Fréttatíminn - 10.09.2016, Blaðsíða 42
Madonna gefur eftir
Eftir rúmt ár af rifrildi og leiðindum, hafa
Madonna og Guy Richie komist að samkomu-
lagi um umgengnina við 16 ára son þeirra,
Rocco Richie. Guy býr í London en Madonna
býr í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildar-
manni sem þekkir Madonnu vildi hún ein-
göngu eiga traust og ástkært samband við
son sinn á ný og það sé að verða að veruleika.
Rocco er í skóla og á mikið félagslíf í London
en það sama á ekki við um Los Angeles og New York.
Madonna vildi fá hann til að búa hjá sér og barðist mikið fyrir því að
fá hann til að vera hjá sér. Hún fór til London og sá hversu mikið hann
naut sín þar og átti góða vini og ákvað þá að láta kyrrt liggja.
Litaði hárið óvart ljóst
Kylie Jenner litaði hárið sitt ljóst í vikunni og
hefur það vakið mikla athygli á netmiðlum. Hún
hefur áður verið með ljóst hár en hefur þá yf-
irleitt verið með hárkollu en ekki í þetta skipti.
„Ég ætlaði ekki að verða ljóshærð,“ sagði Kylie í
samtali við People. „Mig langaði í hunangsbrún-
an lit en svo þegar við byrjuðum að lýsa það,
tók hárið svo vel við og lýstist á augabragði.
Ég sá að hárið mitt þoldi þetta svo ég ákvað að
hafa það bara svona.“ Kendall, systir Kylie, var
spurð hvort hún væri ekki næst í að lita sig ljós-
hærða og hún útilokaði það ekki. Systurnar hafa
verið að kynna nýjar flíkur í tískulínu sinni en
þær eru að hanna saman föt og snyrtivörur sem
seljast eins og heitar lummur.
Dóttir Rosie O’Donnell í geðrannsókn
Dóttir Rosie O’Donnell, Chelsea, er 19 ára göm-
ul og var lögð inn á spítalann á Long Island á
þriðjudaginn. Þar fór hún í geðrannsókn sam-
kvæmt E! News.
Fjölmiðlafulltrúi Rosie sagði: „Chelsea,
eins og milljónir annarra, er að glíma við
andleg veikindi. Þetta hefur reynst henni
og fjölskyldunni erfitt en fjölskyldan vill
bara að hún sé örugg.“
Samband Rosie við Chelsea hefur verið
stormasamt og árið 2015 lýsti Rosie eftir henni,
en hún lét sig hverfa. Hún fannst svo heima hjá
kærasta sínum, sem sagður er vera heróínfíkill. Chelsea gaf út yfirlýs-
ingu í nóvember þar sem hún sagði að hún væri að takast á við margt
og allt sem sér og móður sinni færi á milli væri þeirra einkamál.
Ósáttur við tengdafjölskylduna
Tengdamóðir Kanye og tvær elstu systur eiginkonu hans mættu ekki
þegar nýjasta fatalína Yeezy var kynnt.
Nýjasta línan í fatamerki Kanye
West, Yeezy, hefur fengið mis
jafnar viðtökur eftir tískusýningu
í vikunni og er hann ekkert sér
staklega kátur með það, eðlilega.
Ekki bætti úr skák að stór hluti af
fjölskyldu eiginkonu hans, Kim
Kardashian, lét ekki sjá sig á tísku
sýningunni. En móðir hennar og
tvær systur höfðu öðrum hnöpp
um að hneppa. Kris Jenner er í fríi
í Evrópu ásamt elstu systurinni,
Kourtney og fjölsyldu hennar,
en Khloe þurfti að mæta í ann
að partí. Kendall og Kylie Jenner
mættu hins vegar á sýningunni,
en þær þurftu hvort eð er að vera í
New York á svipuðum tíma vegna
opnunarteitis í tengslum við sína
eigin fatalínu undir vörumerkinu
KENDALL + KYLIE.
Kim er heldur ekki sátt við fjöl
skyldu sína en hún reynir að vera
stuðningsrík eiginkona með því
að klæðast fatnaði úr nýjustu línu
Yeezy á göngu sinni um stræti
New York borgar. Kanye var víst
mjög taugatrekktur í kringum
sýninguna og batt Kim vonir við
að hann myndi róast þegar henni
væri lokið. Vegna misjafnra dóma
hefur það líklega ekki gengið eftir,
en New York Post sagði sýninguna
til að mynda hafa verið stórslys.
Ósáttur við tengdó Kim reynir að styðja
sinn mann með því að ganga í fötum úr
fatalínunni hans.
Ég held í einlægni að þetta sé umfjöllunarefni sem allir tengja við og þetta er ólíkt öllu sem ég hef séð í sjónvarpi hér. Ég miða
alltaf við hvað ég myndi sjálf horfa
á og já, ég myndi sitja límd yfir
þessu,“ segir Sigrún Ósk Kristjáns
dóttir sjónvarpskona.
