Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.09.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 16.09.2016, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. september 2016 23 í samfélagsþjónustu Fjöldi þeirra sem hafa hafið afplánun á vararefsingu fé- sektar, samkvæmt dómum fyrir skattalagabrot, með sam- félagsþjónustu eru: 2012 = 30 2013 = 19 2014 = 30 2015 = 30 2016 = 23 Fjöldi þeirra sem hafa hafið afplánun vararefsingar fé- sekta vegna skattalagabrota í fangelsi eru 14 frá og með árinu 2012. Stóru skattsvikararnir sleppa oft billega Skattsvik Einungis fimmt- ungur af mun háum sektum sem dómstólar dæma vegna skattalagabrota fást greidd- ar. Lögfræðingar eru farnir að ráða fólki frá að gera dómsátt um skattaskuldir þar sem þeim sé illa fylgt eftir. Útistandandi sektir eru rúmir fimm milljarðar og fyrnast á þremur til fimm árum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Löggjafinn er búinn að ákveða að þetta séu alvarleg brot og fram- kvæmdin frá upphafi á að endur- spegla þetta viðhorf,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknar- stjóri um þá staðreynd að einung- is um fimmtungur sekta sem fólk er dæmt til að greiða vegna skattalagabrota skili sér í ríkiskassann. Fáir þurfa að sitja af sér fangelsis- dóma vegna skattasekta þótt fangelsisrefsing sé yfirleitt til vara fáist sekt- ir ekki greiddar. „Refsiramminn er mjög hár og ég myndi vilja meira sam- ræmi á milli vilja löggjafans og framkvæmdar- innar,“ segir Bryndís. Ekk i var h æ g t að nálgast ná- kvæmar tölur vegna útistandandi skattaskulda en hjá Inn- „Það þarf virkilega að skoða þessi mál,“ segir Bryndís Krist- jánsdóttir skattrann- sóknarstjóri. Skattsvikarar sleppa oft við fangelsisrefsingu vegna plássleys- is í fangelsum landsins en ógreiddar sektargreiðslur eru tvöfalt hærri en öll útgjöld til fangelsismála ríkisins á ári. Mynd | Hari heimtumiðstöð sekta og sakar- kostnaðar fást þær upplýsingar að útistandandi kröfur, sem eru hærri en ein milljón, nemi rúmum 5,3 milljörðum í rúmlega 600 málum en það eru nær undantekningar- laust sektir í dómsmálum vegna skattalagabrota. Þetta er því tals- vert há fjárhæð. Tollstjóraembættið innheimtir sektir sem eru lagðar á í minnihátt- ar málum sem ekki fara fyrir dóm- stóla en skattrannsóknarstjóri og yfirskattanefnd ákvarða. Einung- is um þriðjungur þeirra sekta eru greiddar en hin málin enda með gjaldþroti. Sektir í skattamálum eru einu skattaskuldirnar sem er far- ið með í gjaldþrotameðferð vegna alvarleika brotanna. Þeir sem fá dæmdar á sig mun hærri sektir fyrir dómstólum geta hinsvegar sloppið með skrekkinn þar sem oft er ekki hægt að kalla fólk inn í afplánun vegna pláss- leysis. Þúsundir bíða eftir af- plánun vegna vararefsingar. Til þess að fá að afplána fang- elsisdóm með samfélags- þjónustu þarf að sækja um það sérstaklega, en 23 hafa innt af hendi slíka þjónustu á þessu ári vegna skatta- lagabrota samkvæmt upplýsingum frá Fang- elsismálastofnun. Þúsundir eru á boðunarlista vegna vararefsingar. Há- mark vararefsingar 360 dagar sem jafn- gildir 480 stund- um af samfélags- þjónustu, ef fólk fær að afplána þannig. Það er fljótt að borga sig ef upphæðin hleypur á tugum eða hund- ruðum milljóna. Þeir sem dæmdir eru í 25 til 30 þúsund króna sekt, þurfa þannig að vera tvo daga í fangelsi, samkvæmt vinnureglu, en þeir sem skulda 100 milljónir, eru aldrei lengur en 