Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.09.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 16.09.2016, Blaðsíða 36
Tíundi Drag-Súgurinn Drag kabarett- inn Drag-Súgur er líflegur hóp- ur í skemmt- analífi Reykja- víkur sem býður oftast upp á mánaðarlegar hinsegin skemmtanir á Gauknum. Þarna koma saman miklar drottn- ingar og miklir kóngar og alls kyns fyrirbæri næturinnar. Nú er konur og menn í Drag-Súgi á þeirri skoðun að of langt sé liðið frá síðustu skemmtun og því er framundan tíunda kvöldið, litríkt og lifandi. Mælt er með að þeir sem vilja sæti við borð í salnum mæti snemma og spjalli aðeins við drottningarnar, sem vitanlega bjóða af sér góðan þokka. Lofað er extra safaríkri skemmtun því þetta er jú tíunda sjóvið! Meðal þeirra sem fra koma eru Drama Tik, Gógó Starr, Jenny Purr, Ragna Rök, Russel Brund og Wonda Starr. Jonathan Duffy stýrir öllu saman. Hvar? Á Gauknum Hvenær? Í kvöld klukkan 21 Hvað kostar? 1500 kr. Þann 16. september árið 1936 strandaði franska rannsóknar- skiptið Pourquoi-Pas? við Álftanes á Mýrum í einum mesta skipskaða sem um getur við Íslands- strendur. Skipið, sem var gert út til vísindarann- sókna í Norð- urhöfum undir stjórn vísinda- mannsins Jean-Baptiste Charcot, þótti glæsilegt og var sjó- slysið mikið reiðarslag bæði hér á Íslandi og í Frakklandi. Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá þessum örlagaríku atburðum mæt- ir Illugi Jökulsson í Sjóminjasafnið í Reykjavík til að segja gestum frá skipinu og slysinu í hádegisfyrir- lestri. Hvar? Sjóminjasafnið í Reykjavík, Grandagarði 8. Hvenær? Í dag kl. 12. Hvað kostar? Ókeypis Málþing um skipstjórann Háskóli Íslands heiðrar síðan minningu Jean-Baptiste Charcot, skipstjóra Pourquoi-Pas? með mál- þingi um störf hans á laugardag. Sagt verður frá vísindaleiðöngrum sem Charcot stýrði bæði í norð- ur- og suðurhöfum, en hann er nú talinn meðal þeirra sem að lögðu grunninn að heimskautarann- sóknum nútímans, sem alltaf eru að öðlast meira vægi. Einnig verða heimsóknir Charcot og manna hans til Íslands raktar og sagt frá því hvernig skipstjórinn og skipverjar eignuðust marga vini hér á landi. Það eru Franska sendiráðið, Háskóli Íslands og Vináttufélag Charcots og Pourquoi-Pas? sem standa að málþinginu í samstarfi við afkomendur Charcots sem hingað munu fjölmenna af þessu tilefni. Bæði innlendir og erlendir vísindamenn taka til máls. Hvar? Hátíðarsalur Háskóla Íslands. Hvenær? Á morgun kl. 14. Hvað kostar? Ekki neitt og allir velkomnir. 36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. september 2016 Kundalini dans og kakó Kundalini er ein gerð jógafræða Indlands- skagans sem snýst um að hreinsa grunn- kerfi mannsins. Kundalini er oftast lýst sem gyðju eða sofandi snáki sem bíður þess að vera vakinn upp og hringar sig upp eftir hryggjarsúlu þess sem leggur stund á þessa líkamslist. Þessu forna ástandi á að blanda saman í Yogavin við kakóið, sem er forn drykkur guðanna. Kakó- drykkjunni er ætlað að opna hjarta og huga þeirra sem síðan stunda dansins. Þannig tengist einstaklingurinn sjálfum sér, öðrum og hinu dýrðlega. Það eru Lyndsay Lila og Naia Louise sem að leiða viðburðinn þar sem ætlunin er að lyfta andanum og styrkja tengsl líkama og sálar. Hvar? Yogavin, Grensásvegi 16 Hvenær? Í kvöld kl. 19. Hvað kostar? 4000 kr. Illugi Jökulsson um Pourquoi-Pas? Danstónlist fyrir börnin Barnastundir Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru frábær leið til að kynna börnum heim sígildrar tónlistar og í fyrri Barnastund vetrarins hjá hljómsveitinni má meðal annars heyra danstónlist af ýmsum toga frá ólíkum menningarsvæðum ásamt úrvali léttra og skemmtilegra laga. Barnastundin er 30 mínútur og gott að hafa með púða til að sitja á, enda raða börnin sér í kringum hljómsveitina. Það er Hjördís Ástráðsdóttir, fræðslustjóri hljómsveitarinnar, sem að kynnir dagskrána en konsertmeistarar hennar, Sigrún Eðvaldsdóttir og Nicola Lolli, taka að sér að leiða sveitina í tónlistinni sem auðvitað er sér- valin til að vekja athygli barnanna. Það gerir líka alltaf sérstakur gestur tónleikanna, Maxímús Músíkús, tónlistarmúsin geðþekka, sem að alltaf vekur mikla lukku hjá yngstu börnunum. Hvar? Hörpuhornið á 2. hæð í Hörpu. Hvenær? Á morgun kl. 11. Hvað kostar? Ókeypis. Stebbi Hilmars 50 ára Hvar er drauminn? söng Stefán Hilmarsson og spurði með Sálinni hans Jóns míns forðum daga. Tíminn líður og Stefán Hilmarsson fagnar nú 50 ára afmæli með glæsibrag sem hæfir manni sem fyrir löngu hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna. Á afmælistónleik- unum eru sérvalin lög sem Stefán hefur samið og flutt á sínum 30 ára söngferli, bæði með Sálinni, einn og með ýmsum öðrum sam- starfsmönnum. Öllu er tjaldað til: hljómsveitin er stór, gestasöngvararnir fjöl- margir, hornaflokkur og gospelkór troða upp með Stefáni. Það verður þéttskipaður bekkurinn á tvennum tónleikum, enda mikill prímus mótor í íslensku popptónlistarlífi á undanförnum árum að fagna stórafmæli. Hvar? Harpa Eldborg Hvenær? Í kvöld klukkan 19.30 og 22.30 Hvað kostar? 5990-8990 GOTT UM HELGINA alla sunnudaga mar y tierra NART Chorizo pylsa, serrano bitar, ólífur, tapenade, hummus og nýbakað brauð. aðalréttur Nautalund, hvítlauksbakaðir humarhalar, grillaðar risarækjur með mangósalsa, steiktar kartöflur, grillað grænmeti, Cava-Hollandaise, bourgounionsósa og aioli. 8.990 kr. Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is RESTAURANT- BAR Frábær nýr réttur á sunnudögum sem er tilvalinn fyrir tvo að deila SJÓÐHEITUR Í 16 ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.