Fréttatíminn - 10.09.2016, Síða 4
Skólamál Grindavíkurbær
vill koma í veg fyrir að ung-
lingarnir í bænum flosni upp
úr framhaldsskóla og nái í
kjölfarið ekki að feta sig inn
á vinnumarkaðinn. Krakk-
arnir hafa undirritað samn-
ing um að þiggja aðstoð ef
þau þeir sýna hættumerki.
Þeir sem skrópa verða meðal
annars sendir í slorið.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Í Grindavík hefur nýlega verið grip-
ið til aðgerða til að veita unglingum,
sem eru fara úr grunnskóla yfir í
framhaldsskóla, meiri eftirfylgni.
Yfirvöld bæjarins, félagsþjónustan,
grunnskólinn og Fjölbrautaskóli
Suðurnesja hafa tekið saman hönd-
um til að bregðast við ef nemendur
sýna merki um að þeir gætu verið
að flosna upp úr námi.
„Það hafa komið upp tilfelli þar
sem krakkar, sem dottið hafa út úr
skóla, hafa ekki haft frumkvæði til
að koma sér út á vinnumarkaðinn.
Við höfum misst sjónar á þeim og
þeir hafa á endanum lent í umsjá
félagsmálayfirvalda. Þá eru þeir
komnir í ákveðinn áhættuhóp.
Upp frá því spannst hugmyndin um
verkefnið Netið. Það snýst um hafa
teymi sem fylgist með og grípur inn
í þegar þess gerist þörf. Náms- og
starfsráðgjafi er öllum nemendum
grunnskólans innan handar með
því að skrá þá inn í framhaldsskóla.
Þannig höfum við yfirsýn yfir hvert
þeir fara og hvort þeir fari ekki ör-
ugglega í skóla,“ segir Þorsteinn
Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda-
og menningarsviðs Grindavíkur-
bæjar.
Bærinn hefur því tryggt að þeim,
sem þurfa á slíku að halda, bjóðist
vinna hjá nokkrum fyrirtækjum
í bænum, og ábyrgist hluta launa
þeirra. „Það eru störf í sjávarút-
vegi og þjónustugeiranum, með-
al annars.“ Önnur sveitarfélög á
Suðurnesjum hafa sýnt verkefninu
áhuga og hafa hug á að innleiða það
þegar komin er reynsla á kerfið í
Grindavík.
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016
Unglingar sem skrópa í skólanum
fá að spreyta sig á vinnu, til dæmis í
sjávarútvegi.
Unglingar sendir í slorið ef þeir skrópa
Skattar Alþingi vísaði frum-
varpi um þunna eiginfjár-
mögnun til ríkisstjórnar-
innar fyrir rúmum tveimur
árum. Markmiðið er meðal
annars að koma í veg fyrir
að álfyrirtæki geti tekið
rekstrarhagnað sinn skatt-
frjálsan úr landi.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
„Málið er búið að bíða frá byrjun
kjörtímabilsins og tillögurnar mín-
ar byggja á vinnu starfshóps frá síð-
asta kjörtímabili. Þetta sýnir bara
að þetta er ekki búið að vera neitt
forgangsmál í ráðuneytinu, þrátt
fyrir skýran vilja löggjafans,“ seg-
ir Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, aðspurð um frum-
varpið um þunna eiginfjármögnun
sem hún lagði fyrst fram á Alþingi
haustið 2013.
Vorið 2014 var frumvarpið sam-
þykkt af 53 þingmönnum. Málinu
var þá vísað til ríkisstjórnarinnar
og fékk fjármálaráðuneyti Bjarna
Benediktssonar það til sín. Síðan
vorið 2014 hefur málið verið inni í
ráðuneyti Bjarna þar til hann sendi
efnahags- og viðskiptanefnd hug-
myndir ráðuneytisins í ágúst.
Í frumvarpi Katrínar er gert ráð
fyrir að fyrirtæki megi einungis
draga 30 prósent af hagnaði sínum
fyrir fjármagnsliði frá vaxtagjöld-
um vegna lánaviðskipta við tengda
aðila. Samkvæmt tillögunum frá
ráðuneyti Bjarna er þetta hlutfall
25 prósent.