360 daga, Einungis fjórtán hafa afplánað í fangelsi fyrir skattalagabrot frá ár- inu 2012. Afplánun vararefsingar hefur ekki verið í forgangi vegna plássleysis í fangelsum landsins. Það er þó kaldhæðnislegt í ljósi þess að útistandandi sektir eru tvöföld sú upphæð sem er varið til fangels- ismála á ári. Samkvæmt heimildum Frétta- tímans eru lögfræðingar farnir að ráðleggja skjólstæðingum sínum að greiða ekki sektirnar þar sem ekki sé gengið hart á eftir þeim að hálfu ríkisvaldsins. Bryndís Kristjáns- dóttir segist hafa heyrt af því: „Já, ég hef heyrt dæmi um það og það er alvarlegt mál. Það þarf virkilega að skoða þessi mál.“ Sturla ætlar ekki í stríð Stjórnmál Framfaraflokk- urinn hefur sótt um listabók- staf til innanríkisráðuneyt- isins og hyggur á framboð í öllum kjördæmum. Sturla Jónsson vörubílstjóri segist eiga nafnið en ætlar ekki í slag við nýja flokkinn. Þormar Jónsson, forsprakki Fram- faraflokksins segir að það ráðist um helgina hvort það náist að koma framboði á fót á þeim skamma tíma sem er til kosninga. Hann segir erfitt að staðsetja nýja flokkinn hug- myndafræðilega en hann sé lausn- amiðaður. Sturla Jónsson vörubíl- stjóri stofnaði Framfaraflokkinn árið 2008. Hann sagðist í samtali vð Fréttatímann ekki hafa heyrt af þessum nýja flokki og hann kæmi þar hvergi nálægt. „Ég á þetta nafn, að minnsta kosti er það skráð á mig hjá skattinum. En mér er skítsama um þetta, ég nenni engu veseni,“ segir Sturla sem býður sig fram í komandi kosningum undir merkj- um Dögunar. | þká Sturla Jónsson vörubílstjóri vill ekkert vesen út af Framfaraflokknum. Kosningar Innanríkisráðu- neytið hefur ekki uppfært kosningavefinn, Kosningar. is, fyrir alþingiskosningarnar og utanríkisráðuneytið og sýslumenn hafa ekki auglýst utankjörfundaatkvæða- greiðslu þar sem bréf forseta Íslands um þingrof hefur ekki verið lesið upp í þinginu. Þingið hefur hinsvegar sam- þykkt að halda þingstörfum áfram fram að kosningum. Lögboðið er að forseti gefi út yfir- lýsingu um þingrof 45 til 21 dög- um fyrir kosningar. Kosið verður 29. október samkvæmt yfirlýsingu forsætisráðherra og samkomulagi þingsins og úr forsætisráðuneytinu fást þær upplýsingar að forsetabréfið sé væntanleg. „Ég fékk þau svör í innanríkis- ráðuneytinu að utankjörfundaat- kvæðagreiðsla gæti ekki hafist fyrr en það væri búið að rjúfa þing og auglýsa utankjörfundaratkvæða- greiðslu í kjölfar þess,“ segir Eðvarð Hallgrímsson sem fer til Gíbraltar á föstudaginn og kemur ekki aftur fyrr en 1. nóvember. „Það er einfald- lega búið að taka af mér kosninga- réttinn,“ segir Eðvarð. Hann segist vissulega geta keyrt 800 kílómetra til Alicante til að kjósa en hann hafi ekki tök á því. „Við bíðum eftir þessari tilkynn- ingu forsetans, fyrr er ekki hægt að hefja kjörfund,“ segir Stefanía Traustadóttir sérfræðingur í innan- ríkisráðuneytinu. Forseti tilkynnir þingrof næstu daga Kosið verður 29. október. Kynferðisbrot Ríkið hefur samþykkt að veita Ísleifi Friðrikssyni rúmar sex milljónir króna í sanngirn- isbætur vegna ofbeldis sem hann varð fyrir af hálfu starfsmanna kaþ- ólsku kirkjunnar í Landakotsskóla. Kaþólska kirkjan hafði áður boðið honum 170 þús- und krónur vegna málsins. