Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 10.09.2016, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 10.09.2016, Qupperneq 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016 framhaldið. Svona mætti halda lengi áfram. Nýtt tímatal: Fyrir og eftir hrun Frasinn gamansami „hér varð hrun“ lýsir því hversu upptekin við erum enn af hruninu 2008 og hvernig allt sem ber að garði er rakið til þess. Indverski fjármála- sérfræðingurinn Ruchir Sharma hefði getað notað frasann sem titil á nýjustu bók sína, The Rise and Fall of Nations: Forces of Change in the Post-Crisis World. Sharma er forstöðumaður nýmarkaða hjá Morgan Stanley-banka og stýrir þar rúmlega 20 milljarða dollara sjóði og er því með valdameiri fjárfest- um. Hann skrifar líka í New York Times og fleiri blöð og er einn áhrifamesti álitsgjafi heims á sviði fjármálamarkaða og áhrifa þeirra á heimsmálin. Sharma telur að stað- an í dag sé svo ólík því sem gerðist fyrir 2008 tala verði um heiminn fyrir og eftir kreppu. „Á árunum f.k. – fyrir kreppuna 2008, naut heimsbyggðin mestu efnahagslegu uppsveiflu sögunnar sem teygði sig frá Chicago til Chongqing. Þó að undrið entist ekki nema í fjögur ár og undirstöður þess væru veikar sáu margir fyrir sé upphaf hnatt- væddrar gullaldar. Svo kom 2008. F.k. árin hurfu og í staðinn komu e.k. árin. Eftir kreppu, í staðinn fyrir vonina um gullöld kvað við nýjan tón. Allt sem við trúðum á fyrir áratug er nú búið að snúa á haus.“ Sitjandi ráðamenn í fallhættu Teymi Ruchir Sharma gerði rann- sókn á vinsældum leiðtoga í 20 stærstu ríkjum heims. Síðan um 2010 hafa þær lækkað stöðugt að meðaltali. Fyrir 2008 voru um 55 prósent ánægð með leiðtoga sína, en nú eru ekki nema um 35 prósent í þeim ánægða hópi. Í 30 stærstu lýðræðisríkjum heims náðu sitj- andi stjórnvöld endurkjöri í tveim- ur af hverjum þremur tilfellum fyrir 2008. Nú ná aðeins einn af þremur sem sitja við stjórnvölinn endur- kjöri í kosningum. Gegn ráðandi öflum Eins og Sharma bendir á beinist þessi mótmælaalda gegn sitjandi stjórnvöldum ekki gegn neinni sér- stakri hugmyndafræði. Það mætti kannski halda ef horft er á Banda- ríkin og sum lönd í Evrópu þar sem popúlískir hægri flokkar taka at- kvæði frá rótgrónum miðflokkum. Í Suður-Ameríku hafa vinstrimenn verið felldir hver á eftir öðrum – til dæmis í Perú, Argentínu og Brasilíu – og í staðinn hafa íhaldssinnaðir miðjumenn verið kjörnir, því þar hafa popúlískir vinstri flokkar verið hið ráðandi afl um langt skeið. Þeim sem tilheyra ráðandi öflum í tiltekn- um löndum er bægt frá nú á „fyrstu öld eftir kreppu“. Löturhægur hagvöxtur Lélegur hagvöxtur í áraraðir í heim- inum bland við aukna misskiptingu er meginástæðan fyrir þessum breytingum. Það er einkennandi fyrir árin eftir 2008 að millistétt- irnar telja sig sífellt lifa verr og að þeir ríku auðgist hraðar eins og hið mikla fylgi við Bernie Sanders í Bandaríkjunum sýndi. Það er ekki að furða. Ruchir Sharma bendir á að efnahagskerfi heimsins búi enn við löturhægan hagvöxt sem á sér ekki hliðstæðu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Þar er Evrópa einna verst stödd og það veldur titringi. Misskipting eykst Fyrir tíu árum síðan voru millj- arðarmæringar heimsins (í dollur- um talið) um 1000 manna hópur. Nú, árið 2016, er talið að þeir séu 2000 talsins. Árið 2010 áttu 388 af ríkasta fólk heims jafn mikið og fá- tækari helmingur alls mannkyns. Nú er sú tala komin niður í 62. Hópur ríkustu manna heims, sem saman eiga jafnmikið og helming- ur mannkyns, myndi því rúmast vel í sal Alþingis. Misskipting eykst í flestum helstu hagkerfum heims. Eignafólk hagnast Að mati Ruchir Sharma hafa að- gerðir stjórnvalda öfug áhrif. „Seðlabankar heimsins hafa dælt út peningum til að stemma stigu við hægum bata. Það hefur ekki auk- ið vöxt launa og atvinnutækifæra í hagkerfinu eins og til stóð. Mikið af þessum peningum hefur í staðinn runnið í eignir, eins og hlutabréf, skuldabréf og fasteignir – og það hækkar verð. Þar sem þeir ríku eiga flestallar þessara eigna eykst mis- skiptingin og breiðist út. Ríkidæmið hefur aldrei verið meira í fjármála- miðstöðvum eins og New York og London,“ skrifar Sharma. Hann bendir á staðreynd sem gæti haft sitt að segja um hvers vegna reiði kjósenda í Bretlandi er jafn mik- il og raun ber vitni: Þar hafa laun hækkað um 13 prósent frá 2008 en virði hlutabréfamarkaðarins um 115 prósent. 70 milljarðamær- ingar búa í London. „Í Englandi var Brexit mótmælakosning gegn London og hnattvæddu peningael- ítunni þar og helstu stefnumálum hennar, frjálsra viðskipta og op- inna landamæra. Alþjóðavæðingin er talin slæm.“ Slæmt að bola burt innflytjendum Hin mögru ár fyrir almennt launa- fólk í Evrópu og sú staðreynd að þeir ríku verði sífellt ríkari er full- kominn jarðvegur fyrir reiði al- mennings og kjósenda. Helstu blórabögglarnir eru innflytjend- ur sem litnir eru hornauga fyrir að „stela atvinnutækifærum og nærast á kerfinu“. Þegar málið er skoðað betur kemur hins vegar í ljós að Bretland hefur einmitt Gæti hið ótrúlega gerst? Marine Le Pen, formaður helsta hægriöfgaflokks Frakklands, mælist nú með meira fylgi en aðrir forsetaframbjóðendur. Kosið verður á næsta ári. Það er einkennandi fyrir árin eftir 2008 að milli- stéttirnar telja sig sífellt lifa verr og að þeir ríku auðgist hraðar eins og hið mikla fylgi við Bernie Sanders í Bandaríkjunum sýndi. Krydd fyrir VEGAN matreiðslu Fiesta de Mexico hentar frábærlega á allt grænmeti. Arabískar nætur er sjö kryddablandan ættuð frá Líbanon. Líbanir nota það mest í grænmetisrétti. Reykt paprika bítur aðeins en er góð í marga grænmetisrétti. Eðalsteik og grillblandan er góð fyrir tofusteikina. Fiskikrydd er frábært í grænmetissúpur og grænmetisrrétti. Lamb Islandia og Kalkúnakryddið er frábært á alla kartöflurétti og á kjúklingabauna rétti. Kryddin frá okkur eru ómissandi í eldhúsið hjá ykkur Benda skal á að öll stök krydd henta í VEGAN matreiðslu s.s. origano, basilikum, steinselja og fleiri. Töfrakryddið og Ítalskt panini henta ekki í VEGAN matreiðslu því þau innihalda ostaduft.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.