Sigrún Ósk vinnur nú að tveimur
áhugaverðum sjónvarpsþátta
röðum sem sýndar verða á Stöð
2 í vetur. Sú fyrri kallast Leitin
að upprunanum og verður frum
sýnd 23. október. Í þáttunum fylgir
Sigrún þremur konum eftir í leit að
líffræðilegum foreldrum þeirra en
allar voru þær ættleiddar til Íslands
ungar að árum. Tvær þeirra voru
ættleiddar frá Sri Lanka og ein frá
Tyrklandi.
Upptökur fóru fram fyrr á þessu
ári og ekki er hægt að upplýsa
hvernig leitin að foreldrunum
gekk. Það hefur þó reynst þrautin
þyngri að halda því leyndu hvernig
til tókst. „Já, þær eru hringjandi í
mig dag og nótt og kvarta yfir því
að þurfa að þegja yfir þessu,“ segir
Sigrún brosandi.
Aðdragandi að gerð þáttanna
var langur, að sögn Sigrúnar. Hún
kveðst hafa gengið með þessa hug
mynd í maganum í nokkur ár en
það var hálfgerð tilviljun að vinn
an fór af stað fyrir rúmu ári. „Það
hvarflaði eiginlega ekki að mér að
ég myndi fá þessa hugmynd sam
þykkta. Ég vissi ekki fyrr en ég var
tögguð á Facebook í færslu einnar
sem ég endaði á að fara út með. Þar
lýsti hún því yfir að hún væri búin
að ákveða að fara út og leita að for
eldrum sínum, rúmum 30 árum
eftir að hún var ættleidd til Íslands.
Ég ákvað að athuga hvort ég fengi
að gera þætti um þetta og án þess að
vera búin að kynna mér hvað þetta
gæti orðið umfangsmikið verkefni
þá fékk ég þetta samþykkt – og þá
sat ég í súpunni,“ segir hún og hlær.
Auglýst var eftir fleiri þátttak
endum og á sjötta tug umsókna
barst. Bæði frá fólki sem hafði verið
ættleitt og vildi fræðast um upp
runann en líka frá fólki sem var
að leita að öðru foreldri sínu.
Hvernig var svo að vinna þetta, þið
hafið varla getað bara hoppað upp
í flugvél og mætt á staðinn?
„Nei, við vorum með alla anga úti
alls staðar. Við Íslendingar erum svo
vanir því að hægt sé að slá allt inn
í já.is. Og ég í einfeldni minni hélt í
alvörunni að rafrænar skráningar
væru komnar lengra í heiminum al
mennt. Svo var ýmislegt sem maður
þurfti að finna út úr, eins og það að
útlendingar eru að vesenast með
að skipta um eftirnöfn þegar þeir
gifta sig.“
Kafar ofan í ættleiðingar
og misheppnuð húðflúr
Sigrún Ósk undirbýr tvær nýjar sjónvarpsþáttaraðir. Önnur fjallar
um ættleiddar stúlkur en hin um fólk sem vill láta húðflúra yfir
gömul „træbal“ tattú.
Tvær nýjar þáttaraðir Sigrún Ósk hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Í næsta
mánuði frumsýnir hún þætti um leit ungra íslenskra kvenna að líffræðilegum mæðrum
sínum og eftir áramót er komið að þáttaröð um fólk sem lætur húðflúra yfir gamlar syndir.
Mynd | Hari
Sigrún er nú á fullu við að taka
upp aðra þætti sem kallast Reykja
vík Ink. Fólkið á samnefndri húð
flúrstofu hefur sérhæft sig í að hylja
gömul tattú, ör og fleira og í þátt
unum sjáum við það í verki. 1.500
manns sóttu um að fá að koma fram
í þáttunum og láta húðflúra sig.
„Við höfum séð mikið af gömlum
„træbal“tattúum, „trampstamps“
og jurtatattúum. Það er ekki hlaupið
að því að fela svona dót en það er
magnað að sjá hvað listamennirnir
eru flinkir í því,“ segir Sigrún sem
sjálf hefur aldrei gerst svo fræg að
láta flúra sig.
„Nei, og það er búið að gera
óhemju grín að mér á stofunni. Mér
hefur samt alltaf fundist allt mjög
áhugavert í kringum húðflúr. Sér
staklega hvað fólk er margt óhrætt
við að fá sér eitthvað sem það verð
ur með á líkamanum að eilífu. Ég
get ekki einu sinni valið mér eldhús
innréttingu sem ég þarf að þola
í fimmtán ár.“Ármúla 21, 2. hæð • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com
Snyrtistofan Hafblik
PANTAÐU FRÍAN TÍMA
Í SKOÐUN STRAX Í SÍMA
893-0098
ÞREYTTUR Á ÞVÍ AÐ VERA ALLTAF
ELDRAUÐUR Í FRAMAN ?
Nú er tíminn fyrir háræðaslits- og húðslípimeðferðir
Sérhæfum okkur í að fjarlægja háræðaslit í andliti
Tilboð út september
Fyrir Eftir
…fólk 2 | amk… LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016
Við höfum séð
mikið af göml-
um „træbal“-tattú-
um, „tramp-stamps“
og jurtatattúum. Það
er ekki hlaupið að því
að fela svona dót en
það er magnað að sjá
hvað listamennirnir
eru flinkir í því.