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Ríkið hefur nú viðurkennt að Ísleifur hafi orðið fyrir illri meðferð eða of- beldi og fær hann 6.488.700 krónur í sanngirnisbætur vegna þess var- anlega skaða sem hann hefur orðið fyrir af þeim völdum. Ísleifur Friðriksson sagði fyrstur manna frá kynferðislegri misnotkun sem grasseraði í árarað- ir innan kaþólsku kirkj- unnar á Íslandi. Viðtal við hann birtist í Fréttatím- anum 2011. Séra George, skólastjóri Landakotsskóla, og kennslukonan Margrét Müller beittu Ísleif hrotta- legu kynferðisofbeldi frá því hann var sjö ára gamall til þrettán ára aldurs. Ísleifur hefur glímt við af- leiðingar ofbeldisins allar götur síð- an og hefur barist fyrir að fá brotin viðurkennd af kirkjunni. Eftir að hann sagði sögu sína, stigu fjölmargir fyrrum nemendur skólans fram og lýstu einnig reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi skóla- stjórnenda. Tvær rannsóknarnefnd- ir voru stofnaðar til að kafa ofan í málið. Ísleifur krafðist þess að kirkj- an viðurkenndi ábyrgð sína í mál- inu. „Hann var aldrei að falast eftir peningum, hann vildi bara fá stað- festingu á brotunum,“ segir Guðrún Björg Birgisdóttir lögmaður Ísleifs. Í afstöðu Fagráðs kaþólsku kirkj- unnar til bótakröfu Ísleifs sagði með- al annars: „Samkvæmt almennum sönnunarreglum verður ekki talið að kvartandi hafi sýnt fram á að kaþólska kirkjan á Íslandi hafi brot- ið gegn honum.“ Því bauð kirkjan honum aðeins 170 þúsund krónur. „Enn á kaþólska kirkjan eftir að svara betur fyrir málsmeðferð Ís- leifs eftir að málið fyrst kom upp og viðurkenna að eitthvað hafi gerst,” segir Guðrún Björg. “En við fögnum þessari niðurstöðu gríðarlega því hún staðfestir að brotið var á Ísleifi.“ Fullnaðarsigur Ísleifs á kaþólsku kirkjunni Ísleifur Friðriksson hefur staðið í strangri baráttu. Mynd | Hari ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s 2. tölublað 1. árgangur ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s ó k e y P i s 17.-19. júní 2011 24. tölublað 2. árgangur 24 Trúir á bæn og fyrirgefninguna Viðtal Íris Norðfjörð 34Bækur 54 Nanna Árna Skrifar bók um upp- vakninga 2 ana lily Berst fyrir brott- numdum syni  úttekt kynferðislegt ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar Séra George, sem var skólastjóri landakots- skóla og staðgengill kaþólska biskupsins, er sakaður um grófa kynferðislega mis- notkun á ungum dreng. Þýsk kennslukona við skólann er einnig sökuð um að hafa misnotað drenginn. Börnin sem hafa verið klippt út úr myndinni tengjast ekki efni fréttarinnar. kajsa fær  „Íslenski útgefandinn heitir því á kápu að sagan sé meinfyndin. Það er hún ekki.“ rós kristjáns 46tÍska Rómantísk hippatíska Lj ós m yn d/ Lj ós m yn da sa fn R ey kj av ík ur Síður 16-20 FAST Verð Gleraugnaverslunin þín PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 11 58 9 SÓLGLER með styrkleika fylgja kaupum á gleraugum í júní MJÓDDINNI Álfabakka 14 Opið: virka daga 9–18 FIRÐI Fjarðargötu 13–15 Opið: virka daga 10–18 og laugardaga 11–15 AKUREYRI Hafnarstræti 95 Opið: virka daga 9–17.30 SELFOSS Austurvegi 4 Opið: virka daga 10–18 Kynferðisleg misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar á ÍslandiTveir menn stíga fram og lýsa kynferðislegu ofbeldi sem var látið viðgangast innan kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík. Þeir vilja rannsókn og svör frá kaþólska biskupnum á Íslandi sem hefur þagað þunnu hljóði þrátt fyrir vitneskju um málið. Nýtt fagráð um kynferðisbrot á vegum innanríkisráðuneytisins er með málin til meðferðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.