Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 10.09.2016, Page 24

Fréttatíminn - 10.09.2016, Page 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016 fengið vinnu þar ef maður vildi. Ég held að það geti allir fengið vinnu sem nenna að vinna. Og ef það fæst ekki vinna verður maður bara að búa hana til sjálfur.“ Stefán Eggert Jónsson langaði, líkt og gamla bekkjarbróður sinn, að fara sextán ára á sjóinn en það varð ekkert úr því þar sem mamma hans þvertók fyrir það. „Pabbi var með þokkalega stóran bát og það snerist allt lífið um fiskiríið. Eldri bræður mínir fóru út með honum og bróðir minn var með honum úti þegar þeir lentu í sjávarháska árið 1994. Þá var pabbi skipstjóri á Mána og þeir voru á línuveiðum fyrir utan Vestfirði þegar þeir fengu á sig brot og báturinn sökk á stuttum tíma. Þeir komust allir þrír í björgunarbát en svo kól pabbi á meðan þeir biðu eftir björgun. Hann dó í fanginu á bróður mínum.“ Stefán viðurkennir að hann hafi þurft að fullorðnast snemma en seg- ir það líklegast hafa gert sig sterkari fyrir vikið. Og þrátt fyrir allt hafi sig langað á sjóinn. „Það voru aðallega þessar góðu tekjur sem toguðu. Mig langaði bara í flottan bíl en mamma barðist fyrir því að ég kláraði skól- ann. Ég er henni þakklátur í dag,“ segir Stefán sem flutti suður til að læra rafiðn og fékk vinnu sem raf- eindavirki hjá Símanum stuttu eftir útskrift og datt því aldrei í hug að fara aftur vestur. „Ég hugsa að við færum miklu frekar austur þaðan sem konan mín er því þar er fleira ungt fólk með börn. Það er miklu meira um að vera þar. Kvótakerfið lagði Þingeyri í rúst og það er í raun ástæðan fyrir því að ekkert af okk- ur systkinunum sex býr þar í dag.“ Ljón eða lús „Auðvitað væri allt annað að búa hér ef kvótinn væri hér enn, seg- ir Erna. Þá væri fjölskyldan enn saman og atvinnutækifærin fleiri fyrir næstu kynslóð. Einu sinni vorum við hálaunasvæði sem dró að sér fólk en nú erum við á lág- launasvæði og þó við vildum fara þá fengjum við ekkert fyrir húsin. Ef okkur langar til að gera eitthvað þá getum við það ekki því við fáum ekki lán í bankanum þar sem við búum á Þingeyri.“ Þrátt fyrir allar breytingarnar, fólksfækkunina og óöryggið segist Erna hvergi annarsstaðar vilja vera. Smæð samfélagsins hafi sína kosti, hún segir notalegt að búa á Þingeyri og grínast með að þrátt fyrir allt þá sé hægt að kaupa hluti eins og engi- fer og sætar kartöflur á bensínstöð- inni. Lokun bankans hafi verið síð- asta erfiða höggið. Bankinn er bara opinn í eina klukkustund á viku og því eigi eldra fólkið erfitt með að venjast. „Við viljum vera hér en auðvit- að viljum við að eitthvað breytist. Mér verður oft hugsað til lagsins hans Mugisons, Hér vil ég vera, hér á ég heima. Þorpið er að þurrkast út en ég vil samt vera hér, allri fjöl- skyldunni líður vel hér, en þessi óvissa vofir alltaf yfir samfélaginu. Í dag eru 29 börn í skólanum og ég veit ekki hvort litli þriggja ára strák- urinn minn á eftir að fá tækifæri til að vera hér í skóla. Það vantar svo einhverja stefnu um þessi mál, svo við gætum vitað með vissu hvort það borgi sig fyrir okkur að ala upp börn hér og setja alla okkar hýru í að byggja hús sem verður svo verð- laust. Við myndum vilja vita hvort það verði hér byggð eða ekki. Það væri miklu betra fyrir alla að vita af eða á.“ Mér finnst bekkjarsystkini mín, sem fóru í burtu, mjög kjörkuð. Kannski er ég bara algjör lús að vilja búa hér og vilja hafa alla fjöl- skylduna hjá mér. Kannski er ég lúsin sem þori ekki í burtu og þau ljónin sem þorðu. Mér finnst þau rosalega huguð að geta far- ið og byrjað upp á nýtt. Ég hef oft velt þessu fyrir mér en mér finnst stuðningurinn sem ég fæ frá fjöl- skyldunni minni hér bara of dýr- mætur. Ef ég færi þá þyrfti ég að rífa mig upp með rótum og það skiptir svo miklu máli hvar ég set þær nið- ur aftur. Á sá staður eftir að vera betri?