða undir dulnefninu Eva
Magnúsdóttir sem kom út í fyrra
og hlaut fádæma góðar viðtökur.
Suede til Íslands?
Mikið líf er í tónleikahaldi hér
á landi. Framundan eru stærstu
tónleikar Íslandssögunnar í næsta
mánuði þegar hátt í fjörutíu
þúsund manns munu sjá Justin
Bieber í Kórnum í Kópavogi. Þar
fyrir utan er reglulega tilkynnt um
væntanlegar komur erlendra
tónlistarmanna og tónleikahaldar-
ar eru greinilega með margt á
prjónunum. Þannig er Þorsteinn
Stephensen, einn upphafsmanna
Iceland Airwaves og núverandi
bókari hjá Secret Solstice, að
velta því fyrir sér að flytja bresku
sveitina Suede til landsins. Þetta
mátti lesa á Facebook-síðu hans í
vikunni þegar hann spurði vini
sína hvort áhugi væri fyrir að sjá
Suede. Ekki mátti ráða af
viðbrögðunum hvort mikill áhugi
væri á og því óljóst hvort af komu
sveitarinnar verður. Suede hefur
einu sinni troðið upp á Íslandi.
Það var á Iceland Airwaves árið
2000.