Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 10.09.2016, Page 66

Fréttatíminn - 10.09.2016, Page 66
Ýmislegt spennandi í pípunum hjá uglunni Vöku Hrefna Sætran og Rakel Garðarsdóttir hófu samstarf fyrr á þessu ári í framleiðslu á alíslenskum barnamat undir merkjum uglunnar Vöku. Vaka vill öllu öðru fremur að börn borði næringarríkan og hollan mat sem bragð er af – og framleiddur í nálægð, ekki hinumegin á hnettinum. Unnið í samstarfi við Ísam Okkur fannst raun-ar bara svo skrítið að það væri verið að flytja allan þennan barna- mat til landsins. Þannig kvikn- aði hugmyndin; í staðinn fyrir að bjóða alltaf íslenskum börnum og gestum upp á erlendan barnamat sem fluttur er yfir hálfan hnött- inn fannst okkur „kommon sens“ að framleiða hann á Íslandi,“ segir Rakel. „Það er líka mjög óum- hverfivænt að flytja hann inn, fyrir utan að maður veit ekk- ert hvað er í erlendum mat. Með þessu er fjarlægðin engin, það eru bara tvær sætar stelpur bak við „brandið“ sem hægt er að hafa samband við persónulega ef það er eitthvað sem fólki líkar eða mislíkar eða ef fólk vill koma með ábendingu eða hvað sem er. Það er ekki hægt með erlenda barna- matinn.“ Ekkert arsenik fyrir börnin Lagt var upp með að hrá- efni væri allt íslenskt og hefur þeim tekist að halda sig við þá stefnu að langstærstu leyti. „Við erum með bygg og byggmjöl sem framleitt er hér á landi og notum íslenskan kalkún í stað- inn fyrir kjúkling eða kjöt sem er oft í erlendum barnamat,“ segir Hrefna. „Við reynum alltaf að nota hollasta kostinn sem í boði er,“ bætir Rakel við. Í erlendum barnamat eru hrísgrjón gjarn- an notuð sem uppfyllingarefni í barnamat en það er staðreynd að hrísgrjón geta innihaldið snefil- magn af arseniki. „Það hafa verið gerðar margar rannsóknir á því að arsenik er ekki gott fyrir ung- börn,“ segir Rakel á léttu nótun- um. „Við vildum því alls ekki fara þá leið að vera með hrísgrjón.“ Ítarleg rannsóknarvinna Rakel hefur verið óþreytandi að benda á skaðsemi matarsóun- ar og skaðlegrar matvælafram- leiðslu og er uglan Vaka hluti af þeirri vinnu. Hrefna er róm- uð fyrir hæfileika sína á sviði „gúrme“ eldamennsku en með því að þróa og framleiða barnamat má segja að hún sé komin aftur í grunninn. „Við fórum í mikla rann- sóknarvinnu á því hvað börn vilja, hvernig bragð þau fíla og úr þeirri vinnu urðu til fyrstu fjórar bragð- tegundirnar. Hrefna er svo á fullu að þróa nýjar týpur, það eru mjög spennandi brögð á leiðinni,“ segir Rakel. Hrefna segir það vera mikla áskorun að þróa mat fyrir börn. „Þegar við erum að gera upp- skriftir má svo lítið vera í matn- um í raun og veru, engin aukaefni eða sykur, engin rotvarnarefni svo þetta er mjög ólíkt öllu öðru.“ Ekki bara fyrir börn Þær stöllur heyra gjarnan frá fólki að börnin þeirra vilji engan annan mat og þykir þeim vænt um slíkar sögur; þær ýta enn frekar undir metnaðinn í að bjóða upp á fyrsta flokks mat fyrir yngstu mallakútana. Eldra fólk hefur líka verið að kaupa matinn, fólk sem af einhverjum ástæðum erfitt með að tyggja eða af öðrum ástæðum kýs maukaðan mat. „Þetta er auð- vitað bara hollur og hreinn matur, grænmeti og kalkúnn, bara góð máltíð,“ segir Hrefna. Rakel og Hrefna árétta hversu mikilvægt það er að velja vel fyrstu fæðu barnanna og leyfa þeim að þróa bragðlaukana hægt og rólega. „Ef börn byrja á því að borða banana þá venjast þau strax sæta bragðinu. Það er svo gott að þau byrji á gulrót, rófu eða blómkáli og kynnist sæta bragðinu aðeins seinna. Það er góður grunnur að byrja að borða grænmeti,“ segir Hrefna. Það er ýmislegt spennandi framundan sem ekki er tímabært að ljóstra upp strax en þær feng- ust þó til þess að segja frá bragð- tegund númer fimm sem verður eftirréttur; Eplapæ! Án sykurs auðvitað og meinhollt. Hrefna og Rakel verða ásamt uglunni Vöku á My Baby sýningunni í Hörpu um helgina. …mybaby kynningar 14 | amk… LAUGARDAGURINN 10. SEPTEMBER 2016 Rakel og Hrefna „Okkur fannst raunar bara svo skrítið að það væri verið að flytja allan þennan barnamat til landsins. Þannig kviknaði hugmyndin.“ Mynd | Rut

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.