Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 10.09.2016, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 10.09.2016, Qupperneq 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016 Zbigniew Kalinowski fæddist 1978 í Stare Juchy, smábæ sem tilheyr- ir Gmina stjórnsýslunni rétt fyrir austan Gdansk í norður Póllandi. Opinberar tölur segja tæplega 4 þúsund manns búa í Gmina í dag en það er kannski helmingurinn af þeim fjölda sem bjó þar fyrir fall Sovétríkjanna, segir Zbigniew. „Síðan landamærin opnuðust í Pól- landi árið 1991 hafa Pólverjar verið á eilífu flakki, segir Zbigniew. Í dag Leitin að öryggi er samofin rótleysinu Pólverjar flakka um lönd og höf, að sögn Zbigniew Kalin- owski sem er 38 ára gamall pólskur starfsmaður í Gistiskýl- inu við Lindargötu þar sem margir landar hans fá að halla sér. Allavega þvældist hann sjálfur á milli landa frá 16 ára aldri, ýmist að vinna eða lifa „high on life“, þangað til að hann strandaði eftir hrunið á Skemmuveginum á skrýtnu hóteli. En það var þar í miðri ringulreiðinni á þessu hóteli sem hann ákvað að stofna til fjölskyldu og bindast konu og dóttur hennar. Í dag er það öryggi og velferð fjölskyldu hans sem vakir fyrir honum öðru fremur. Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is búa aðallega gamalmenni og börn í bænum mínum en allt vinnandi fólk fer í burtu að vinna og send- ir peninga heim, nema ég,“ segir Zbigniew sem byrjaði sjálfur að vinna 16 ára gamall í hjólreiðafyrir- tæki í Gau Altesheim, ekki langt frá Frankfurt, en fyrst um sinn aðeins á sumrin. Þegar hann náði 18 ára aldri átti hann hinsvegar eftir að vinna á sama stað í sex ár á ferða- mannavísa. Þannig vann hann þrjá mánuði í senn og fór aftur heim í tvær vikur og sótti sér nýtt dval- arleyfi, þetta gerði hann í sex ár samfleytt. Pabbi hans vann á sama stað í 14 ár. Stare Juchy „Pólverjar fara frá einu landi í ann- að að leita sér að vinnu. Þetta er öðruvísi hjá Íslendingum sem eru í sínu húsi og fastri vinnu og eina sem þeir skipta um er kannski bíllinn,“ segir Zbigniew. Hjá okkur heima í Stare Juchy var alltaf eitt land í einu sem athyglin beindist að, og allir fóru í einu og bærinn tæmdist fyrir utan gamla fólkið og börnin sem urðu eftir. Eitt árið var það Ítalía og næsta ár kannski Írland. Mamma fór til Englands og ég elti hana uppi og vann þar í þrjá mánuði og gat keypt mér land í Póllandi sem ég á ennþá. Karl- mennirnir fara í byggingariðnað- inn, en konurnar í verksmiðjur, matvælaiðnað og hreingerningar aðallega. Ég er viss um að á Íslandi búa í kringum 300 þúsund Pólverj- ar, þeir eru allstaðar. Hérna eru allavega 500 úr bænum mínum, ég veit það af því að í skólanum mín- um voru 500 krakkar og þeir eru allir hérna,“ segir hann og hlær. Áreiðanlegri heimildir herma að fyrsti Pólverjinn sem flutti frá Stare Juchy hafi verið kona sem flutti til Íslands árið 1981 og giftist íslensk- um manni og eignaðist tvíbura. Frá pönkaralíferni í pólska herinn „Eftir vinnuna í Þýskalandi upp úr aldamótum fór ég til Sviss og Frakklands og gerðist pönkari og elti uppi pönkhljómsveitir og tón- leika. Ég var með móhíkanakamb og svaf á bekkjum í Lyon en í Genf voru 150 hústökuhús á þeim tíma þar sem ungt fólk frá allri Evrópu hafði hreiðrað um sig. Ég bjó ásamt 50 öðrum í einu svona húsi. Þetta var samfélag í kringum tónleika- hald og músík, þarna var bar þar sem ég vann og drakk. Þetta var „high life“. Eftir þetta fór ég heim til Póllands og skráði mig í her- inn. Í Póllandi er herskylda og ég hafði ekki sinnt herkvaðningunni, eða þeir hreinlega ekki fundið mig og ég ákvað að fara inn og fá í leiðinni meirapróf á flutninga- bíla. Það varð hinsvegar ekkert úr meiraprófinu af því að ég lagðist strax á herspítalann eftir að það uppgötvaðist að ég var sýktur af veiru sem hafði komist í líkamann eftir skordýrabit. Herinn var góður tími og gerði mér gott, þrátt fyrir að ég hafi aðallega verið fenginn til þess að gera við reiðhjól starfs- manna hersins. Ég vildi halda áfram og fara til Íraks að berjast en fjölskylda mín lagðist gegn því og ekkert varð úr þeim áformum. Skrýtið hótel á Skemmuvegi „Þegar ég kom heim úr hernum hringdi bróðir minn frá Íslandi og sagði mér að koma til sín en hann gæti reddað mér vinnu. Ég pakk- aði aftur niður og flaug til Íslands næsta dag og byrjaði hjá BM Vallá þar sem ég vann um tíma þangað til að ég réði mig hjá Múr og Mál. En síðan skall kreppan á og ég, eins og aðrir, missti vinnuna mína. „Pólverjar fara frá einu landi í annað að leita sér að vinnu. Þetta er öðruvísi hjá Íslendingum sem eru í sínu húsi og fastri vinnu og eina sem þeir skipta um er kannski bíllinn.“ Myndir | Alda Lóa Stöðvum ránið Auðlindir í þjóðareigu! í 1.-2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar, suðvesturkjördæmi margrettryggva.is Margréti Tryggva
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.