Ef slík lagasetning um þunna eig-
infjármögnun hefði verið innleidd á
Íslandi árið 2014 þá hefði Alcoa, til
dæmis, ekki getað dregið nær allan
hagnað sinn af álverinu á Reyðar-
firði í fyrra, tæplega 19,5 milljón-
ir dala eða 2,5 milljarða króna, frá
skattstofni sínum vegna endur-
greiðslna á lánum upp á 20,5 millj-
ónir dollara, 2.7 milljarða króna, til
móðurfélags Alcoa í Lúxemborg.
Seinagangur þjónar
hagsmunum álvera
Ágúst Smári
Beaumont er ósáttur
við framgöngu
Birgittu Jónsdóttur
og segir það lýð-
ræðislega skyldu
sína að upplýsa um
framgöngu hennar.
Alcoa, sem á og rekur álverið í Reyðarfirði, hefði getað dregið nærri tveimur
milljörðum króna minna frá skattstofni sínum í fyrra ef reglur um þunna eignfjár-
mögnun hefðu verið settar árið 2014. Vinnan við málið hefur dregist í fjármála- og
efnahagsráðuneytinu.
Stjórnmál Mikil ólga er
hjá pírötum í Norðvestur-
kjördæmi en Ágúst Smári
Beaumont, sem situr í
kjördæmaráði Pírata í kjör-
dæminu, segir að Birgitta
Jónsdóttir, þingmaður
Pírata, hafi þrýst á sig með
óeðlilegum hætti og kraf-
ist þess að hann beitti sér
fyrir því að frambjóðandi í
fimmta sæti yrði færður upp
í annað sætið – og þannig
hunsa lýðræðislega niður-
stöðu prófkjörsins sem fram
fór í ágúst.
Valur Grettisson
Valur@frettatiminn.is
Birgitta hafnar þessum ásökunum
alfarið, en viðurkennir að hafa átt
símtal við Ágúst þar sem hún lýsti
yfir áhyggjum vegna listans.
Ágúst Smári var staddur á Sauð-
árkróki þegar Birgitta hringdi í
hann sama kvöld og fyrra prófkjör
Pírata fór fram í ágúst. Prófkjörið
átti síðar eftir að verða afar umdeilt
eftir að Þórður Guðsteinn Péturs-
son, sem fór með sigur af hólmi,
var sakaður um ólöglega smölun.
Ásökun sem var síðar hrakin af úr-
skurðarnefnd flokksins.
„Hún lýsti því í fyrstu hvað hún
var ósátt við listann og sagði meðal
annars að hún þekkti ekkert þenn-
an Þórð,“ segir Ágúst Smári í sam-
tali við Fréttatímann, en honum
þótti vinnubrögð í kringum próf-
kjörið með slíkum ólíkindum að
hann telur það lýðræðislega skyldu
sína að upplýsa um samskipti sín
við Birgittu.
„Kjarni samtalsins var sá að hún
sigar mér beinlínis í það verkefni að
„Þeir geta bara komið
með sannanir, harðar
sannanir, og svo getum
við brugðist við því.“
Sakar Birgittu um óeðlileg
afskipti af prófkjöri Pírata
fá aðra frambjóðendur til þess að
færa sig neðar svo það væri hægt að
koma Gunnari Ingiberg Guðmunds-
syni í hærra sæti á listanum,“ segir
Ágúst, en þess má geta að Gunn-
ar var svo kjörinn í annað sætið í
seinni kosningunum, en þá var sá
háttur hafður á að allir píratar á
landinu fengu að taka þátt í kosn-
ingunum, ólíkt öðrum prófkjörum
flokksins.
Annar pírati varð vitni að sam-
talinu á milli Ágústs og Birgittu
og talaði blaðamaður við hann.
Sá treysti sér ekki til þess að koma
fram undir nafni af ótta við við-
brögð forystu Pírata en hann lýs-
ir samtalinu með sama hætti og
Ágúst. Þeir halda því fram að þrýst
hafi verið á frambjóðendur að
færa sig til á lista til þess að koma
Gunnari ofar.