“ ar og saman eiga þau þrjú börn í dag. „Svo fór auðvitað allt á hausinn og við fluttum hingað á Eskifjörð árið 2008, þegar maðurinn minn fékk vinnu á báti sem siglir héðan. Hann hafði verið að sigla frá Grinda- vík í millitíðinni en ég var komin með alveg nóg af því að hafa svona langt á milli okkar svo ég ákvað að prófa að flytja líka hingað, og ég er enn að prófa,“ segir Björnfríð- ur og hlær. Hún reynir að fara eins oft og hún getur að heimsækja ætt- ingjana á Þingeyri. „Við erum hér því maðurinn minn er með vinnu hér en ég væri enga stund að pakka niður ef vinnan væri annarsstað- ar,“ segir Björnfríður sem er samt ekki viss um að hún gæti flutt aft- ur til Þingeyrar. „Það eru margir Þingeyringar fluttir til Grindavíkur og þar býr líka mikið af Pólverjum, þar á meðal tengdapabbi. Ég hugsa að við færum miklu frekar þang- að ef við flyttum eitthvert. Það er svo sorglegt að koma á Þingeyri því annaðhvert hús er orðin sumarbú- staður. Þú kemur í bæinn í myrkri og það er ekki rafmagn nema í öðru hverju húsi. Þetta er rosalega sorglegt.“ Hennar gamla bekkjarsystir, Erla Ebba Gunnarsdóttir, tekur í sama streng. Bærinn hafi breyst það mikið að hann sé allt annar í dag. Erla Ebba er fjárbóndi í Miðfirði, gift með fjögur börn, en reynir að fara vestur að minnsta kosti einu sinni á ári. „Amma mín og mikið af fjölskyldunni býr enn á Þingeyri og mér þykir óskaplega vænt um þennan fallegasta fjörð landsins. Ég myndi ekki vilja búa þarna í dag þar sem ég er búin að koma mér vel fyr- ir hér í Miðfirði en ég fæ samt alltaf annað slagið heimþrá því ég sakna þess að geta ekki hitt fólkið mitt eins oft og ég vildi,“ segir Erla Ebba. Fjölskyldan fór til Grindavíkur Faðir Rúriks Jónssonar átti útgerð á Þingeyri en flutti hana til Grinda- víkur árið 1993. Rúrik var þá þrett- án ára gamall og var alls ekki sáttur við flutningana. „Maður vildi auð- vitað ekkert yfirgefa félagana. Það var erfitt í fyrstu að kynnast nýju fólki en það gekk svo bara prýðilega enda gott fólk í Grindavík,“ segir Rúrik sem hefur verið á sjónum frá því hann var sextán ára. Hann seg- ir strákinn á myndinni þó ekki hafa dreymt um að verða sjómaður held- ur fótboltastjörnu. Rúrik, sem býr í Keflavík en fer í dagróðra frá Njarð- vík, segist helst af öllu vilja búa í Grindavík en konan sé úr Keflavík og hún fái að ráða. „Ég fer annað slagið vestur og það er alltaf gaman þó þetta sé ekki sama þorpið. Mað- ur er orðin svo vanur því að vera í bæ þar sem er nóg um að vera en það eru mestmegnis Pólverjar og gamalmenni þarna núna. Það er engin þjónusta og engar íþróttir. Ég held að maður gæti samt alveg „Þeir komust allir þrír í björgunarbát en svo kól pabbi á meðan þeir biðu eftir björgun. Hann dó í fanginu á bróður mínum.“ Stefán Eggert „Mig langaði bara í flottan bíl en mamma barðist fyrir því að ég kláraði skólann.“ - Stefán Eggert. Björnfríður býr á Eskifirði í dag. „Það eru margir Þingeyringar fluttir til Grindavíkur og þar býr líka mikið af Pólverjum, þar á meðal tengdapabbi.“ Rúrik flutti til Grindavíkur þegar hann var þrettán ára. „Ég held að það geti allir fengið vinnu sem nenna að vinna."“ Þingeyri við Dýrafjörð séð frá Sandfelli. Á Þingeyri hefur verið mikilvæg höfn frá því á þjóðveldistíma og er bærinn elsti verslunarstaður Vestfjarða. Þar hefur verið föst búseta frá lokum 18. aldar, franskir sjómenn voru þar tíðir gestir og var þar bækistöð bandarískra lúðuveiðimanna seint á 19. öld. Elsta starfandi vélsmiðja landsins tók til starfa árið 1913 og til hennar leituðu innlend og erlend skip eftir þjónustu. Mynd | Getty

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.