Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.09.2016, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 16.09.2016, Blaðsíða 52
Haustið kom með ágæt-is hvelli í vikunni og landsmenn fengu rækilega áminningu um það sem koma skal: kaldara veður og rok og fyrr en varir veturinn í öllu sínu veldi. Haustinu fylgja ýmsir kvillar, kvef og pestir og það er vissara að brynja sig eins og hægt er gegn þessum gestum. Inflúensan er ekki komin en í næsta mánuði verður þó byrjað að bjóða upp á flensusprautur. Fram að því og reyndar í allan vetur er gott að hafa eftirfarandi ráð bak við eyrað. Verðu þig gegn sýklum Það er góður vani að þvo sér vel og vandlega um hendurn- ar reglulega og sérstaklega áður en borðað er. Kvef- og flensubakteríur geta lifað í nokkrar klukkustundir og handþvotturinn er mikilvæg- ur. Réttast er að skipta reglulega út handklæðum. Skynsamt fólk forðast líka handþurrkur á al- menningssalernum enda eru þær gróðrastía fyrir bakteríur. Borðaðu hollan mat reglulega Borðaðu reglulega og hollt. Ruslmatur og það að sleppa úr máltíðum dregur úr mótstöðu lík- amans og býður heim hættunni að fá kvefsjúkdóma. Skolaðu munninn upp úr saltvatni Gamalt og gott húsráð sem virkar bæði til að forðast smit en líka þegar fólk er orðið lasið. Með því að skola munninn nokkrum sinnum á dag upp úr volgu salt- vatni eyðirðu bakteríum úr munn- inum. Svo er líka hægt að kaupa sér nefsprey úti í apóteki. Drekktu te með hunangi Heitir drykkir örva meltinguna og mýkja hálsinn og lina þar með þjáningar vegna kvefs. Fáðu þér heitt te og settu vel af hunangi út í. Það hjálpar furðu mikið enda vinnur hunang gegn bakteríum og minnkar líkur á flensusmiti. Ekki skemmir fyrir að hafa sítrónusneið með til að fá smá C-vítamín. Fáðu þér súpu Góð vetrarsúpa getur gert kraftaverk. Lykilatriðið er auðvitað að vera ekki spar á krydd, hvítlauk og chili til að losa um stíflaðan öndunarveg og gefa líkamanum smá stuð. Það fer eftir smekk og stemningu hverju sinni hvort malla eigi kjúklingasúpu eða grænmetissúpu en ef hún er nógu sterk getur hún losað um stíflur í nefi og ennis- og kinnholum. 1 2 3 4 5 Haustflensa Margir hafa nælt sér í haustflensu og kvef að undanförnu. Myndir | NordicPhotos/Getty 5 góð ráð við haustkvefinu Ekki gera ekki neitt, stendur einhvers staðar og það á vel við í baráttunni við haustkvefið og pestir sem nú fara að gera vart við sig. Atjú Leikskólar og skólar eru alþekktar miðstöðvar ýmissa pesta. Fann stressið minnka, náði djúpslökun og vaknaði endurnærð Náttúruleg lausn við svefnvandamálum, kvíða og þunglyndi Unnið í samstarfi við Balsam Áttu erfitt með svefn, vaknar þú oft ósofin/n eða er streitan og kvíð-inn að ná tökum á þér? Magnolia frá Natural Health Labs er tilvalið fyrir þá sem glíma við svefnvandamál, streitu, kvíða eða depruð. Magnolia stuðlar að heil- brigðum samfelldum svefni ásamt því að vinna gegn streitu, kvíða og depurð og bætir andlega og líkamlega líðan. Náttúruleg lausn við svefnvandamálum, kvíða og þunglyndi Börkur af plöntunni Magnolia sem vex í fjallahéruðum Kína hefur verið notaður við svefn- vandamálum, kvíða og þunglyndi í meira en 2000 ár í Asíu. Rekja má ótrúlegan lækningamátt hans til náttúrulega efnanna honoki- ol og magnolol. Börkurinn virkjar taugaboðefni í heilanum sem hafa slakandi og róandi áhrif og stuðla að heilbrigðum og samfelldum svefni. Börkurinn vinnur einnig gríðarlega vel gegn stressi, kvíða og þunglyndi með því að koma jafnvægi á hormónið cortisol sem er stundum kallað stress hormónið. Nýleg rannsókn frá Landlæknisembættinu sýnir að um þriðjungur Íslendinga á við svefnvandamál eða þunglyndi að stríða. Natural Health Labs eru hrein náttúruleg bætiefni sem innihalda hvorki rotvarnarefni né fylliefni og eru án allra aukaefna. Magnolia kemur í grænmetis- hylkjum og telst því vegan. „Vaknaði endurnærð“ „Ég vinn í tarna- vinnu, sérstaklega kringum jól og páska, og þá er lítið sofið og mikið unnið. Svo byrj- aði ég að taka inn Magnolia, vinkona mín mælti með því að ég prófaði. Strax fyrstu nóttina sofnaði ég dýpra, fann stressið minnka og náði djúpslökun – og vaknaði endurnærð,“ segir Kristín Þor- geirsdóttir ljósmyndari, Krissý. „Ég tek Magnoliu til að sofa betur og til að minnka stress og kvíða yfir daginn. Ég tek það inn yfir daginn ef það það er mikil pressa í vinnunni. Ég mæli með Magnoliu fyrir alla sem eiga erfitt með að sofna eða sofa mjög laust, líka ef það er álag og stress eða kvíði. Ef ég þarf að vinna mikið þá finn ég hvernig Magnolia dregur úr þreytuverkjum í líkamanum og hjálpar mér að vera róleg. Ég elska líka að þetta er 100% nátturulegt.“ hefur þegar notið mikilla vinsælda og hjálpað fjölmörgum íslending- um. Magnolia er fáanlegt í öll- um apótekum landsins, Heilsu- húsinu, Heilsuveri, Heilsutorgi Blómavals, verslunum Hagkaupa, Iceland Engihjalla, Fjarðarkaup- um, Orkusetrinu, á Heimkaup.is og Heilsulausn.is . 1-2 hylki með vatnsglasi kvölds og eða morgna. Mælt er með 1-2 hylki að morgni við kvíða og depurð. Við svefnvandamálum er mælt með 1-2 hylki með kvöldmat eða um 30-60 mínútum fyrir svefn. Magnolia Ráðlögð notkun: …heilsa 8 | amk… FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016 Kristín Þorgeirsdóttir ljósmyndari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.