„Þetta er alvarlegt vandamál,“
segir Ágúst Smári, sem segist ekki
geta hugsað sér að kjósa f lokk-
inn í næstu kosningum. „Þetta er
bara grátlegt, byltingin er að fara í
vaskinn,“ segir hann.
Birgitta Jónsdóttir neitar því al-
farið í samtali við Fréttatímann að
samtalið þeirra á milli hafi verið
með þessum hætti sem hann lýsir.
„Hvaða hagsmuni ætti ég að hafa af
þessu?“ spyr hún á móti. „Þeir geta
bara komið með sannanir, harðar
sannanir, og svo getum við brugð-
ist við því,“ segir Birgitta sem segist
vísa ásökunum alfarið á bug.
Birgitta Jónsdóttir neitar alfarið að
hafa beitt sér með þeim hætti sem
Ágúst lýsir í viðtali við Fréttatímann.
Fótbolti Ef gagnrýnisradd-
irnar ná yfirhöndinni nú,
er hætt við því að óléttar
fótboltastelpur hætti að æfa
eða spila fyrr en þær þurfa,
af ótta við að fá á sig harka-
lega gagnrýni. Þetta segir
Stjörnu-framherjinn Harpa
Þorsteinsdóttir sem er
barnshafandi. „Engar reglur
banna óléttum konum að
spila,“ segir Klara Bjart-
marz.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari
Breiðabliks, lét þau orð falla í vik-
unni að Stjörnu-konan Harpa Þor-
steinsdóttir væri að setja aðra leik-
menn í óeðlilega stöðu, með því
að spila leik gegn Breiðabliki í dag.
Harpa er markahæsti leikmað-
ur úrvalsdeildar, en Breiðablik og
Stjarnan mætast í hálfgerðum úr-
slitaleik deildarinnar í dag.
Harpa svaraði Þorsteini í Frétta-
blaðinu í gær með þeim hætti að
hún sé fullfær um að spila leikinn,
ákvörðun hennar um hvort hún
geri það sé tekin í samráði við fag-
fólk. Hún sakar Þorstein um sál-
fræðihernað gegn sér.
„Ég er komin 14 vikur á leið og er
hissa á hve mikil umræða blossar
upp um þetta nú. Ég spilaði lengur
þegar ég var ófrísk af fyrra barni
mínu og það er alls ekki einsdæmi
að konur spili fótbolta á þessu stigi
meðgöngu. Fjölmargar íþróttakon-
ur hafa sent mér skilaboð um að
þær hafi spilað leiki, lengra gengn-
ar með barn en ég er nú. Ein þeirra
var Arna Steinsen sem spilaði hand-
boltaleik á 17. viku. En umræðan er
mikilvæg. Það er ekki sjúkdómur
að vera óléttur og margar stelpur
eignast börn og halda áfram í fót-
bolta. Mér finnst mikilvægt að fólk
geri sér grein fyrir að það er í lagi
upp að vissum tímapunkti. Það er
einmitt mikilvægt að njóta þess að
gera það sem maður er vanur og
hefur heilsu til.“
Harpa segist hinsvegar vera kom-
in að mörkunum nú á 14 viku og
gefi ekki kost á sér í komandi lands-
leikjum sem eru framundan.
K la ra Bja r t m a rz , f ra m-
kvæmdastjóri Knattspyrnusam-
bands Íslands, segir að ekki hafi
verið rætt um þessi mál sérstak-
lega innan sambandsins. „Ef Harpa
treystir sér til að spila, þá bara spil-
ar hún. Það eru engar reglur til, að
mér vitandi, sem banna leikmönn-
um að spila óléttir. Það eru til ná-
kvæmar leiðbeiningar um með-
höndlun höfuðáverka en að öðru
leyti eru ekki til reglur sem tak-
marka leikmönnum að spila.“
Gagnrýni má ekki stoppa óléttar stelpur í að spila
Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður
Stjörnunnar, segir mikilvægt að ófrískar
konur njóti þess að gera það sem þær
geta, meðan þær hafa heilsu til.